Nik Chamberlain: Við eigum bestu stuðningsmennina í þessari deild Ísak Hallmundarson skrifar 29. ágúst 2020 18:22 Nik Chamberlain, þjálfari meistaraflokks Þróttar. Mynd/Þróttur Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar var mjög ánægður eftir sigur hjá sínum stelpum á Fylki á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í dag. „Þetta var frábært. Þetta var algjörlega það sem stelpurnar áttu skilið í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við yfirspiluðum þær á öllum stöðum vallarins. Svo vörðumst við vel það sem eftir lifði leiks og fengum kannski smá heppni með okkur í lið líka eins og þegar við björguðum á marklínu ásamt nokkrum öðrum atvikum. En stelpurnar mínar áttu þetta fyllilega skilið í dag eftir það sem við erum búnar að leggja á okkur bæði í leikinn í dag og undanfarnar vikur,“ sagði Nik glaður í bragði í leikslok. Þessi leikur og þessi þrjú stig eru Þrótturum afar mikilvæg. Þau gefa nýliðunum von um að liðið geti haldið sér áfram í deildi þeirra bestu. „Ef við höldum áfram að spila eins og við spiluðum í dag þá eigum við góðan möguleika á að halda okkur í deildinni. Við eigum 5 heimaleiki eftir og ef við getum sýnt sama viljann og sjálfstraustið í þessum næstu leikjum og við gerðum í dag þá eigum við mjög góðan möguleika,“ sagði Nik aðspurður um möguleika Þróttar að forðast fall úr deildinni. Í gærkvöldi tilkynntu yfirvöld að áhorfendum yrði aftur hleypt á íþróttaviðburði með ákveðnum takmörkunum. 90 áhorfendur mættu á Eimskipsvöllinn í dag og heimaliðið fékk mikinn stuðning úr stúkunni. Nik var spurður hvort það hafi skipt einhverju máli í dag. „Ég held það. Ég sagði fyrir leikinn að við eigum bestu stuðningsmennina í þessari deild. Stuðningsmennirnir okkar styðja stelpurnar stanslaust áfram og það hjálpar klárlega að hafa þá sem okkar tólfta leikmann,“ sagði Nik Chamberlain að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar var mjög ánægður eftir sigur hjá sínum stelpum á Fylki á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í dag. „Þetta var frábært. Þetta var algjörlega það sem stelpurnar áttu skilið í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við yfirspiluðum þær á öllum stöðum vallarins. Svo vörðumst við vel það sem eftir lifði leiks og fengum kannski smá heppni með okkur í lið líka eins og þegar við björguðum á marklínu ásamt nokkrum öðrum atvikum. En stelpurnar mínar áttu þetta fyllilega skilið í dag eftir það sem við erum búnar að leggja á okkur bæði í leikinn í dag og undanfarnar vikur,“ sagði Nik glaður í bragði í leikslok. Þessi leikur og þessi þrjú stig eru Þrótturum afar mikilvæg. Þau gefa nýliðunum von um að liðið geti haldið sér áfram í deildi þeirra bestu. „Ef við höldum áfram að spila eins og við spiluðum í dag þá eigum við góðan möguleika á að halda okkur í deildinni. Við eigum 5 heimaleiki eftir og ef við getum sýnt sama viljann og sjálfstraustið í þessum næstu leikjum og við gerðum í dag þá eigum við mjög góðan möguleika,“ sagði Nik aðspurður um möguleika Þróttar að forðast fall úr deildinni. Í gærkvöldi tilkynntu yfirvöld að áhorfendum yrði aftur hleypt á íþróttaviðburði með ákveðnum takmörkunum. 90 áhorfendur mættu á Eimskipsvöllinn í dag og heimaliðið fékk mikinn stuðning úr stúkunni. Nik var spurður hvort það hafi skipt einhverju máli í dag. „Ég held það. Ég sagði fyrir leikinn að við eigum bestu stuðningsmennina í þessari deild. Stuðningsmennirnir okkar styðja stelpurnar stanslaust áfram og það hjálpar klárlega að hafa þá sem okkar tólfta leikmann,“ sagði Nik Chamberlain að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira