Emil Hallfreðsson áfram hjá Padova Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 18:45 Emil Hallfreðsson mun leika áfram með Padova á Ítalíu. Hann er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Englandi á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska C-deildarliðsins Padova á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Emil í viðtali við íþróttadeild RÚV í dag. Þrátt fyrir að vera 36 ára gamall þá höfðu þó nokkur lið áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Á endanum ákvað hann þó að vera áfram hjá Padova. Einhver umræða myndaðist í kringum það að Emil væri í landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann segir þá umræðu hafa verið á villigötum. „Ég var með samning til 31.ágúst við Padova, tímabilið lengdist vegna kórónufaraldursins og eðli málsins samkvæmt var samningurinn framlengdur þar sem við vorum í úrslitakeppni. Ég er búinn að vera undanfarna tíu daga bara í undirbúningstímabili með þeim og kem því í góðu standi í þessa landsleiki“ sagði Emil við íþróttadeild RÚV. Padova ætlar sér upp um deild og á Emil að hjálpa liðinu innanvallar sem utan. „Padova er með spennandi verkefni í gangi og vilja fara beint upp. Ég þekki þjálfarann [Andrea Mandorlini] vel og hann lagði mikið kapp á að fá mig þannig það ríkir gríðarlegt traust á milli okkar. Ég á bara eftir að skrifa undir, þeir ætluðu að senda mér samninginn í tölvupósti eða faxi í dag eða á morgun.“ Emil og fjölskyldu líður vel á Ítalíu, enda verið þar í tæp fimmtán ár. Landsliðsmaðurinn skrifar undir áframhaldandi samning við Padova á næstu dögum.https://t.co/kLbUiwBdY5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2020 „Ég fór í smá sumarfrí og það kom áhugi frá tveimur eða þremur öðrum liðum utan Ítalíu en á endanum tók ég ákvörðun fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína að vera áfram hjá Padova. Við erum að fara út á okkar 14 ár á Ítalíu og þetta er bara orðið okkar annað heimili,“ sagði Emil að lokum. Emil verður að öllum líkindum í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Þremur dögum síðar mætir það Belgíu ytra. Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska C-deildarliðsins Padova á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Emil í viðtali við íþróttadeild RÚV í dag. Þrátt fyrir að vera 36 ára gamall þá höfðu þó nokkur lið áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Á endanum ákvað hann þó að vera áfram hjá Padova. Einhver umræða myndaðist í kringum það að Emil væri í landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann segir þá umræðu hafa verið á villigötum. „Ég var með samning til 31.ágúst við Padova, tímabilið lengdist vegna kórónufaraldursins og eðli málsins samkvæmt var samningurinn framlengdur þar sem við vorum í úrslitakeppni. Ég er búinn að vera undanfarna tíu daga bara í undirbúningstímabili með þeim og kem því í góðu standi í þessa landsleiki“ sagði Emil við íþróttadeild RÚV. Padova ætlar sér upp um deild og á Emil að hjálpa liðinu innanvallar sem utan. „Padova er með spennandi verkefni í gangi og vilja fara beint upp. Ég þekki þjálfarann [Andrea Mandorlini] vel og hann lagði mikið kapp á að fá mig þannig það ríkir gríðarlegt traust á milli okkar. Ég á bara eftir að skrifa undir, þeir ætluðu að senda mér samninginn í tölvupósti eða faxi í dag eða á morgun.“ Emil og fjölskyldu líður vel á Ítalíu, enda verið þar í tæp fimmtán ár. Landsliðsmaðurinn skrifar undir áframhaldandi samning við Padova á næstu dögum.https://t.co/kLbUiwBdY5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2020 „Ég fór í smá sumarfrí og það kom áhugi frá tveimur eða þremur öðrum liðum utan Ítalíu en á endanum tók ég ákvörðun fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína að vera áfram hjá Padova. Við erum að fara út á okkar 14 ár á Ítalíu og þetta er bara orðið okkar annað heimili,“ sagði Emil að lokum. Emil verður að öllum líkindum í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Þremur dögum síðar mætir það Belgíu ytra. Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira