Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2020 18:12 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks í Borgarnesi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Borgarverk átti lægsta boð en Vegagerðin ákvað í staðinn að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka, sem áttu næstlægsta boð. Sú ástæða var gefin að Borgarverk hefði ekki staðist kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. „Við föllumst á skýringar Vegagerðarinnar og erum sammála því mati þeirra að fram hjá þessum kröfum verður ekki komist. Borgarverk stóðst allar aðrar kröfur útboðsins, til dæmis eiginfjárkröfur og um heildarveltu fyrirtækisins. Það eina sem stóð út af er að fyrirtækið hefur ekki verið með verksamning sem er 50% af þessu tilboði okkar,“ segir Óskar. Borgarverk átti lægsta boðið af fjórum í fyrsta áfanga vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin ákvað að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Hann segir Borgarverk einn reynslumesta verktaka landsins í vegagerð og vill taka sérstaklega fram að sú ákvörðun Vegagerðarinnar að semja við Borgarverk um annað verk, fyrsta áfanga í Gufudalssveit, sé algerlega óháð niðurstöðu Dynjandisheiðarútboðsins. „Engin tenging er á milli Gufudalssveitar og Dynjandisheiðar. Gufudalssveit var boðin út á undan og búið að taka tilboði Borgarverks áður en tilboð voru opnuð í Dynjandisheiði,“ segir Óskar. Verkið í Gufudalssveit fellst í endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. „15. september verður byrjað á Gufudalssveit,“ segir Óskar en Borgarverk á að skila veginum tilbúnum með bundnu slitlagi eigi síðar en 15. júlí á næsta ári, eftir tíu mánuði. Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Reykhólahreppur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Borgarverk átti lægsta boð en Vegagerðin ákvað í staðinn að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka, sem áttu næstlægsta boð. Sú ástæða var gefin að Borgarverk hefði ekki staðist kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. „Við föllumst á skýringar Vegagerðarinnar og erum sammála því mati þeirra að fram hjá þessum kröfum verður ekki komist. Borgarverk stóðst allar aðrar kröfur útboðsins, til dæmis eiginfjárkröfur og um heildarveltu fyrirtækisins. Það eina sem stóð út af er að fyrirtækið hefur ekki verið með verksamning sem er 50% af þessu tilboði okkar,“ segir Óskar. Borgarverk átti lægsta boðið af fjórum í fyrsta áfanga vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin ákvað að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Hann segir Borgarverk einn reynslumesta verktaka landsins í vegagerð og vill taka sérstaklega fram að sú ákvörðun Vegagerðarinnar að semja við Borgarverk um annað verk, fyrsta áfanga í Gufudalssveit, sé algerlega óháð niðurstöðu Dynjandisheiðarútboðsins. „Engin tenging er á milli Gufudalssveitar og Dynjandisheiðar. Gufudalssveit var boðin út á undan og búið að taka tilboði Borgarverks áður en tilboð voru opnuð í Dynjandisheiði,“ segir Óskar. Verkið í Gufudalssveit fellst í endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. „15. september verður byrjað á Gufudalssveit,“ segir Óskar en Borgarverk á að skila veginum tilbúnum með bundnu slitlagi eigi síðar en 15. júlí á næsta ári, eftir tíu mánuði.
Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Reykhólahreppur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15
Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58
Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52