Mönnun á leikskólum borgarinnar vonbrigði í ljósi ástandsins á vinnumarkaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2020 21:00 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. EGILL AÐALSTEINSSON Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir vonbrigði að ekki hafi tekist að ráða í öll stöðugildi á leikskólum borgarinnar þegar atvinnuleysi er að aukast. Enn hefur ekki verið ráðið í 76 grunnstöðugildi í 63 leikskólum á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að mönnun gangi þó þokkalega. „Það vantar samt sem áður talsvert af stöðugildum enn hjá okkur. Það eru auðvitað vonbrigði miðað við stöðuna á atvinnumarkaði,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fjörutíu leikskólar eru ýmist fullmannaðir eða vantar í hálft til tvö stöðugildi. Slíkt hefur takmörkuð áhrif á starfssemina. Á fjóra leikskóla vantar fleiri en fjögur stöðugildi, sem getur haft töluverð áhrif. „Það getur haft þær afleiðingar að inntaka nýrra leikskólabarna tefjist og það er náttúrulega mjög miður en við reynum eins og við mögulega getum að lágmarka það,“ sagði Helgi. Hann hélt að ráðningar myndu ganga betur í ljósi ástandsins á atvinnumarkaði í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í júlí og hefur farið vaxandi. Í ljósi þess að vöntun er á starfsfólki þurfi að slaka á menntunarkröfum. „Það er bara það sem við neyðumst til að gera því það skiptir miklu máli að manna leikskólanna til að við getum boðið upp á leikskólaþjónustuna. Það skiptir máli að hafa fólk með faglegan bakgrunn,“ sagði Helgi. Hvað með grunnskólana? „Þeir standa mjög vel það er 98% ráðningarhlutfall komið þar og þá er verið að leita að einstaka skólaliða og stuðningsfulltrúum,“ sagði Helgi. Skóla - og menntamál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir vonbrigði að ekki hafi tekist að ráða í öll stöðugildi á leikskólum borgarinnar þegar atvinnuleysi er að aukast. Enn hefur ekki verið ráðið í 76 grunnstöðugildi í 63 leikskólum á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að mönnun gangi þó þokkalega. „Það vantar samt sem áður talsvert af stöðugildum enn hjá okkur. Það eru auðvitað vonbrigði miðað við stöðuna á atvinnumarkaði,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fjörutíu leikskólar eru ýmist fullmannaðir eða vantar í hálft til tvö stöðugildi. Slíkt hefur takmörkuð áhrif á starfssemina. Á fjóra leikskóla vantar fleiri en fjögur stöðugildi, sem getur haft töluverð áhrif. „Það getur haft þær afleiðingar að inntaka nýrra leikskólabarna tefjist og það er náttúrulega mjög miður en við reynum eins og við mögulega getum að lágmarka það,“ sagði Helgi. Hann hélt að ráðningar myndu ganga betur í ljósi ástandsins á atvinnumarkaði í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í júlí og hefur farið vaxandi. Í ljósi þess að vöntun er á starfsfólki þurfi að slaka á menntunarkröfum. „Það er bara það sem við neyðumst til að gera því það skiptir miklu máli að manna leikskólanna til að við getum boðið upp á leikskólaþjónustuna. Það skiptir máli að hafa fólk með faglegan bakgrunn,“ sagði Helgi. Hvað með grunnskólana? „Þeir standa mjög vel það er 98% ráðningarhlutfall komið þar og þá er verið að leita að einstaka skólaliða og stuðningsfulltrúum,“ sagði Helgi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira