Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrist. Rætt verður við manninn í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Horfa má fréttirnar hér.

Einnig verður fjallað um óverðtryggð fasteignalán en mikil fjölgun þeirra gæti gert það að verkum að Seðlabankinn þurfi ekki að grípa til eins harkalegra vaxtahækkana og áður þekktist.

Í fréttatímanum skoðum við hótelherbergi sem breytast í stúdentaíbúðir, ræðum við samgönguráðherra um Sundabraut og fylgjumst með krökkum í Smáraskóla sem ganga Laugaveginn þessa dagana.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×