Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 15:18 Herjólfur. Vísir/vilhelm Öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar ná til allra starfsmanna fyrirtækisins í öllum deildum þess. Í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. sem send var fjölmiðlum seint á fjórða tímanum í dag segir að þann 20. ágúst hafi félagið byrjað ferli að hópuppsögn allra starfsmanna. Á þeim tímapunkti hafi endanleg niðurstaða þó ekki legið fyrir. Það hafi ekki verið fyrr en í dag, 31. ágúst, að stjórn Herjólfs tók „þá sársaukafullu ákvörðun“ að segja öllum starfsmönnum upp. „Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir missa vinnuna í uppsögnum dagsins en samkvæmt starfsmannalista á heimasíðu Herjólfs starfa hátt í sextíu manns hjá fyrirtækinu. Kórónuveira og meintar vanefndir ríkisins Í tilkynningu eru áhrif kórónuveirunnar á reksturinn sögð ein ástæðan að baki uppsögnunum. Ekki liggi heldur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að „bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.“ „Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja,“ segir í tilkynningu Herjólfs ohf. Þá sé vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er. Ekki hefur náðst í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra Herjólfs vegna málsins í dag. Í frétt Eyjafrétta um málið segir að tilkynnt hafi verið um uppsagnir starfsmanna á starfsmannafundi Herjólfs ohf. sem lauk nú síðdegis. Þá hafi starfsfólkið þriggja mánaða uppsagnarfrest og Herjólfur muni því sigla með óbreyttu sniði til 1. desember. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur verið rekin með miklu tapi undanfarin misseri, einkum vegna kórónuveirufaraldursins. Greint var frá því í Morgunblaðinu um helgina að Herjólfur ohf. hafi gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Fréttin hefur verið uppfærð. Herjólfur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar ná til allra starfsmanna fyrirtækisins í öllum deildum þess. Í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. sem send var fjölmiðlum seint á fjórða tímanum í dag segir að þann 20. ágúst hafi félagið byrjað ferli að hópuppsögn allra starfsmanna. Á þeim tímapunkti hafi endanleg niðurstaða þó ekki legið fyrir. Það hafi ekki verið fyrr en í dag, 31. ágúst, að stjórn Herjólfs tók „þá sársaukafullu ákvörðun“ að segja öllum starfsmönnum upp. „Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir missa vinnuna í uppsögnum dagsins en samkvæmt starfsmannalista á heimasíðu Herjólfs starfa hátt í sextíu manns hjá fyrirtækinu. Kórónuveira og meintar vanefndir ríkisins Í tilkynningu eru áhrif kórónuveirunnar á reksturinn sögð ein ástæðan að baki uppsögnunum. Ekki liggi heldur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að „bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.“ „Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja,“ segir í tilkynningu Herjólfs ohf. Þá sé vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er. Ekki hefur náðst í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra Herjólfs vegna málsins í dag. Í frétt Eyjafrétta um málið segir að tilkynnt hafi verið um uppsagnir starfsmanna á starfsmannafundi Herjólfs ohf. sem lauk nú síðdegis. Þá hafi starfsfólkið þriggja mánaða uppsagnarfrest og Herjólfur muni því sigla með óbreyttu sniði til 1. desember. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur verið rekin með miklu tapi undanfarin misseri, einkum vegna kórónuveirufaraldursins. Greint var frá því í Morgunblaðinu um helgina að Herjólfur ohf. hafi gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Fréttin hefur verið uppfærð.
Herjólfur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51