Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. Einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Frumvarpið var samþykkt með 39 atkvæðum gegn átta en ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þingflokkur Pírata hafði lýst því yfir að hann ætlaði sér ekki að styðja frumvarpið um ríkisábyrgðina. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar Icelandair í millilandaflugi og felur í sér allt að fimmtán milljarða króna ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Auk sex þingmanna Pírata greiddu Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Þingmenn Pírata voru þeir einu sem greiddu atkvæð gegn fjáraukalögum ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér að ríkið gæti veitt ríkisábyrgðina. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um ríkisábyrgðina. Fimm þingmenn voru fjarverandi. Í lok fundar bar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, upp tillögu um frestun funda Alþingis og lok stutts síðsumarsþings. „Við munum sjást fyrr en síðar,“ sagði Katrín þegar hún lauk máli sínu. Gagnrýndi lokun landamæra þegar hún réttlæti atkvæði sitt Í Facebook-færslu eftir atkvæðagreiðsluna gagnrýndi Sigríður Andersen sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hélt hún því fram að ríkisvaldið hefði að einhverju leyti skapað þær aðstæður sem Icelandair og önnur flugfélög byggju nú við. „Nýjasta lokun landsins í raun virðist ekki vera í nokkru samræmi við tilefnið en hún hefur kippt fótunum undan rekstri Icelandair. Engin áform virðast um að draga úr þessum hörðu aðgerðum,“ skrifaði Sigríður. Hún sagðist ekki telja rökrétt framhald lokunar landsins að veita fé skattgreiðenda inn í flugfélag. „Það er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvaða fyrirtæki lifir og hvaða fyrirtæki deyr. Nærtækara hefði verið að draga úr þeim takmörkunum sem eru á ferðum til landsins í lögmætum tilgangi,“ sagði Sigríður. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. Einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Frumvarpið var samþykkt með 39 atkvæðum gegn átta en ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þingflokkur Pírata hafði lýst því yfir að hann ætlaði sér ekki að styðja frumvarpið um ríkisábyrgðina. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar Icelandair í millilandaflugi og felur í sér allt að fimmtán milljarða króna ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Auk sex þingmanna Pírata greiddu Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Þingmenn Pírata voru þeir einu sem greiddu atkvæð gegn fjáraukalögum ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér að ríkið gæti veitt ríkisábyrgðina. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um ríkisábyrgðina. Fimm þingmenn voru fjarverandi. Í lok fundar bar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, upp tillögu um frestun funda Alþingis og lok stutts síðsumarsþings. „Við munum sjást fyrr en síðar,“ sagði Katrín þegar hún lauk máli sínu. Gagnrýndi lokun landamæra þegar hún réttlæti atkvæði sitt Í Facebook-færslu eftir atkvæðagreiðsluna gagnrýndi Sigríður Andersen sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hélt hún því fram að ríkisvaldið hefði að einhverju leyti skapað þær aðstæður sem Icelandair og önnur flugfélög byggju nú við. „Nýjasta lokun landsins í raun virðist ekki vera í nokkru samræmi við tilefnið en hún hefur kippt fótunum undan rekstri Icelandair. Engin áform virðast um að draga úr þessum hörðu aðgerðum,“ skrifaði Sigríður. Hún sagðist ekki telja rökrétt framhald lokunar landsins að veita fé skattgreiðenda inn í flugfélag. „Það er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvaða fyrirtæki lifir og hvaða fyrirtæki deyr. Nærtækara hefði verið að draga úr þeim takmörkunum sem eru á ferðum til landsins í lögmætum tilgangi,“ sagði Sigríður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20