Fótbolti

Viðar aftur til Vålerenga: „Örninn er lentur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson hefur leikið 26 landsleiki og skorað þrjú mörk.
Viðar Örn Kjartansson hefur leikið 26 landsleiki og skorað þrjú mörk. vísir/bára

Viðar Örn Kjartansson er genginn í raðir Vålerenga á nýjan leik. Hann lék með liðinu 2014 og varð þá markahæstur í norsku úrvalsdeildinni.

Selfyssingurinn skrifaði undir þriggja ára samning við Vålerenga sem er í 5. sæti norsku deildarinnar með 26 stig eftir fimmtán leiki.

Viðar, sem er þrítugur, yfirgaf Yeni Malatyaspor í Tyrklandi á dögunum. Hann lék með liðinu á láni frá rússneska liðinu Rostov.

Vålerenga var fyrsta félagið sem Viðar lék með í atvinnumennsku. Hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum fyrir liðið í norsku deildinni og sex mörk í fjórum bikarleikjum.

Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur Viðar leikið í Noregi, Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×