Að fá sorgina í heimsókn Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Ég átti afmæli í gær – 29 ára gamall og lífið rétt að taka af stað, að mér finnst í það minnsta. Á afmælisdeginum fer ég oft yfir það hvar ég er staddur og þá sérstaklega andlega. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir lífið, stundina sem líður hverju sinni, og tel mig vera á góðu róli í ferðalaginu mínu. En þrátt fyrir það að þá lendi ég alltaf reglulega á hraðahindrunum. Fyrst óttaðist ég það mjög þegar ég lenti á þessum hraðahindrunum – og sá jafnvel frekar fyrir mér að vegurinn hefði skyndilega endað og ekkert biði mín annað en að detta niður þverhnípið. Detta niður og enda á byrjunarreit. Því fleiri sem hindranirnar hins vegar urðu og því oftar sem ég komst yfir þær, því öruggari varð ég þegar ég lenti á þeim og því sannfærðari varð ég um að ég væri á góðri leið. Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu. Eftir að hafa farið yfir allar þessar hraðahindranir sem hafa orðið í vegi mínum hef ég lært að þær eru ofboðslega mikilvægar. Þær hægja á mér og gefa mér tækifæri til þess að staldra við og átta mig á því hvað raunverulega er að gerast. Og í gær að þá áttaði ég mig á því að sorgin hafði komið í heimsókn. Sorgin heimsækir okkur öll á þessu ferðalagi sem lífið er. Ástæður heimsóknarinnar eru mismunandi - einhver sem okkur er kærkominn fellur frá, það slitnar upp úr ástarsambandi hjá okkur, við sjálf verðum fyrir persónulegu áfalli og svona gæti ég áfram haldið. En þær eiga það allar sameiginlegt að kærleikur og ást er uppsprettan. Í júlí síðastliðnum féllu frá tvær manneskjur sem tengdust mér báðar, en þó úr ákveðinni fjarlægð. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. Ég sat við tölvuna og hlustaði á fólk sem stóð þessum manneskjum nærri tala um allar þær góðu minningar sem það hafði safnað í gegnum árin, en á sama tíma sá ég sorgina í augum þess og þeirra sem á bekkjunum sátu. Viðbrög mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan. Ég myndi aldrei ná andanum. Síðast þegar ég hleypti sorginni inn að þá hélt ég að hún færi aldrei aftur út. Hún hélt mér heljargreipum. Ég fann fyrir tómleika og vonleysi – það vantaði svo mikið inn í líf mitt. Lífið yrði aldrei aftur eins og ég myndi aldrei komast í gegnum þetta – og það besta, og það eina, í stöðunni væri að ná að útrýma sorginni. Að finna aldrei aftur fyrir sorg. Af hverju ætti maður nokkurn tímann að vilja finna fyrir sorg? Í gærmorgun þegar ég vaknaði og vissi að fjölskyldan mín væri nú þegar komin til Þýskalands að þá fann ég fyrir þessum tómleika. Allt í einu leið mér eins og það vantaði svo mikið, þrátt fyrir að vera umkringdur góðum vinum og fjölskyldu hér á Íslandi líka. Þessi tilfinning fylgdi mér yfir daginn þar til ég áttaði mig á því að ég var á leiðinni yfir enn eina hraðahindrunina. Ég staldraði við, þakkaði fyrir tækifærið og skoðaði hvað var raunverulega að gerast. Og þá sá ég að viðhorf mitt gagnvart sorginni væri ekki heilbrigt. Að það væri ekki að hjálpa mér. Ég hræddist sorgina og leyfði henni að stjórna mér. Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn. Ef við viljum útrýma sorginni að þá þyrftum við á sama tíma að útrýma ástinni og kærleikanum. Ef við viljum aldrei finna fyrir sorg, að þá getum við heldur aldrei elskað. Þess vegna hætti ég ekki að horfa á jarðarfarirnar. Af því að þrátt fyrir alla þessa sorg að þá var samt svo mikil fegurð – það var svo mikil ást og kærleikur í augum allra sem skein mikið skærar en sorgin. Og þess vegna er ég þakklátur fyrir það að afmælisdagurinn hafi verið erfiður á vissan hátt – af því að það sagði mér að ég er umkringdur af fólki sem mér þykir vænt um. Tíminn er ekki það sem er dýrmætt við þetta líf, heldur er það stundin sem líður hverju sinni sem er svo dýrmæt. Því meiri orku sem við setjum í fortíð og framtíð, því oftar missum við af því sem er að gerast núna – sem er það mikilvægasta af öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli í gær – 29 ára gamall og lífið rétt að taka af stað, að mér finnst í það minnsta. Á afmælisdeginum fer ég oft yfir það hvar ég er staddur og þá sérstaklega andlega. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir lífið, stundina sem líður hverju sinni, og tel mig vera á góðu róli í ferðalaginu mínu. En þrátt fyrir það að þá lendi ég alltaf reglulega á hraðahindrunum. Fyrst óttaðist ég það mjög þegar ég lenti á þessum hraðahindrunum – og sá jafnvel frekar fyrir mér að vegurinn hefði skyndilega endað og ekkert biði mín annað en að detta niður þverhnípið. Detta niður og enda á byrjunarreit. Því fleiri sem hindranirnar hins vegar urðu og því oftar sem ég komst yfir þær, því öruggari varð ég þegar ég lenti á þeim og því sannfærðari varð ég um að ég væri á góðri leið. Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu. Eftir að hafa farið yfir allar þessar hraðahindranir sem hafa orðið í vegi mínum hef ég lært að þær eru ofboðslega mikilvægar. Þær hægja á mér og gefa mér tækifæri til þess að staldra við og átta mig á því hvað raunverulega er að gerast. Og í gær að þá áttaði ég mig á því að sorgin hafði komið í heimsókn. Sorgin heimsækir okkur öll á þessu ferðalagi sem lífið er. Ástæður heimsóknarinnar eru mismunandi - einhver sem okkur er kærkominn fellur frá, það slitnar upp úr ástarsambandi hjá okkur, við sjálf verðum fyrir persónulegu áfalli og svona gæti ég áfram haldið. En þær eiga það allar sameiginlegt að kærleikur og ást er uppsprettan. Í júlí síðastliðnum féllu frá tvær manneskjur sem tengdust mér báðar, en þó úr ákveðinni fjarlægð. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. Ég sat við tölvuna og hlustaði á fólk sem stóð þessum manneskjum nærri tala um allar þær góðu minningar sem það hafði safnað í gegnum árin, en á sama tíma sá ég sorgina í augum þess og þeirra sem á bekkjunum sátu. Viðbrög mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan. Ég myndi aldrei ná andanum. Síðast þegar ég hleypti sorginni inn að þá hélt ég að hún færi aldrei aftur út. Hún hélt mér heljargreipum. Ég fann fyrir tómleika og vonleysi – það vantaði svo mikið inn í líf mitt. Lífið yrði aldrei aftur eins og ég myndi aldrei komast í gegnum þetta – og það besta, og það eina, í stöðunni væri að ná að útrýma sorginni. Að finna aldrei aftur fyrir sorg. Af hverju ætti maður nokkurn tímann að vilja finna fyrir sorg? Í gærmorgun þegar ég vaknaði og vissi að fjölskyldan mín væri nú þegar komin til Þýskalands að þá fann ég fyrir þessum tómleika. Allt í einu leið mér eins og það vantaði svo mikið, þrátt fyrir að vera umkringdur góðum vinum og fjölskyldu hér á Íslandi líka. Þessi tilfinning fylgdi mér yfir daginn þar til ég áttaði mig á því að ég var á leiðinni yfir enn eina hraðahindrunina. Ég staldraði við, þakkaði fyrir tækifærið og skoðaði hvað var raunverulega að gerast. Og þá sá ég að viðhorf mitt gagnvart sorginni væri ekki heilbrigt. Að það væri ekki að hjálpa mér. Ég hræddist sorgina og leyfði henni að stjórna mér. Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn. Ef við viljum útrýma sorginni að þá þyrftum við á sama tíma að útrýma ástinni og kærleikanum. Ef við viljum aldrei finna fyrir sorg, að þá getum við heldur aldrei elskað. Þess vegna hætti ég ekki að horfa á jarðarfarirnar. Af því að þrátt fyrir alla þessa sorg að þá var samt svo mikil fegurð – það var svo mikil ást og kærleikur í augum allra sem skein mikið skærar en sorgin. Og þess vegna er ég þakklátur fyrir það að afmælisdagurinn hafi verið erfiður á vissan hátt – af því að það sagði mér að ég er umkringdur af fólki sem mér þykir vænt um. Tíminn er ekki það sem er dýrmætt við þetta líf, heldur er það stundin sem líður hverju sinni sem er svo dýrmæt. Því meiri orku sem við setjum í fortíð og framtíð, því oftar missum við af því sem er að gerast núna – sem er það mikilvægasta af öllu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun