„Sem betur fer gerði hann það ekki því það hefði verið drepleiðinlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 09:30 Valsmenn fagna einu marka sinn í Pepsi Max deildinni í sumar. Lasse Petry Andersen þakkar Kaj Leo í Bartalsstovu fyrir stoðsendinguna. Vísir/Daníel Þór Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni fóru yfir góða stöðu Valsmanna eftir sigur liðsins á KR og jafntefli Stjörnumanna á sama tíma. Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína um það hvort að það geti eitthvað lið stöðvað Valsmenn sem er núna komnir með fimm stiga forskot á toppnum. „Ég sé það ekki gerast. Ég sé ekki annað en Valur sé komið á það ról og það skrið að þeir séu að fara að sigla þessum titli heim í haust,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk í ellefu leikjum þar af koma átta þeirra í tveimur leikjum. Þannig að þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í hinum níu leikjunum. Mér finnst þéttleikinn vera orðinn það mikill í liðinu að það eru ekki margir að fara að stríða þeim,“ sagði Atli Viðar. Hafa verið inn í klefa hjá Heimi í þessari stöðu „Ég veit að þið hafið báðir verið inn í klefa hjá Heimi Guðjónssyni þegar hann er með fimm stiga forskot. Hvernig er hann að fara í framhaldið? Á að keyra áfram, áfram, áfram eða eru menn að spá í hvað er fyrir aftan þá, spurði Guðmundur Benediktsson þá Atli Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson sem unnu báðir fimm Íslandsmeistaratitla undir stjórn Heimis Guðjónssonar. „Nú þekki ég ekki hópinn en ég veit að Heimir keyrir bara fulla ferð áfram,“ sagði Atli Viðar. „Hann er ekki mikið að pæla í einhverju öðru en því. Hann elskar að æfa og það er því bara næsta æfing,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Guðmundur Benediktsson sagði frá því að þegar hann var að spila fyrir Willum Þór Þórsson þá var Willum alltaf að finna sér æfingaleiki í landsliðsleikjahléum. Nú er landsleikjahlé fram undan. Davíð Þór segir að Heimir Guðjónsson hafi ekki gert það hjá FH. „Sem betur fer gerði hann það ekki því mér hefði fundið það drepleiðinlegt,“ sagði Davíð Þór. Hefur ekki trú á Stjörnunni eða KR „Auðvitað eru Valsmenn náttúrulega langlíklegastir en það eru alveg lið þarna. Blikarnir virðast vera komnir á gott skrið aftur en ég Stjörnuna ekki berjast um titilinn við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór sem sér KR-ingana ekki eiga lengur raunhæfa möguleika á því að berjast um titilinn. „Ég sé Blikana berjast við þá og svo finnst mér mitt gamla lið í FH vera búið að sýna mikla framfarir upp á síðkastið. Ef sá stígandi heldur áfram þá geta þeir alveg barist þarna á toppnum. FH á líka eftir að spila tvisvar við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór. Það má finna alla umfjöllunina um Valsmenn og stöðu þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan - Valur óstöðvandi? Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni fóru yfir góða stöðu Valsmanna eftir sigur liðsins á KR og jafntefli Stjörnumanna á sama tíma. Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína um það hvort að það geti eitthvað lið stöðvað Valsmenn sem er núna komnir með fimm stiga forskot á toppnum. „Ég sé það ekki gerast. Ég sé ekki annað en Valur sé komið á það ról og það skrið að þeir séu að fara að sigla þessum titli heim í haust,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk í ellefu leikjum þar af koma átta þeirra í tveimur leikjum. Þannig að þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í hinum níu leikjunum. Mér finnst þéttleikinn vera orðinn það mikill í liðinu að það eru ekki margir að fara að stríða þeim,“ sagði Atli Viðar. Hafa verið inn í klefa hjá Heimi í þessari stöðu „Ég veit að þið hafið báðir verið inn í klefa hjá Heimi Guðjónssyni þegar hann er með fimm stiga forskot. Hvernig er hann að fara í framhaldið? Á að keyra áfram, áfram, áfram eða eru menn að spá í hvað er fyrir aftan þá, spurði Guðmundur Benediktsson þá Atli Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson sem unnu báðir fimm Íslandsmeistaratitla undir stjórn Heimis Guðjónssonar. „Nú þekki ég ekki hópinn en ég veit að Heimir keyrir bara fulla ferð áfram,“ sagði Atli Viðar. „Hann er ekki mikið að pæla í einhverju öðru en því. Hann elskar að æfa og það er því bara næsta æfing,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Guðmundur Benediktsson sagði frá því að þegar hann var að spila fyrir Willum Þór Þórsson þá var Willum alltaf að finna sér æfingaleiki í landsliðsleikjahléum. Nú er landsleikjahlé fram undan. Davíð Þór segir að Heimir Guðjónsson hafi ekki gert það hjá FH. „Sem betur fer gerði hann það ekki því mér hefði fundið það drepleiðinlegt,“ sagði Davíð Þór. Hefur ekki trú á Stjörnunni eða KR „Auðvitað eru Valsmenn náttúrulega langlíklegastir en það eru alveg lið þarna. Blikarnir virðast vera komnir á gott skrið aftur en ég Stjörnuna ekki berjast um titilinn við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór sem sér KR-ingana ekki eiga lengur raunhæfa möguleika á því að berjast um titilinn. „Ég sé Blikana berjast við þá og svo finnst mér mitt gamla lið í FH vera búið að sýna mikla framfarir upp á síðkastið. Ef sá stígandi heldur áfram þá geta þeir alveg barist þarna á toppnum. FH á líka eftir að spila tvisvar við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór. Það má finna alla umfjöllunina um Valsmenn og stöðu þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan - Valur óstöðvandi?
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira