Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 15:56 Breska pressan sýnir málinu mikinn áhuga og voru fréttamenn fyrir utan Hótel Sögu eftir hádegið. Vísir/BirgirO Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir hvor fyrir sig greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. Um hámarksrefsingu er að ræða fyrir slíkt brot en upphæðina mætti kalla klink fyrir ensku knattspyrnukappana. Greenwood og Foden fengu tvær ungar íslenskar konur í heimsókn á Hótel Sögu þar sem landsliðshópurinn dvaldi á meðan á Íslandsdvölinni stóð. Konurnar sýndu vinkonum sínum frá ævintýrum sínum á Snapchat og hafa myndböndin farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Má þarf nefna upptöku af spjalli kvennanna við Foden, upptöku af leikmönnunum uppi á herbergi og stelpurnar sína mynd sem Foden sendi þeim af sér í góðu stuði. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsóknarlögreglumenn séu á leið til að ræða við leikmennina. Leikmennirnir hafi þannig lagað gengist við brotinu og vilja greiða sektina. Allt þurfi að fara sína formlegu leið. Hann reiknaði með því að málið yrði frágengið á fimmta tímanum. Hlutur ungu kvennanna sem heimsóttu þá Greenwood og Foden er til skoðunar segir Guðmundur Pétur. Ekki hefur gefist tími til að ræða við þær líka en það stendur til að sögn Guðmundar. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir hvor fyrir sig greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. Um hámarksrefsingu er að ræða fyrir slíkt brot en upphæðina mætti kalla klink fyrir ensku knattspyrnukappana. Greenwood og Foden fengu tvær ungar íslenskar konur í heimsókn á Hótel Sögu þar sem landsliðshópurinn dvaldi á meðan á Íslandsdvölinni stóð. Konurnar sýndu vinkonum sínum frá ævintýrum sínum á Snapchat og hafa myndböndin farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Má þarf nefna upptöku af spjalli kvennanna við Foden, upptöku af leikmönnunum uppi á herbergi og stelpurnar sína mynd sem Foden sendi þeim af sér í góðu stuði. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsóknarlögreglumenn séu á leið til að ræða við leikmennina. Leikmennirnir hafi þannig lagað gengist við brotinu og vilja greiða sektina. Allt þurfi að fara sína formlegu leið. Hann reiknaði með því að málið yrði frágengið á fimmta tímanum. Hlutur ungu kvennanna sem heimsóttu þá Greenwood og Foden er til skoðunar segir Guðmundur Pétur. Ekki hefur gefist tími til að ræða við þær líka en það stendur til að sögn Guðmundar. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira