Gistinætur Íslendinga á Norður- og Austurlandi margfölduðust í júlí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2020 11:49 Myndin er tekin á Seyðisfirði, vinsælum áfangastað á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Fjölgun gistinótta landans í þessum tveimur landshlutum var mun meiri en annars staðar á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar en fjallað er um málið í nýrri Hagsjá Landsbankans. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði þannig um 674% á Austurlandi og 552% á Norðurlandi í júlí. Til samanburðar var fjölgunin aðeins 54% á höfuðborgarsvæðinu og þá fækkaði gistinóttum Íslendinga á Suðurnesjum um 49% á milli ára. „Þessa fækkun á Suðurnesjum má líklegast rekja til þess að gistinætur Íslendinga þar á síðustu árum hafa fyrst og fremst verið í tengslum við utanlandsferðir þeirra. Á eftir Austurlandi og Norðurlandi var fjölgunin mest á Suðurlandi, 312% og Vesturlandi og Vestfjörðum 203%,“ segir í Hagsjánni. Almennt fækkaði gistinóttum þó á hótelum í júlí enda hefur ferðamönnum fækkað gríðarlega hér á landi undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins, miðað við árið í fyrra. „Segja má að í upphafi faraldursins hafi fækkun gistinótta verið mjög svipuð eftir svæðum. Þannig lá hún á fremur þröngu bili í mars, apríl og maí. Í júní fór að draga í sundur með svæðum hvað fækkunina varðar og í júlí kom í ljós verulegur munur í fækkun gistinótta. Þannig var fækkun gistinótta mest á Suðurnesjum, 74,4% og 73,9% á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þar á eftir kom Suðurland með rúmlega helmings fækkun. Fækkunin reyndist hins vegar töluvert minni á öðrum svæðum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum mældist hún 25,6% en einungis 13,5% á Austurlandi og 8,1% á Norðurlandi,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni á vef Landsbankans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Fjölgun gistinótta landans í þessum tveimur landshlutum var mun meiri en annars staðar á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar en fjallað er um málið í nýrri Hagsjá Landsbankans. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði þannig um 674% á Austurlandi og 552% á Norðurlandi í júlí. Til samanburðar var fjölgunin aðeins 54% á höfuðborgarsvæðinu og þá fækkaði gistinóttum Íslendinga á Suðurnesjum um 49% á milli ára. „Þessa fækkun á Suðurnesjum má líklegast rekja til þess að gistinætur Íslendinga þar á síðustu árum hafa fyrst og fremst verið í tengslum við utanlandsferðir þeirra. Á eftir Austurlandi og Norðurlandi var fjölgunin mest á Suðurlandi, 312% og Vesturlandi og Vestfjörðum 203%,“ segir í Hagsjánni. Almennt fækkaði gistinóttum þó á hótelum í júlí enda hefur ferðamönnum fækkað gríðarlega hér á landi undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins, miðað við árið í fyrra. „Segja má að í upphafi faraldursins hafi fækkun gistinótta verið mjög svipuð eftir svæðum. Þannig lá hún á fremur þröngu bili í mars, apríl og maí. Í júní fór að draga í sundur með svæðum hvað fækkunina varðar og í júlí kom í ljós verulegur munur í fækkun gistinótta. Þannig var fækkun gistinótta mest á Suðurnesjum, 74,4% og 73,9% á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þar á eftir kom Suðurland með rúmlega helmings fækkun. Fækkunin reyndist hins vegar töluvert minni á öðrum svæðum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum mældist hún 25,6% en einungis 13,5% á Austurlandi og 8,1% á Norðurlandi,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni á vef Landsbankans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent