Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2020 12:00 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft umtalsverðar breytingar í för með sér. Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard, segir stjórnvöld þurfa að tryggja að ekki verði gengið of langt í að skerða frelsi borgaranna. Vísir/Vilhelm Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi fólks. Hann óttast að fólk hætti að fara eftir reglunum ef gengið er of langt í aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í grein sem Jón Ívar skrifar í Morgunblaðið í dag. Hann telur Íslendingum hafa tekist vel til í baráttunni við veiruna, þá sérstaklega með aðstoð þríeykisins, Kára Stefánssonar og Íslenskrar erfðagreiningar og heilbrigðisstarfsfólks um allt land. Ákvarðanatökur hafi verið að skynsamlegar til þessa en nú sé staðan önnur. Hann segir það hafa verið viðbúið að með opnun landamæranna þann 15. júní myndu koma upp hópsmit hér innanlands. Þó þyrfti að taka tillit til þess að enginn hefði látist í annarri bylgju faraldursins hér á landi, rúmlega 200 hefðu smitast og færri þyrftu að leggjast inn á sjúkrahús. „Líklegasta skýringin á vægari einkennum er að nú eru yngri einstaklingar að sýkjast, en þeim farnast mun betur en þeim sem eru eldri eða með undirliggjandi sjúkdóma,“ skrifar Jón Ívar. Dánartíðnin sé lág hér á landi en hún sé enn lægri ef tekið sé mið af mótefnamælingum, þar sem 1,3 prósent landsmanna hefðu myndað mótefni. „Sem er reyndar vanmat þar sem ekki allir sem smitast mælast með mótefni.“ Dánarlíkur 1/500 Jón Ívar fer yfir dánarlíkur þeirra sem greinast með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 hér á landi og setur þær í samhengi við aðrar mögulegar dánarorsakir. Þannig séu líkurnar á því að deyja vegna kórónuveirusmits hér á landi 1/500. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Til að setja þetta í samhengi eru ævilíkur á að deyja af hjarta- og æðasjúkdómi u.þ.b. 1/7, í bílslysi 1/114 og sem gangandi vegfarandi 1/647,“ skrifar Jón Ívar en bendir á að dánarlíkur séu einstaklingsbundnar. Þær megi þó reikna út hér. Hann segir baráttuna við farsóttina þó ekki aðeins snúast um dauðsföll heldur einnig aðra afleidda kvilla. Hann sé því ekki að gera lítið úr kórónuveirufaraldrinum en telur umræðu fjölmiðla vera til þess fallna að ala á ótta. Neikvæðu fréttirnar séu mun fleiri en þær jákvæðu. „Til dæmis voru viðbrögð vegna faraldursins vestra ekki til fyrirmyndar og Covid hefur í raun brunnið þar í gegn eins og sinueldur. En, án þess að það fari hátt í fjölmiðlum, þá hefur tilfellum í Bandaríkjunum farið fækkandi og lífið hér úti gengur almennt sinn vanagang.“ Jón Ívar segir fólk þurfa að búa sig undir það að lifa með veirunni í einhvern tíma, enda sé ekki hægt að segja til um hvenær bóluefni verði tilbúið og þá hversu áhrifaríkt og öruggt það verði. „Það er óraunhæf útópía að búa í veirufríu landi því það er ekki hægt að loka veiruna úti til lengdar eins og nýleg dæmi frá Færeyjum og Nýja-Sjálandi sanna. Það er skynsamlegra að gæta meðalhófs og vernda lýðheilsu, og þá sérstaklega að vernda viðkvæma hópa, en jafnframt að hlúa að frelsi einstaklinga og finna leiðir til að lágmarka skaðann fyrir alla.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm innanlandssmit og tvö virk á landamærunum Fimm innanlandssmit greindust í gær og voru öll þau sem greindust í sóttkví. 29. ágúst 2020 10:59 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi fólks. Hann óttast að fólk hætti að fara eftir reglunum ef gengið er of langt í aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í grein sem Jón Ívar skrifar í Morgunblaðið í dag. Hann telur Íslendingum hafa tekist vel til í baráttunni við veiruna, þá sérstaklega með aðstoð þríeykisins, Kára Stefánssonar og Íslenskrar erfðagreiningar og heilbrigðisstarfsfólks um allt land. Ákvarðanatökur hafi verið að skynsamlegar til þessa en nú sé staðan önnur. Hann segir það hafa verið viðbúið að með opnun landamæranna þann 15. júní myndu koma upp hópsmit hér innanlands. Þó þyrfti að taka tillit til þess að enginn hefði látist í annarri bylgju faraldursins hér á landi, rúmlega 200 hefðu smitast og færri þyrftu að leggjast inn á sjúkrahús. „Líklegasta skýringin á vægari einkennum er að nú eru yngri einstaklingar að sýkjast, en þeim farnast mun betur en þeim sem eru eldri eða með undirliggjandi sjúkdóma,“ skrifar Jón Ívar. Dánartíðnin sé lág hér á landi en hún sé enn lægri ef tekið sé mið af mótefnamælingum, þar sem 1,3 prósent landsmanna hefðu myndað mótefni. „Sem er reyndar vanmat þar sem ekki allir sem smitast mælast með mótefni.“ Dánarlíkur 1/500 Jón Ívar fer yfir dánarlíkur þeirra sem greinast með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 hér á landi og setur þær í samhengi við aðrar mögulegar dánarorsakir. Þannig séu líkurnar á því að deyja vegna kórónuveirusmits hér á landi 1/500. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Til að setja þetta í samhengi eru ævilíkur á að deyja af hjarta- og æðasjúkdómi u.þ.b. 1/7, í bílslysi 1/114 og sem gangandi vegfarandi 1/647,“ skrifar Jón Ívar en bendir á að dánarlíkur séu einstaklingsbundnar. Þær megi þó reikna út hér. Hann segir baráttuna við farsóttina þó ekki aðeins snúast um dauðsföll heldur einnig aðra afleidda kvilla. Hann sé því ekki að gera lítið úr kórónuveirufaraldrinum en telur umræðu fjölmiðla vera til þess fallna að ala á ótta. Neikvæðu fréttirnar séu mun fleiri en þær jákvæðu. „Til dæmis voru viðbrögð vegna faraldursins vestra ekki til fyrirmyndar og Covid hefur í raun brunnið þar í gegn eins og sinueldur. En, án þess að það fari hátt í fjölmiðlum, þá hefur tilfellum í Bandaríkjunum farið fækkandi og lífið hér úti gengur almennt sinn vanagang.“ Jón Ívar segir fólk þurfa að búa sig undir það að lifa með veirunni í einhvern tíma, enda sé ekki hægt að segja til um hvenær bóluefni verði tilbúið og þá hversu áhrifaríkt og öruggt það verði. „Það er óraunhæf útópía að búa í veirufríu landi því það er ekki hægt að loka veiruna úti til lengdar eins og nýleg dæmi frá Færeyjum og Nýja-Sjálandi sanna. Það er skynsamlegra að gæta meðalhófs og vernda lýðheilsu, og þá sérstaklega að vernda viðkvæma hópa, en jafnframt að hlúa að frelsi einstaklinga og finna leiðir til að lágmarka skaðann fyrir alla.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm innanlandssmit og tvö virk á landamærunum Fimm innanlandssmit greindust í gær og voru öll þau sem greindust í sóttkví. 29. ágúst 2020 10:59 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Fimm innanlandssmit og tvö virk á landamærunum Fimm innanlandssmit greindust í gær og voru öll þau sem greindust í sóttkví. 29. ágúst 2020 10:59
„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12
Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09