Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 10:18 Róbert Spanó og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir heimsókn Róberts Spanó til Tyrklands vera dapurlega. Róbert, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. Heimsóknin var í boði dómsmálaráðuneytis landsins og greindi Ríkisútvarpið frá því í síðustu viku að hann hefði meðal annars heimsótt dómaraskólann í Ankara og hitt forsetann Recep Tayyip Erdogan í forsetahöllinni. Ingibjörg segir Róbert eiga vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraunina 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. „Óvíða eru jafn margir blaðamenn á bak við lás og slá og fjöldinn allur af dómurum og háskólakennurum hafa verið reknir og sóttir til saka á þeirri forsendu að þeir séu hliðhollir hryðjuverkamönnum,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í gærkvöldi, en hún var sjálf búsett í Tyrklandi þegar valdaránstilraunin var gerð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir furðar sig á heimsókninni.Vísir/Vilhelm Ræðan hafi gert lítið úr vandamálunum Ingibjörg er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt heimsóknina, en á vef Reuters er fjallað um ræðu sem Róbert flutti í dómaraskólanum þar sem hann ræddi mikilvægi sjálfstæði dómstóla. Þar hafi hann gagnrýnt fangelsun dómara og áréttaði skyldu Tyrklands til þess að viðurkenna dóma Mannréttindadómstólsins, sem það hefur ekki gert. Hann hafi þó ekki lagt jafn mikla áherslu á viðhorf ríkisstjórnarinnar í garð lögmanna þar í landi, en dæmi eru um að þeir hafi farið í hungurverkföll í fangelsum landsins vegna þess að þeir hafi ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómstólum. Mannréttindalögfræðingurinn Kerem Altiparmak hefur gagnrýnt ræðu Spanó og segir hana ekki bera með sér að mannréttindi og réttarríkið eigi undir högg að sækja í landinu. „Það eru smávægileg vandamál en þau geta öll verið leyst með því að þjálfa unga dómara.“ After reading this speech one can but think that Judge Spano does not believe that Turkey has serious human rights and rule of law problems. There exist some minor problems but all of them can easily be solved by the training of young judges. Good luck! https://t.co/6pz5N76soE— Kerem ALTIPARMAK (@KeremALTIPARMAK) September 3, 2020 Heiðursdoktorsnafnbótin vekur upp spurningar Í heimsókn sinni þáði Róbert heiðursdoktorsnafnbót frá Istanbul-háskóla og hefur sú ákvörðun þótt skjóta skökku við frá forseta Mannréttindadómstólsins í ljósi stöðu mannréttinda í landinu. Mehmed Altan, blaðamaður og háskólaprófessor, skrifaði opið bréf til Róberts þar sem hann hvatti hann til að hafna nafnbótinni. Altan var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir ummæli sín í aðdraganda valdaránstilraunarinnar. „Ég veit ekki hversu fullnægjandi það er að fá heiðursdoktorsnafnbót frá háskóla sem hefur á óréttlátan hátt rekið hundruði fræðimanna út á gaddinn,“ skrifaði Altan í bréfi sínu. Ingibjörg Sólrún tekur í sama streng og segir þetta virka eins og hvítþvott fyrir þá sem þekkja til aðstæðna í Tyrklandi. Róbert hafi sagt vera hefð fyrir því að forseti dómstólsins þiggi heiðursdoktorsnafnbót en hún efast um að hefðin nái til ríkja sem virðir hvorki mannréttindi né akademískt frelsi. „Mér er nær að halda að það hafi verið fordild en ekki hefð sem réði því að Róbert Spanó þáði þessa vegtyllu.“ Mannréttindi Tyrkland Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir heimsókn Róberts Spanó til Tyrklands vera dapurlega. Róbert, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. Heimsóknin var í boði dómsmálaráðuneytis landsins og greindi Ríkisútvarpið frá því í síðustu viku að hann hefði meðal annars heimsótt dómaraskólann í Ankara og hitt forsetann Recep Tayyip Erdogan í forsetahöllinni. Ingibjörg segir Róbert eiga vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraunina 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. „Óvíða eru jafn margir blaðamenn á bak við lás og slá og fjöldinn allur af dómurum og háskólakennurum hafa verið reknir og sóttir til saka á þeirri forsendu að þeir séu hliðhollir hryðjuverkamönnum,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í gærkvöldi, en hún var sjálf búsett í Tyrklandi þegar valdaránstilraunin var gerð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir furðar sig á heimsókninni.Vísir/Vilhelm Ræðan hafi gert lítið úr vandamálunum Ingibjörg er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt heimsóknina, en á vef Reuters er fjallað um ræðu sem Róbert flutti í dómaraskólanum þar sem hann ræddi mikilvægi sjálfstæði dómstóla. Þar hafi hann gagnrýnt fangelsun dómara og áréttaði skyldu Tyrklands til þess að viðurkenna dóma Mannréttindadómstólsins, sem það hefur ekki gert. Hann hafi þó ekki lagt jafn mikla áherslu á viðhorf ríkisstjórnarinnar í garð lögmanna þar í landi, en dæmi eru um að þeir hafi farið í hungurverkföll í fangelsum landsins vegna þess að þeir hafi ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómstólum. Mannréttindalögfræðingurinn Kerem Altiparmak hefur gagnrýnt ræðu Spanó og segir hana ekki bera með sér að mannréttindi og réttarríkið eigi undir högg að sækja í landinu. „Það eru smávægileg vandamál en þau geta öll verið leyst með því að þjálfa unga dómara.“ After reading this speech one can but think that Judge Spano does not believe that Turkey has serious human rights and rule of law problems. There exist some minor problems but all of them can easily be solved by the training of young judges. Good luck! https://t.co/6pz5N76soE— Kerem ALTIPARMAK (@KeremALTIPARMAK) September 3, 2020 Heiðursdoktorsnafnbótin vekur upp spurningar Í heimsókn sinni þáði Róbert heiðursdoktorsnafnbót frá Istanbul-háskóla og hefur sú ákvörðun þótt skjóta skökku við frá forseta Mannréttindadómstólsins í ljósi stöðu mannréttinda í landinu. Mehmed Altan, blaðamaður og háskólaprófessor, skrifaði opið bréf til Róberts þar sem hann hvatti hann til að hafna nafnbótinni. Altan var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir ummæli sín í aðdraganda valdaránstilraunarinnar. „Ég veit ekki hversu fullnægjandi það er að fá heiðursdoktorsnafnbót frá háskóla sem hefur á óréttlátan hátt rekið hundruði fræðimanna út á gaddinn,“ skrifaði Altan í bréfi sínu. Ingibjörg Sólrún tekur í sama streng og segir þetta virka eins og hvítþvott fyrir þá sem þekkja til aðstæðna í Tyrklandi. Róbert hafi sagt vera hefð fyrir því að forseti dómstólsins þiggi heiðursdoktorsnafnbót en hún efast um að hefðin nái til ríkja sem virðir hvorki mannréttindi né akademískt frelsi. „Mér er nær að halda að það hafi verið fordild en ekki hefð sem réði því að Róbert Spanó þáði þessa vegtyllu.“
Mannréttindi Tyrkland Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira