Fjöldi salmonellusmita í íslenskum kjúklingabúum setji háa tolla í annað ljós Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 14:00 Ólafur Stephensen. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðustu tólf mánuðum hafi Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst ein slík tilkynning frá matvælastofnuninni í Danmörku og er framleiðslan þó miklu meiri þar í landi. Sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun staðfesti að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns á salmonellu hafi fjölgað frá síðasta ári. Framkvæmdastjóri Matfugls sagði meira en tíu ár síðan sojamjöl hafi borist til landsins sem valdi sýkingu og enn sé verið að glíma við afleiðingar þess. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta sýna mun stærra vandamál hér á landi en í Danmörku. „Þetta setur umræðuna um matvælaöryggi í annað ljós en hún hefur oft verið í. Því hefur gjarnan verið haldið að okkur að íslenskar búvörur séu einstakar hvað varðar hreinleika og heilbrigði - og það réttlæti að settar séu hömlur á búvörur.“ Ólafur segir nær allan kjúkling sem fluttan er inn koma frá Danmörku. Innflytjendur velji danska kjúklinginn því Danmörk hafi náð góðum árangri í baráttunni við salmonellu. „Sá kjúklingur er vottaður salmonellufrír eftir sýnatökur þannig að áhætta manna að krækja sér í salmonellu er í raun miklu minni ef danskur kjúklingur er keyptur út í búð en íslenskur.“ Ólafur segir ágætt framboð af frosnum dönskum kjúklingi á markaði. „En það eru hins vegar of háir tollar á honum að okkar mati og ef hann væri ódýrari væri íslenski kjúklingurinn líklega ódýrari líka,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Kjúklingakjöt var innkallað níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó búa sextán sinnum fleiri í Danmörku en á Íslandi. 27. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðustu tólf mánuðum hafi Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst ein slík tilkynning frá matvælastofnuninni í Danmörku og er framleiðslan þó miklu meiri þar í landi. Sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun staðfesti að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns á salmonellu hafi fjölgað frá síðasta ári. Framkvæmdastjóri Matfugls sagði meira en tíu ár síðan sojamjöl hafi borist til landsins sem valdi sýkingu og enn sé verið að glíma við afleiðingar þess. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta sýna mun stærra vandamál hér á landi en í Danmörku. „Þetta setur umræðuna um matvælaöryggi í annað ljós en hún hefur oft verið í. Því hefur gjarnan verið haldið að okkur að íslenskar búvörur séu einstakar hvað varðar hreinleika og heilbrigði - og það réttlæti að settar séu hömlur á búvörur.“ Ólafur segir nær allan kjúkling sem fluttan er inn koma frá Danmörku. Innflytjendur velji danska kjúklinginn því Danmörk hafi náð góðum árangri í baráttunni við salmonellu. „Sá kjúklingur er vottaður salmonellufrír eftir sýnatökur þannig að áhætta manna að krækja sér í salmonellu er í raun miklu minni ef danskur kjúklingur er keyptur út í búð en íslenskur.“ Ólafur segir ágætt framboð af frosnum dönskum kjúklingi á markaði. „En það eru hins vegar of háir tollar á honum að okkar mati og ef hann væri ódýrari væri íslenski kjúklingurinn líklega ódýrari líka,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Kjúklingakjöt var innkallað níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó búa sextán sinnum fleiri í Danmörku en á Íslandi. 27. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Kjúklingakjöt var innkallað níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó búa sextán sinnum fleiri í Danmörku en á Íslandi. 27. ágúst 2020 19:30