Segir að tapið gegn Íslandi muni alltaf sitja í leikmönnum enska liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 15:35 Jordan Henderson og Roy Hodgson, þjálfari Englands, á EM 2016. Julian Finney/Getty Images Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, segir að tap Englands gegn Íslandi á EM 2016 muni alltaf sitja í ensku leikmönnunum sem spiluðu leikinn. Þetta kemur fram í stuttu spjalli við Daily Mail en viðtal Henderson var hluti af ítarlegu viðtali miðilsins við Ragnar Sigurðsson, annan af markaskorurum Íslands í leiknum. „Leikurinn gegn Íslandi mun alltaf sitja í mér. Ég veit það er auðvelt að segja að maður verði að læra af svona lífsreynslu og nota það til að hvetja sig áfram svo það gerist ekki aftur. Ég held samt að leikurinn muni alltaf sitja í þeim leikmönnum sem tóku þátt þátt í leiknum,“ segir Henderson um það að hafa tapað 2-1 fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM. „Þetta var slæmur dagur fyrir alla sem tóku þátt. Ég hef líklega aldrei verið á verri stað á ferli mínum en ég var eftir leikinn. Jafnvel þó ég hafi ekki spilað þá fannst mér ég vera hluti af liðinu. Við vorum allir í þessum saman og við höfðum allir trú á okkur sem liði.“ „Við brugðumst öllum. Þjóðinni, stuðningsmönnunum og þjálfaranum. Það var ömurlegt andrúmsloft í búningsklefanum eftir leik, virkilega ömurlegt. Það var mikið af tilfinningum fljótandi um og þjálfarinn lét tilfinningarnar bera sig ofurliði þegar hann talaði við okkur eftir leik. Það var ekki fallegt en við erum allir mennskir.“ „Stundum heldur fólk að við séum vélar sem þau geti bara hent hverju sem er í og gagnrýnt okkur að vild. Ég get hins vegar sagt ykkur að okkur stendur ekki á sama. Við skyldum þó af hverju stuðningsfólk okkar var reitt. Það hafði allan rétt á að gagnrýna okkur,“ sagði Henderson. Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, líkt fjölmiðlastorminum í Englandi eftir tapið gegn Íslandi við blóðbað. Fótbolti EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, segir að tap Englands gegn Íslandi á EM 2016 muni alltaf sitja í ensku leikmönnunum sem spiluðu leikinn. Þetta kemur fram í stuttu spjalli við Daily Mail en viðtal Henderson var hluti af ítarlegu viðtali miðilsins við Ragnar Sigurðsson, annan af markaskorurum Íslands í leiknum. „Leikurinn gegn Íslandi mun alltaf sitja í mér. Ég veit það er auðvelt að segja að maður verði að læra af svona lífsreynslu og nota það til að hvetja sig áfram svo það gerist ekki aftur. Ég held samt að leikurinn muni alltaf sitja í þeim leikmönnum sem tóku þátt þátt í leiknum,“ segir Henderson um það að hafa tapað 2-1 fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM. „Þetta var slæmur dagur fyrir alla sem tóku þátt. Ég hef líklega aldrei verið á verri stað á ferli mínum en ég var eftir leikinn. Jafnvel þó ég hafi ekki spilað þá fannst mér ég vera hluti af liðinu. Við vorum allir í þessum saman og við höfðum allir trú á okkur sem liði.“ „Við brugðumst öllum. Þjóðinni, stuðningsmönnunum og þjálfaranum. Það var ömurlegt andrúmsloft í búningsklefanum eftir leik, virkilega ömurlegt. Það var mikið af tilfinningum fljótandi um og þjálfarinn lét tilfinningarnar bera sig ofurliði þegar hann talaði við okkur eftir leik. Það var ekki fallegt en við erum allir mennskir.“ „Stundum heldur fólk að við séum vélar sem þau geti bara hent hverju sem er í og gagnrýnt okkur að vild. Ég get hins vegar sagt ykkur að okkur stendur ekki á sama. Við skyldum þó af hverju stuðningsfólk okkar var reitt. Það hafði allan rétt á að gagnrýna okkur,“ sagði Henderson. Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, líkt fjölmiðlastorminum í Englandi eftir tapið gegn Íslandi við blóðbað.
Fótbolti EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira