Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2020 06:31 Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Silfrið vegna ásakana kvenna um að hann hafi beitt þær kynnferðisofbeldi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Frá þessu greinir Jón Baldvin í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og segi að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni og segir málið hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins,“ eins Jón Baldvin segir í grein sinni. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í viðtali við Stundina í janúar í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig öllu en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. Í grein sinni segir Jón Baldvin vitnisburð móður Carmenar um það sem eigi að hafa gerst á heimili hans umræddan dag „ótrúverðugri en ella vegna þess að hún hefur áður reynst verða tvísaga í sambærilegu máli, en hún var æskuvinkona Aldísar á Ísafjarðarárum. Hún bar á sínum tíma til baka fullyrðingar Aldísar um, að hún hefði orðið fyrir áreitni af minni hálfu. Við það slitnaði upp úr vinskapnum þar til nú, að þær hafa sæst á ný.“ Jón Baldvin var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970 til 1979 og Aldís er dóttir hans og Bryndísar Schram. Aldís hefur lengi fullyrt að faðir hennar hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Fjölskylda hennar hefur aftur á móti haldið því fram að hún sé veik á geði og því skuli ekki taka frásagnir hennar trúanlegar. Í grein sinni í Morgunblaðinu segir Jón Baldvin að ákæran sé síðasta útspilið í skipulagðri aðför að mannorði sínu og Bryndísar sem hafi bráðum staðið yfir í tuttugu ár. Greinir Jón Baldvin svo frá því í lok greinar sinnar að Bryndís hafi skrifað bók um fjölskylduharmleik þeirra sem settur sé í samhengi við þjóðfélagslegan veruleika. Bókin komi út á næstu dögum. MeToo Lögreglumál Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. 28. júní 2019 11:12 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Frá þessu greinir Jón Baldvin í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og segi að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni og segir málið hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins,“ eins Jón Baldvin segir í grein sinni. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í viðtali við Stundina í janúar í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig öllu en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. Í grein sinni segir Jón Baldvin vitnisburð móður Carmenar um það sem eigi að hafa gerst á heimili hans umræddan dag „ótrúverðugri en ella vegna þess að hún hefur áður reynst verða tvísaga í sambærilegu máli, en hún var æskuvinkona Aldísar á Ísafjarðarárum. Hún bar á sínum tíma til baka fullyrðingar Aldísar um, að hún hefði orðið fyrir áreitni af minni hálfu. Við það slitnaði upp úr vinskapnum þar til nú, að þær hafa sæst á ný.“ Jón Baldvin var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970 til 1979 og Aldís er dóttir hans og Bryndísar Schram. Aldís hefur lengi fullyrt að faðir hennar hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Fjölskylda hennar hefur aftur á móti haldið því fram að hún sé veik á geði og því skuli ekki taka frásagnir hennar trúanlegar. Í grein sinni í Morgunblaðinu segir Jón Baldvin að ákæran sé síðasta útspilið í skipulagðri aðför að mannorði sínu og Bryndísar sem hafi bráðum staðið yfir í tuttugu ár. Greinir Jón Baldvin svo frá því í lok greinar sinnar að Bryndís hafi skrifað bók um fjölskylduharmleik þeirra sem settur sé í samhengi við þjóðfélagslegan veruleika. Bókin komi út á næstu dögum.
MeToo Lögreglumál Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. 28. júní 2019 11:12 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00
Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. 28. júní 2019 11:12