Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City er í óðaönn að púsla saman leikmannahópi sínum fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. City vill endurheimta titilinn sem þeir unnu tvö ár í röð áður en Liverpool voru krýndir Englandsmeistarar nú í sumar.
Pep Guardiola, þjálfari City, vill bólstra varnarlínu sína – ekki í fyrsta skipti – og er miðvörðurinn Kalidou Koulibaly er næstur á innkaupalistnaum. Koulibaly er sem stendur leikmaður Napoli á Ítalíu og þar með vandast málin.
Napoli owner Aurelio de Laurentiis says the previous breakdown of a move for now-Chelsea midfielder Jorginho in 2018 is currently scuppering any potential deal for Koulibaly.
— Sky Sports (@SkySports) September 4, 2020
Samkvæmt Aurelio de Laurentiis, eiganda Napoli, neitar Man City að ræða beint við félagið um möguleg kaup á miðverðinum öfluga. Ástæðan er sú að City taldi sig hafa náð samkomulagi við ítalsak félagið um kaup á miðjumanninum Jorginho árið 2018 en á endanum varð ekkert af þeim vistaskiptum. Fór Jorginho á endanum til Chelsea.
Laurentiis gaf þó ekki út hvernig City ætlaði sér að kaupa leikmanninn en eflaust fara viðræður í gegnum umboðsmann hans eða þriðja aðila á vegum City. Eigandinn sendir City svo tóninn og segir að áhugi þeirra á Koulibaly geti ekki verið það mikill þar sem þeir vilja ekki ræða beint við ítalska félagið um kaup á honum.
Þó svo að City hafi nú þegar fjárfest í miðverðinum Nathan Aké þá er talið að félagið vilji allavega kaupa einn til viðbótar. Sérstaklega þar sem hinn ungi Eric Garcia er orðaður við vuð uppeldisfélag sitt Barcelona.