Samþykktu lagabreytingar til að mæta efnahagsáhrifum veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 15:39 Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti á þriðja tímanum breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar er m.a. um að ræða breytingar á lögum um tímabundnar launagreiðslur til fólks í sóttkví og atvinnuleysistryggingar. Þingmenn stjórnarandstöðu sögðu lögin til bóta en vildu að gengið yrði lengra í aðgerðum. Lögin fela m.a. í sér að framlengingu á tekjutengdum atvinnuleysisbótum í sex mánuði og tryggir fólki á atvinnuleysisbótum rétt til að fara í nám. Lög um tímabundnar greiðslur vegna launa í sóttkví verða framlengd til áramóta. Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðgerðirnar til bóta. Það sem væri „ámælisvert og hreinlega til skammar“ að í frumvarpinu væri ekki stafkrókur um þá tólf þúsund sem þurfa að framfleyta sér á grunnatvinnuleysisbótum. „Sennilega þykir stjórnarliðum grunnatvinnuleysisbæturnar fullgóðar fyrir þennan hóp,“ sagði Oddný. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði aðgerðirnar einnig til bóta. Aftur á móti endurspeglaði málið „glötuð tækifæri til að gera betur, meira og suma hluti öðruvísi“. Hann studdi málið en kvaðst vona að tækifærin yrðu framvegis betur nýtt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins sagði að frumvarpið næði of stutt. Það væri ansi slæmt að standa á þingi og horfa fram á það að félagsmálaráðherra „skilji eftir foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna“ og þeirra réttindi til launa í sóttkví. Meirihluti Alþingis felldi í gær breytingartillögu úr röðum stjórnarandstöðu um að heimild til greiðslu launa í sóttkví yrði látin ná til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna, sem og breytingartillögu um hækkun grunnatvinnuleysisbóta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Alþingi samþykkti á þriðja tímanum breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar er m.a. um að ræða breytingar á lögum um tímabundnar launagreiðslur til fólks í sóttkví og atvinnuleysistryggingar. Þingmenn stjórnarandstöðu sögðu lögin til bóta en vildu að gengið yrði lengra í aðgerðum. Lögin fela m.a. í sér að framlengingu á tekjutengdum atvinnuleysisbótum í sex mánuði og tryggir fólki á atvinnuleysisbótum rétt til að fara í nám. Lög um tímabundnar greiðslur vegna launa í sóttkví verða framlengd til áramóta. Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðgerðirnar til bóta. Það sem væri „ámælisvert og hreinlega til skammar“ að í frumvarpinu væri ekki stafkrókur um þá tólf þúsund sem þurfa að framfleyta sér á grunnatvinnuleysisbótum. „Sennilega þykir stjórnarliðum grunnatvinnuleysisbæturnar fullgóðar fyrir þennan hóp,“ sagði Oddný. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði aðgerðirnar einnig til bóta. Aftur á móti endurspeglaði málið „glötuð tækifæri til að gera betur, meira og suma hluti öðruvísi“. Hann studdi málið en kvaðst vona að tækifærin yrðu framvegis betur nýtt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins sagði að frumvarpið næði of stutt. Það væri ansi slæmt að standa á þingi og horfa fram á það að félagsmálaráðherra „skilji eftir foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna“ og þeirra réttindi til launa í sóttkví. Meirihluti Alþingis felldi í gær breytingartillögu úr röðum stjórnarandstöðu um að heimild til greiðslu launa í sóttkví yrði látin ná til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna, sem og breytingartillögu um hækkun grunnatvinnuleysisbóta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira