Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 14:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi, fyrst innanlands. Vísaði hann máli sínu til stuðnings í þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna í dag. Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra um veiruaðgerðir verði birt. Núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra gildir til 10. september næstkomandi. Þórólfur benti jafnframt á að við þyrftum að vera viðbúin því að fólk greinist áfram með veiruna hér á landi. Þá séu aðgerðir hér síður en svo harðari en í öðrum löndum og halda þurfi áfram skimun á landamærum. Nokkurrar óánægju hefur gætt um það fyrirkomulag, einkum úr röðum ferðaþjónustunnar. Í framhaldi af tilslökunum innanlands sagði Þórólfur að e.t.v. verði hægt að slaka á aðgerðum við landamærin en stíga þurfi mjög varlega til jarðar til að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hingað til lands. Þórólfur lagði jafnframt áherslu á að núverandi fyrirkomulag á landamærum, þ.e. skimun við komu til landsins, nokkurra daga sóttkví og seinni skimun, hafi skilað árangri. Það sé aðgerðum stjórnvalda að þakka að veiran sé ekki alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi um þessar mundir. Frá 15. júní hafi rúmlega 90 greinst með veiruna við landamærin sem þýði að tekist hafi að koma í veg fyrir að þetta fólk dreifði veirunni í samfélaginu. Þá hafi fleiri greinst í seinni sýnatöku en Þórólfur bjóst við í fyrstu, eða 14 manns. Það sýni að sú aðgerði beri árangur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi, fyrst innanlands. Vísaði hann máli sínu til stuðnings í þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna í dag. Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra um veiruaðgerðir verði birt. Núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra gildir til 10. september næstkomandi. Þórólfur benti jafnframt á að við þyrftum að vera viðbúin því að fólk greinist áfram með veiruna hér á landi. Þá séu aðgerðir hér síður en svo harðari en í öðrum löndum og halda þurfi áfram skimun á landamærum. Nokkurrar óánægju hefur gætt um það fyrirkomulag, einkum úr röðum ferðaþjónustunnar. Í framhaldi af tilslökunum innanlands sagði Þórólfur að e.t.v. verði hægt að slaka á aðgerðum við landamærin en stíga þurfi mjög varlega til jarðar til að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hingað til lands. Þórólfur lagði jafnframt áherslu á að núverandi fyrirkomulag á landamærum, þ.e. skimun við komu til landsins, nokkurra daga sóttkví og seinni skimun, hafi skilað árangri. Það sé aðgerðum stjórnvalda að þakka að veiran sé ekki alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi um þessar mundir. Frá 15. júní hafi rúmlega 90 greinst með veiruna við landamærin sem þýði að tekist hafi að koma í veg fyrir að þetta fólk dreifði veirunni í samfélaginu. Þá hafi fleiri greinst í seinni sýnatöku en Þórólfur bjóst við í fyrstu, eða 14 manns. Það sýni að sú aðgerði beri árangur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01
Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04