Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 30. ágúst 2020 21:01 Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá Sameind. Vísir Rannsóknarstofan Sameind í Glæsibæ er eina einkarekna fyrirtækið sem hefur heimild til þess að mótefnamæla fyrir Covid19. Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá fyrirtækinu, en mælingin kostar um fjögur þúsund krónur og ekki er þörf á að panta tíma. Um átta prósent þeirra sem leitað hafa til Sameindar hafa greinst með mótefni við Covid19. „Við fundum að það er mikill áhugi í samfélaginu til þess að gera þetta og það er í rauninni mikilvægt að gera þetta vegna þess að einstaklingar sem greinast hjá okkur, þeir geta þá fengið vottorð þess efnis. Þegar þeir eru að koma til landsins geta þá framvísað slíku skírteini og þurfa þá ekki að fara í sóttkví,“ segir Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræðum. Sturla segir upplýsingarnar geta gagnast fólki vel auk þess sem þær hjálpi til við að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Allar niðurstöður séu afhentar landlæknisembættinu. „Það segir kannski ekki til um algengi Covid-19, því þetta er svolítið skekkt úrtak sem kemur hingað – það eru frekar einstaklingar sem hafa veikst. Þetta er líka mikilvægt fyrir til dæmis fyrirtæki sem eru að spyrja okkur mikið út í þetta. Það er mikilvægt fyrir fyrirtækin að vita hvaða starfsmenn hafa veikst, vegna þess að ef að það kemur síðan upp sýking í fyrirtækinu þá þurfa þessir starfsmenn ekki að fara í sóttkví.“ Oddur Ævar og Alexandra Ýr reyndust bæði vera með mótefni.Vísir/Arnar Neitað um sýnatöku en reyndust hafa fengið veiruna Par sem veiktist í vor en var neitað um sýnatöku í tvígang, fékk nýverið að vita að það væri með mótefni, og hefði þar af leiðandi verið með Covid. „Okkur var sagt að það væru ýmsar flensur í gangi, þannig við héldum að þetta væri flensa sem við hefðum fengið í mars,“ segir Oddur Ævar Gunnarsson. „Svo lenti ég í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu og fór í það ferli og þá komst ég að því að ég hafði verið með Covid,“ segir Alexandra Ýr van Erven. Þau segja að það hefði verið gott að vita þetta fyrr til að komast hjá sóttkví á dögunum, en að á sama tíma sé þeim létt að vita að þau séu komin með mótefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08 Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Rannsóknarstofan Sameind í Glæsibæ er eina einkarekna fyrirtækið sem hefur heimild til þess að mótefnamæla fyrir Covid19. Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá fyrirtækinu, en mælingin kostar um fjögur þúsund krónur og ekki er þörf á að panta tíma. Um átta prósent þeirra sem leitað hafa til Sameindar hafa greinst með mótefni við Covid19. „Við fundum að það er mikill áhugi í samfélaginu til þess að gera þetta og það er í rauninni mikilvægt að gera þetta vegna þess að einstaklingar sem greinast hjá okkur, þeir geta þá fengið vottorð þess efnis. Þegar þeir eru að koma til landsins geta þá framvísað slíku skírteini og þurfa þá ekki að fara í sóttkví,“ segir Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræðum. Sturla segir upplýsingarnar geta gagnast fólki vel auk þess sem þær hjálpi til við að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Allar niðurstöður séu afhentar landlæknisembættinu. „Það segir kannski ekki til um algengi Covid-19, því þetta er svolítið skekkt úrtak sem kemur hingað – það eru frekar einstaklingar sem hafa veikst. Þetta er líka mikilvægt fyrir til dæmis fyrirtæki sem eru að spyrja okkur mikið út í þetta. Það er mikilvægt fyrir fyrirtækin að vita hvaða starfsmenn hafa veikst, vegna þess að ef að það kemur síðan upp sýking í fyrirtækinu þá þurfa þessir starfsmenn ekki að fara í sóttkví.“ Oddur Ævar og Alexandra Ýr reyndust bæði vera með mótefni.Vísir/Arnar Neitað um sýnatöku en reyndust hafa fengið veiruna Par sem veiktist í vor en var neitað um sýnatöku í tvígang, fékk nýverið að vita að það væri með mótefni, og hefði þar af leiðandi verið með Covid. „Okkur var sagt að það væru ýmsar flensur í gangi, þannig við héldum að þetta væri flensa sem við hefðum fengið í mars,“ segir Oddur Ævar Gunnarsson. „Svo lenti ég í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu og fór í það ferli og þá komst ég að því að ég hafði verið með Covid,“ segir Alexandra Ýr van Erven. Þau segja að það hefði verið gott að vita þetta fyrr til að komast hjá sóttkví á dögunum, en að á sama tíma sé þeim létt að vita að þau séu komin með mótefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08 Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08
Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17