Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 15:18 Herjólfur. Vísir/vilhelm Öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar ná til allra starfsmanna fyrirtækisins í öllum deildum þess. Í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. sem send var fjölmiðlum seint á fjórða tímanum í dag segir að þann 20. ágúst hafi félagið byrjað ferli að hópuppsögn allra starfsmanna. Á þeim tímapunkti hafi endanleg niðurstaða þó ekki legið fyrir. Það hafi ekki verið fyrr en í dag, 31. ágúst, að stjórn Herjólfs tók „þá sársaukafullu ákvörðun“ að segja öllum starfsmönnum upp. „Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir missa vinnuna í uppsögnum dagsins en samkvæmt starfsmannalista á heimasíðu Herjólfs starfa hátt í sextíu manns hjá fyrirtækinu. Kórónuveira og meintar vanefndir ríkisins Í tilkynningu eru áhrif kórónuveirunnar á reksturinn sögð ein ástæðan að baki uppsögnunum. Ekki liggi heldur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að „bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.“ „Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja,“ segir í tilkynningu Herjólfs ohf. Þá sé vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er. Ekki hefur náðst í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra Herjólfs vegna málsins í dag. Í frétt Eyjafrétta um málið segir að tilkynnt hafi verið um uppsagnir starfsmanna á starfsmannafundi Herjólfs ohf. sem lauk nú síðdegis. Þá hafi starfsfólkið þriggja mánaða uppsagnarfrest og Herjólfur muni því sigla með óbreyttu sniði til 1. desember. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur verið rekin með miklu tapi undanfarin misseri, einkum vegna kórónuveirufaraldursins. Greint var frá því í Morgunblaðinu um helgina að Herjólfur ohf. hafi gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Fréttin hefur verið uppfærð. Herjólfur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar ná til allra starfsmanna fyrirtækisins í öllum deildum þess. Í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. sem send var fjölmiðlum seint á fjórða tímanum í dag segir að þann 20. ágúst hafi félagið byrjað ferli að hópuppsögn allra starfsmanna. Á þeim tímapunkti hafi endanleg niðurstaða þó ekki legið fyrir. Það hafi ekki verið fyrr en í dag, 31. ágúst, að stjórn Herjólfs tók „þá sársaukafullu ákvörðun“ að segja öllum starfsmönnum upp. „Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir missa vinnuna í uppsögnum dagsins en samkvæmt starfsmannalista á heimasíðu Herjólfs starfa hátt í sextíu manns hjá fyrirtækinu. Kórónuveira og meintar vanefndir ríkisins Í tilkynningu eru áhrif kórónuveirunnar á reksturinn sögð ein ástæðan að baki uppsögnunum. Ekki liggi heldur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að „bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.“ „Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja,“ segir í tilkynningu Herjólfs ohf. Þá sé vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er. Ekki hefur náðst í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra Herjólfs vegna málsins í dag. Í frétt Eyjafrétta um málið segir að tilkynnt hafi verið um uppsagnir starfsmanna á starfsmannafundi Herjólfs ohf. sem lauk nú síðdegis. Þá hafi starfsfólkið þriggja mánaða uppsagnarfrest og Herjólfur muni því sigla með óbreyttu sniði til 1. desember. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur verið rekin með miklu tapi undanfarin misseri, einkum vegna kórónuveirufaraldursins. Greint var frá því í Morgunblaðinu um helgina að Herjólfur ohf. hafi gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Fréttin hefur verið uppfærð.
Herjólfur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51