Smekkfullur sjór af fiski: Er á sinni fimmtugustu humarvertíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2020 19:30 Gylfi Jónsson á Stokkseyri kallar ekki allt ömmu sína þegar um sjómennsku að ræða því hann er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð rétt að vera sjötugur. Gylfi segir sjóinn smekkfullan af fiski. Níu karlar eru í áhöfn Fróða frá Þorlákshöfn og er Gylfi þar elstur en gefur þeim yngri ekkert eftir enda kalla strákarnir hann langafann í fiskiskipaflota landsins. Sjómennska hefur alltaf verið líf og yndi Gylfa og hann getur ekki hugsað sér að hætta að vera á sjó þegar heilsan er jafn góð og raun ber vitni. Nú var hann að hefja sína fimmtugustu humarvertíð. Sonur hans er skipstjóri á Fróða. „Þetta er jaxl og gott að hafa karlinn um borð enda er hann hokinn af reynslu“, segir Gísli Fannar Gylfason skipstjóri á Fróða og sonur Gylfa. „Ég kann ekkert annað, ég hef alltaf verið á sjó, ég get ekkert annað, þetta er mitt líf og yndi. Það er ekkert mál að vera á sjó miðað við hvernig þetta var í gamla daga, þá þurfti að slíta allan humar og voru þá næturvökur miklar, nú er allt svo miklu auðveldara,“ segir Gylfi. Gylfi segir að sjórinn sé smekkfullur af fiski en það sé allt of lítið af humri. „Það er það sem vantar er humarinn en mér finnst samt eins og síðustu tvö ár sé meira af honum, það er meira af smáhumri en sjórinn er annars smekkfullur af öðrum fiski, það er ekki vandamálið.“ Gylfi Jónsson, sem býr á Stokkseyri og er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð á bátnum Fróða frá Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Gylfi að gera núna, fimmtíu ár á sjó og hann að verða 70 ára, er hann hættur eða ætlar hann að halda áfram á sjónum? „Nei, nei, hættur, nei, ég fer ekki að hætta, þetta er eina sem ég get gert, jú auðvitað fer ég eitthvað að slaka á en ég er ekki tilbúin að hætta á meðan það er eitthvað gagn af mér,“ segir Gylfi og skellihlær. Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Gylfi Jónsson á Stokkseyri kallar ekki allt ömmu sína þegar um sjómennsku að ræða því hann er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð rétt að vera sjötugur. Gylfi segir sjóinn smekkfullan af fiski. Níu karlar eru í áhöfn Fróða frá Þorlákshöfn og er Gylfi þar elstur en gefur þeim yngri ekkert eftir enda kalla strákarnir hann langafann í fiskiskipaflota landsins. Sjómennska hefur alltaf verið líf og yndi Gylfa og hann getur ekki hugsað sér að hætta að vera á sjó þegar heilsan er jafn góð og raun ber vitni. Nú var hann að hefja sína fimmtugustu humarvertíð. Sonur hans er skipstjóri á Fróða. „Þetta er jaxl og gott að hafa karlinn um borð enda er hann hokinn af reynslu“, segir Gísli Fannar Gylfason skipstjóri á Fróða og sonur Gylfa. „Ég kann ekkert annað, ég hef alltaf verið á sjó, ég get ekkert annað, þetta er mitt líf og yndi. Það er ekkert mál að vera á sjó miðað við hvernig þetta var í gamla daga, þá þurfti að slíta allan humar og voru þá næturvökur miklar, nú er allt svo miklu auðveldara,“ segir Gylfi. Gylfi segir að sjórinn sé smekkfullur af fiski en það sé allt of lítið af humri. „Það er það sem vantar er humarinn en mér finnst samt eins og síðustu tvö ár sé meira af honum, það er meira af smáhumri en sjórinn er annars smekkfullur af öðrum fiski, það er ekki vandamálið.“ Gylfi Jónsson, sem býr á Stokkseyri og er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð á bátnum Fróða frá Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Gylfi að gera núna, fimmtíu ár á sjó og hann að verða 70 ára, er hann hættur eða ætlar hann að halda áfram á sjónum? „Nei, nei, hættur, nei, ég fer ekki að hætta, þetta er eina sem ég get gert, jú auðvitað fer ég eitthvað að slaka á en ég er ekki tilbúin að hætta á meðan það er eitthvað gagn af mér,“ segir Gylfi og skellihlær.
Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira