Herða leitina að uppruna smitsins vegna mótsagnakenndra niðurstaðna Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2020 15:27 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví vegna málsins. Vísir/Vilhelm Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna á laugardag fór aftur í sýnatöku í vikunni. Í þeirri sýnatöku fannst veiran ekki í íbúanum. Hefur mótefnamæling einnig leitt í ljós að íbúinn er ekki með mótefni fyrir veirunni. Þessar mótsagnakenndu niðurstöður hafa orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefur verið hert enn frekar. Sá sem greindist er níræðisaldri sem ekki hefur þurft að leggja inn á sjúkrahús. Íbúinn greindist með kórónuveiruna á laugardag. Strax á sunnudag voru allir sem höfðu verið í nánum tengslum við íbúann sendir í sýnatöku. Reyndust þeir 32 talsins og var enginn þeirra sýktur af kórónuveirunni. „Og það er einkennilegt þegar við erum með einstakling sem er smitaður af kórónuveirunni en það er enginn jákvæður í kringum hann,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Því fór heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði að velta fyrir sér hvort að niðurstöðurnar væru réttar og hvort það væri hugsanlegt að íbúinn væri hreinlega með gamalt kórónuveirusmit. Þekkt er að þeir sem smitast hafa af veirunni geti greinst með hana allt að tveimur mánuðum síðar, en oftast er þar um að ræða leifar af sýkingunni og þeir alveg einkennalausir. Var viðkomandi sendur í mótefnamælingu sem leiddi í ljós að íbúinn var ekki með mótefni við veirunni. Var íbúinn sendur í aðra sýnatöku sem reyndist neikvæð. Eru niðurstöður prófanna afar mótsagnakenndar og heldur leitin því áfram. 100 manns voru boðaðir í sýnatöku á Ísafirði í dag og verður íbúinn sendur aftur í sýnatöku á morgun. Súsanna segir að íbúinn verði í einangrun í tvær vikur frá deginum sem hann greindist með veiruna. Annað komi ekki til greina því íbúarnir á Hlíf séu allir í áhættuhópi sökum aldurs. „Við gerum frekar of mikið heldur en of lítið því þetta er lífshættulegur sjúkdómur,“ segir Súsanna. Hún segir allar aðgerðir á Ísafirðir skipulagðar í samráði við sóttvarnalækni, Covid-göngudeild Landspítalans og smitrakningateymið. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna á laugardag fór aftur í sýnatöku í vikunni. Í þeirri sýnatöku fannst veiran ekki í íbúanum. Hefur mótefnamæling einnig leitt í ljós að íbúinn er ekki með mótefni fyrir veirunni. Þessar mótsagnakenndu niðurstöður hafa orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefur verið hert enn frekar. Sá sem greindist er níræðisaldri sem ekki hefur þurft að leggja inn á sjúkrahús. Íbúinn greindist með kórónuveiruna á laugardag. Strax á sunnudag voru allir sem höfðu verið í nánum tengslum við íbúann sendir í sýnatöku. Reyndust þeir 32 talsins og var enginn þeirra sýktur af kórónuveirunni. „Og það er einkennilegt þegar við erum með einstakling sem er smitaður af kórónuveirunni en það er enginn jákvæður í kringum hann,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Því fór heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði að velta fyrir sér hvort að niðurstöðurnar væru réttar og hvort það væri hugsanlegt að íbúinn væri hreinlega með gamalt kórónuveirusmit. Þekkt er að þeir sem smitast hafa af veirunni geti greinst með hana allt að tveimur mánuðum síðar, en oftast er þar um að ræða leifar af sýkingunni og þeir alveg einkennalausir. Var viðkomandi sendur í mótefnamælingu sem leiddi í ljós að íbúinn var ekki með mótefni við veirunni. Var íbúinn sendur í aðra sýnatöku sem reyndist neikvæð. Eru niðurstöður prófanna afar mótsagnakenndar og heldur leitin því áfram. 100 manns voru boðaðir í sýnatöku á Ísafirði í dag og verður íbúinn sendur aftur í sýnatöku á morgun. Súsanna segir að íbúinn verði í einangrun í tvær vikur frá deginum sem hann greindist með veiruna. Annað komi ekki til greina því íbúarnir á Hlíf séu allir í áhættuhópi sökum aldurs. „Við gerum frekar of mikið heldur en of lítið því þetta er lífshættulegur sjúkdómur,“ segir Súsanna. Hún segir allar aðgerðir á Ísafirðir skipulagðar í samráði við sóttvarnalækni, Covid-göngudeild Landspítalans og smitrakningateymið.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira