Leggur til að atvinnulausar konur skrifi upp á hlutabréfakaup með tíðablóði Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 23:04 Ætla má að færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um hlutafjárútboð Icelandair hafi verið skrifuð í kaldhæðni. Vísir/Vilhelm Atvinnulausar konur ættu að skrifa upp á það með tíðablóði að þær kaupi hlutabréf í Icelandair gegn því að fá hærri atvinnuleysisbætur. Þetta skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í færslu sem virðist ætlað að vera kaldhæðin gagnrýni á hlutafjárútboð Icelandair í kvöld. Ummælin lét Sólveig Anna falla í færslu á Facebook í kvöld um frétt af því að almenningi standi til boða að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir hundrað þúsund krónur í hlutafjárútboði félagsins sem haldið verður síðar í þessum mánuði. Þar fer verkalýðsleiðtoginn fögrum orðum um fréttirnar, að því er virðist í kaldhæðni. Leggur Sólveig til hugmynd sem hún hafi fengið við fréttirnar. „Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn. En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín,“ skrifar Sólveig Anna. Icelandair sagði upp um 2.000 starfsmönnum í vor. Þá áttu Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair í harðri kjaradeilu í sumar í tengslum við tilraunir til að bjarga flugfélaginu. Freistaði fyrirtækið þess að semja við starfsstéttir um kjaraskerðingu í því skyni. Deilunni lauk með því að flugfreyjur samþykktu kjarasamning í lok júlí eftir að Icelandair hafði sagt öllum flugfreyjum upp en síðar dregið uppsagnirnar til baka. Virðist Sólveig Anna vísa til uppsagnanna þegar hún skrifar í kvöld að mögulegt plagg með loforði atvinnulausra kvenna um að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir atvinnuleysisbætur gæti heitið „Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga“. Segist Sólveig Anna ætla að senda hagfræðingahópi stjórnvalda hugmynd sína. Hér fyrir neðan má lesa færslu Sólveigar Önnu í heild sinni. Icelandair Kjaramál Markaðir Tengdar fréttir Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Atvinnulausar konur ættu að skrifa upp á það með tíðablóði að þær kaupi hlutabréf í Icelandair gegn því að fá hærri atvinnuleysisbætur. Þetta skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í færslu sem virðist ætlað að vera kaldhæðin gagnrýni á hlutafjárútboð Icelandair í kvöld. Ummælin lét Sólveig Anna falla í færslu á Facebook í kvöld um frétt af því að almenningi standi til boða að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir hundrað þúsund krónur í hlutafjárútboði félagsins sem haldið verður síðar í þessum mánuði. Þar fer verkalýðsleiðtoginn fögrum orðum um fréttirnar, að því er virðist í kaldhæðni. Leggur Sólveig til hugmynd sem hún hafi fengið við fréttirnar. „Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn. En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín,“ skrifar Sólveig Anna. Icelandair sagði upp um 2.000 starfsmönnum í vor. Þá áttu Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair í harðri kjaradeilu í sumar í tengslum við tilraunir til að bjarga flugfélaginu. Freistaði fyrirtækið þess að semja við starfsstéttir um kjaraskerðingu í því skyni. Deilunni lauk með því að flugfreyjur samþykktu kjarasamning í lok júlí eftir að Icelandair hafði sagt öllum flugfreyjum upp en síðar dregið uppsagnirnar til baka. Virðist Sólveig Anna vísa til uppsagnanna þegar hún skrifar í kvöld að mögulegt plagg með loforði atvinnulausra kvenna um að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir atvinnuleysisbætur gæti heitið „Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga“. Segist Sólveig Anna ætla að senda hagfræðingahópi stjórnvalda hugmynd sína. Hér fyrir neðan má lesa færslu Sólveigar Önnu í heild sinni.
Icelandair Kjaramál Markaðir Tengdar fréttir Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52
Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07