Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2020 16:05 Sigrún Helga Lund gat ekki horft upp á hóp manna ganga í skrokk á liggjandi manni. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur vakið mikla athygli eftir að myndband af svæsnum hópslagsmálum á Laugavegi nú um helgina brutust út. Þar má sjá hvar hún hleypur inn í þvöguna og leysir slagsmálin upp. „Maður getur ekki setið inni og drukkið bjór þegar maður sér sparkað í höfuðið á liggjandi manni,“ segir Sigrún Helga í samtali við Vísi. Brá þegar hún sá myndbandsupptökuna Eins og fram hefur komið eru umrædd slagsmál verulega harkaleg en málið er nú til rannsóknar. Á meðfylgjandi myndbandsupptöku má sjá tilþrifin sem Sigrún Helga sýnir. Óhætt er að fullyrða að flestir hefðu veigrað sér við því að láta til sín taka við þessar aðstæður og sýna þá dirfsku sem til þarf. Fréttablaðið greindi frá því að kona sem sést þjóta milli slagsmálaseggjanna er Sigrún Helga. Hún er margfaldur Íslands- og Evrópumeistari í brasilísku bardagalistinni Jiu Jitsu og segir spurð ekki fráleitt að telja það hafi hjálpað uppá sakirnar; að hafa til að bera það sjálfstraust sem þarf til að láta til sín taka með þessum hætti. Annars var um nánast ósjálfráð viðbrögð að ræða. „Ég hugsaði ekki mikið. Ég bara hljóp,“ segir Sigrún Helga. Hún segir að sér hafi reyndar brugðið í brún þegar hún svo sá myndbandsupptökuna af atburðinum og áttaði sig á því hversu harkaleg slagsmálin voru. Fékk hálfgert sjokk. Bara kona að detta í fertugt En Sigrún Helga var hvergi smeyk meðan á þessu stóð. Þú bara veður inní hópinn hvergi smeyk? „Já. Ég hef aldrei orðið vitni af svona hópslagsmálum áður. Sá er kannski munurinn. Kannski er auðveldara fyrir konur að hlaupa inni í svona. Ég var aldrei hrædd um að þeir myndu ráðast á mig.“ Sigrún var á Session Craft Bar ásamt vinkonu sinni Kristínu Helgu Karlsdóttur. Eins og segir í Fréttablaðinu sátu þær á næsta borði við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúi Pírata, sem hafði séð slagsmálin út um gluggann. Sigrún Helga ákveðið að skakka leikinn þegar hún sá hóp sparka í liggjandi mann. Í samtali við Vísi hlær Sigrún Helga við spurð hvort hún sé enn að keppa í Jiu Jitsu. „Ég er nú bara kona að detta í fertugt!“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin og viðtal við Sigrúnu Helgu af vettvangi. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur vakið mikla athygli eftir að myndband af svæsnum hópslagsmálum á Laugavegi nú um helgina brutust út. Þar má sjá hvar hún hleypur inn í þvöguna og leysir slagsmálin upp. „Maður getur ekki setið inni og drukkið bjór þegar maður sér sparkað í höfuðið á liggjandi manni,“ segir Sigrún Helga í samtali við Vísi. Brá þegar hún sá myndbandsupptökuna Eins og fram hefur komið eru umrædd slagsmál verulega harkaleg en málið er nú til rannsóknar. Á meðfylgjandi myndbandsupptöku má sjá tilþrifin sem Sigrún Helga sýnir. Óhætt er að fullyrða að flestir hefðu veigrað sér við því að láta til sín taka við þessar aðstæður og sýna þá dirfsku sem til þarf. Fréttablaðið greindi frá því að kona sem sést þjóta milli slagsmálaseggjanna er Sigrún Helga. Hún er margfaldur Íslands- og Evrópumeistari í brasilísku bardagalistinni Jiu Jitsu og segir spurð ekki fráleitt að telja það hafi hjálpað uppá sakirnar; að hafa til að bera það sjálfstraust sem þarf til að láta til sín taka með þessum hætti. Annars var um nánast ósjálfráð viðbrögð að ræða. „Ég hugsaði ekki mikið. Ég bara hljóp,“ segir Sigrún Helga. Hún segir að sér hafi reyndar brugðið í brún þegar hún svo sá myndbandsupptökuna af atburðinum og áttaði sig á því hversu harkaleg slagsmálin voru. Fékk hálfgert sjokk. Bara kona að detta í fertugt En Sigrún Helga var hvergi smeyk meðan á þessu stóð. Þú bara veður inní hópinn hvergi smeyk? „Já. Ég hef aldrei orðið vitni af svona hópslagsmálum áður. Sá er kannski munurinn. Kannski er auðveldara fyrir konur að hlaupa inni í svona. Ég var aldrei hrædd um að þeir myndu ráðast á mig.“ Sigrún var á Session Craft Bar ásamt vinkonu sinni Kristínu Helgu Karlsdóttur. Eins og segir í Fréttablaðinu sátu þær á næsta borði við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúi Pírata, sem hafði séð slagsmálin út um gluggann. Sigrún Helga ákveðið að skakka leikinn þegar hún sá hóp sparka í liggjandi mann. Í samtali við Vísi hlær Sigrún Helga við spurð hvort hún sé enn að keppa í Jiu Jitsu. „Ég er nú bara kona að detta í fertugt!“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin og viðtal við Sigrúnu Helgu af vettvangi. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent