Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2020 22:15 Frá gatnamótum Vestfjarðavegar og Bíldudalsvegar á Dynjandisheiði. Hluti endurbóta vegarins í fyrsta áfanga er um Pennusneiðing og langleiðina að gatnamótunum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppbygging Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er risavaxið verkefni en Vegagerðin bauð út fyrsta áfangann í sumar, 5,7 kílómetra kafla í Arnarfirði, um Meðalnes nyrst við Dynjandisvog, og einnig 4,3 kílómetra kafla syðst ofan Flókalundar, um Þverdalsá og Pennusneiðing. Vegagerðin hefur núna ákveðið að hafna lægsta tilboðinu, sem var frá Borgarverki í Borgarnesi, upp á rúmar sautjánhundruð millónir króna, eða þrettán prósentum yfir liðlega fimmtánhundruð milljóna króna kostnaðaráætlun, og þess í stað ákveðið að semja við Íslenska aðalverktaka, sem buðu 25 milljónum hærra og áttu næstlægsta boð af fjórum. Fjögur tilboð bárust í verkið. Því lægsta, frá Borgarverki, hefur núna verið hafnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Samkvæmt upplýsingum Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er ástæðan sú að Borgarverk stóðst ekki kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. Kveðst Óskar reikna með að samningar við Íslenska aðalverkaka verði kláraðir í næstu viku. Borgarverk fékk hins vegar í sárabætur sjö kílómetra kafla í Gufufirði, átti þar lægsta og raunar eina tilboðið, upp á 305 milljónir króna, og þótti því hafa næga reynslu til að takast á við fyrsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Alla þessa vegarkafla á að vinna rösklega, framkvæmdir fara á fullt í haust, og eiga þeir vera tilbúnir innan árs með bundnu slitlagi. Með því bætast við 17 kílómetrar af malbiki á suðurleiðinni til Ísafjarðar, ofan á 27 kílómetra styttingu sem fæst í haust með opnun Dýrafjarðarganga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppbygging Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er risavaxið verkefni en Vegagerðin bauð út fyrsta áfangann í sumar, 5,7 kílómetra kafla í Arnarfirði, um Meðalnes nyrst við Dynjandisvog, og einnig 4,3 kílómetra kafla syðst ofan Flókalundar, um Þverdalsá og Pennusneiðing. Vegagerðin hefur núna ákveðið að hafna lægsta tilboðinu, sem var frá Borgarverki í Borgarnesi, upp á rúmar sautjánhundruð millónir króna, eða þrettán prósentum yfir liðlega fimmtánhundruð milljóna króna kostnaðaráætlun, og þess í stað ákveðið að semja við Íslenska aðalverktaka, sem buðu 25 milljónum hærra og áttu næstlægsta boð af fjórum. Fjögur tilboð bárust í verkið. Því lægsta, frá Borgarverki, hefur núna verið hafnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Samkvæmt upplýsingum Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er ástæðan sú að Borgarverk stóðst ekki kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. Kveðst Óskar reikna með að samningar við Íslenska aðalverkaka verði kláraðir í næstu viku. Borgarverk fékk hins vegar í sárabætur sjö kílómetra kafla í Gufufirði, átti þar lægsta og raunar eina tilboðið, upp á 305 milljónir króna, og þótti því hafa næga reynslu til að takast á við fyrsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Alla þessa vegarkafla á að vinna rösklega, framkvæmdir fara á fullt í haust, og eiga þeir vera tilbúnir innan árs með bundnu slitlagi. Með því bætast við 17 kílómetrar af malbiki á suðurleiðinni til Ísafjarðar, ofan á 27 kílómetra styttingu sem fæst í haust með opnun Dýrafjarðarganga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58