KR-konur koma úr sóttkví og fara beint í bikarleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 15:00 Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk þegar KR spilaði síðast leik í Mjólkurbikarnum þegar liðið var nýkomið úr sóttkví. Vísir/Vilhelm Átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara öll fram á morgun og þar spila KR-konurnar langþráðan leik. Leikmenn úr meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hjá KR losnuðu loksins úr sóttkví í vikunni og verða í eldlínunni á morgun þegar átta liða úrslit Mjólkurbikarsins verða spiluð. KR liðið heimsækir þá FH í Kaplakrika í átta liða úrslitum og getur þar komist í undanúrslit Mjólkurbikarsins annað árið í röð en KR-konur fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. KR vann Tindastóll 1-0 í átta liða úrslitunum í fyrra. FH-konur eru aftur á móti í fyrsta sinn í átta liða úrslitum bikarsins í átta ár eða síðan þær mættu Val sumarið 2012. KR-konur fóru í sóttkví í þriðja sinn í sumar 20. ágúst síðastliðinn og leikurinn á móti FH í bikarnum verður því fyrsti keppnisleikur liðsins í sautján daga eða síðan að KR tapaði naumlega á móti Val 17. ágúst. KR-liðið hafði áður farið í sóttkví eftir að smit kom upp hjá Breiðabliki í júní og svo aftur í byrjun ágúst þegar einstaklingur tengdur liðinu greindist með kórónuveiruna. Nú síðast greindist einn úr starfsliði meistaraflokks kvenna hjá KR með kórónuveiruna og KR-konur voru því enn á ný komnar í sóttkví. Síðan þá hefur þurft að fresta þremur leikjum KR-kvenna í Pepsi Max deildinni eða leikjum á móti Selfossi, Fylki og Breiðabliki. KR-konur byrjuðu líka á bikarleik eftir sóttkvína sína í júní en þær unnu þá 4-1 sigur á Tindastól á Meistaravöllum. Þetta verður annar leikur KR og FH í sumar en KR-konur unnu deildarleik liðanna í Vesturbænum 3-0 í júlí. Leikur FH og KR hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma verður leikur Selfoss og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00. Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30 Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara öll fram á morgun og þar spila KR-konurnar langþráðan leik. Leikmenn úr meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hjá KR losnuðu loksins úr sóttkví í vikunni og verða í eldlínunni á morgun þegar átta liða úrslit Mjólkurbikarsins verða spiluð. KR liðið heimsækir þá FH í Kaplakrika í átta liða úrslitum og getur þar komist í undanúrslit Mjólkurbikarsins annað árið í röð en KR-konur fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. KR vann Tindastóll 1-0 í átta liða úrslitunum í fyrra. FH-konur eru aftur á móti í fyrsta sinn í átta liða úrslitum bikarsins í átta ár eða síðan þær mættu Val sumarið 2012. KR-konur fóru í sóttkví í þriðja sinn í sumar 20. ágúst síðastliðinn og leikurinn á móti FH í bikarnum verður því fyrsti keppnisleikur liðsins í sautján daga eða síðan að KR tapaði naumlega á móti Val 17. ágúst. KR-liðið hafði áður farið í sóttkví eftir að smit kom upp hjá Breiðabliki í júní og svo aftur í byrjun ágúst þegar einstaklingur tengdur liðinu greindist með kórónuveiruna. Nú síðast greindist einn úr starfsliði meistaraflokks kvenna hjá KR með kórónuveiruna og KR-konur voru því enn á ný komnar í sóttkví. Síðan þá hefur þurft að fresta þremur leikjum KR-kvenna í Pepsi Max deildinni eða leikjum á móti Selfossi, Fylki og Breiðabliki. KR-konur byrjuðu líka á bikarleik eftir sóttkvína sína í júní en þær unnu þá 4-1 sigur á Tindastól á Meistaravöllum. Þetta verður annar leikur KR og FH í sumar en KR-konur unnu deildarleik liðanna í Vesturbænum 3-0 í júlí. Leikur FH og KR hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma verður leikur Selfoss og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00.
Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30 Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30
Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30