Eyjamenn með fleiri bikarsigra en deildarsigra á síðustu 42 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 14:00 Það reynir núna á Helga Sigurðsson, þjálfara ÍBV, að keyra Eyjalestina aftur í gang í Lengjudeildinni. Vísir/Daníel Það bjuggust allir við því að Eyjamenn færu sannfærandi upp úr Lengjudeild karla í sumar og myndi endurheimta sætið sitt í Pepsi Max deildinni. Miðað við úrslitin á undanförnu þarf Eyjaliðið hins vegar að fara að landa fleiri stigum ef svo á að fara. ÍBV var með 18 stig eftir 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík 27. júlí síðastliðinn en hefur síðan aðeins bætt við sjö stigum. ÍBV liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Fram. Keflvíkingar eru síðan ekki aðeins tveimur stigum á undan Eyjamönnum því þeir eiga líka einn leiki inni á ÍBV. Eyjamenn hafa aðeins náð í 39 prósent stiga út úr síðustu sex deildarleikjum sínum eftir jafnteflið í Grindavík í gær eða sjö stig af átján. Þetta var fjórða jafntefli Eyjaliðsins í síðustu sex leikjum liðsins í Lengjudeildinni. Nú er svo komið að Eyjamenn eru með fleiri bikarsigra en deildarsigra á síðustu 42 dögum og það þrátt fyrir að hafa spilað þrisvar sinnum fleiri leiki í Lengjudeildinni. Eyjamenn hafa nefnilega gert vel í Mjólkurbikarnum þar sem þeir urðu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar í ár. Jafnteflisleikir Eyjaliðsins hafa meðal annars komið á móti liðunum sem eru núna í 9. sæti (Víkingur Ó.) og 12. sæti (Magni) deildarinnar og þau fjögur töpuðu stig gæti orðið Eyjamönnum dýr. Næstu þrír leikir eru liðinu gríðarlega mikilvægir eftir þetta hökt því framundan eru þrír heimaleikir á aðeins níu dögum eða frá leiknum við Keflavík á laugardaginn 12. september til leikins á móti Þór sunnudaginn 20. september. Báðir leikir fara fram á Hásteinsvellinum sem og leikur á móti Leikni F. miðvikudaginn 16. september. Leikir ÍBV í Lengjudeild og Mjólkurbikar síðustu 42 daga: 3-1 sigur á KA í Mjólkurbikarnum 4-4 jafntefli við Fram í Lengjudeildinni 1-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeildinni 0-0 jafntefli við Magna í Lengjudeildinni 2-1 sigur á Fram í Mjólkurbikarnum 1-1 jafntefli við Víking Ó. í Lengjudeildinni 2-0 tap fyrir Leiknir R. í í Lengjudeildinni 1-1 jafntefli við Grindavík í Lengjudeildinni Pepsi Max-deild karla ÍBV Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Það bjuggust allir við því að Eyjamenn færu sannfærandi upp úr Lengjudeild karla í sumar og myndi endurheimta sætið sitt í Pepsi Max deildinni. Miðað við úrslitin á undanförnu þarf Eyjaliðið hins vegar að fara að landa fleiri stigum ef svo á að fara. ÍBV var með 18 stig eftir 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík 27. júlí síðastliðinn en hefur síðan aðeins bætt við sjö stigum. ÍBV liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Fram. Keflvíkingar eru síðan ekki aðeins tveimur stigum á undan Eyjamönnum því þeir eiga líka einn leiki inni á ÍBV. Eyjamenn hafa aðeins náð í 39 prósent stiga út úr síðustu sex deildarleikjum sínum eftir jafnteflið í Grindavík í gær eða sjö stig af átján. Þetta var fjórða jafntefli Eyjaliðsins í síðustu sex leikjum liðsins í Lengjudeildinni. Nú er svo komið að Eyjamenn eru með fleiri bikarsigra en deildarsigra á síðustu 42 dögum og það þrátt fyrir að hafa spilað þrisvar sinnum fleiri leiki í Lengjudeildinni. Eyjamenn hafa nefnilega gert vel í Mjólkurbikarnum þar sem þeir urðu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar í ár. Jafnteflisleikir Eyjaliðsins hafa meðal annars komið á móti liðunum sem eru núna í 9. sæti (Víkingur Ó.) og 12. sæti (Magni) deildarinnar og þau fjögur töpuðu stig gæti orðið Eyjamönnum dýr. Næstu þrír leikir eru liðinu gríðarlega mikilvægir eftir þetta hökt því framundan eru þrír heimaleikir á aðeins níu dögum eða frá leiknum við Keflavík á laugardaginn 12. september til leikins á móti Þór sunnudaginn 20. september. Báðir leikir fara fram á Hásteinsvellinum sem og leikur á móti Leikni F. miðvikudaginn 16. september. Leikir ÍBV í Lengjudeild og Mjólkurbikar síðustu 42 daga: 3-1 sigur á KA í Mjólkurbikarnum 4-4 jafntefli við Fram í Lengjudeildinni 1-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeildinni 0-0 jafntefli við Magna í Lengjudeildinni 2-1 sigur á Fram í Mjólkurbikarnum 1-1 jafntefli við Víking Ó. í Lengjudeildinni 2-0 tap fyrir Leiknir R. í í Lengjudeildinni 1-1 jafntefli við Grindavík í Lengjudeildinni
Leikir ÍBV í Lengjudeild og Mjólkurbikar síðustu 42 daga: 3-1 sigur á KA í Mjólkurbikarnum 4-4 jafntefli við Fram í Lengjudeildinni 1-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeildinni 0-0 jafntefli við Magna í Lengjudeildinni 2-1 sigur á Fram í Mjólkurbikarnum 1-1 jafntefli við Víking Ó. í Lengjudeildinni 2-0 tap fyrir Leiknir R. í í Lengjudeildinni 1-1 jafntefli við Grindavík í Lengjudeildinni
Pepsi Max-deild karla ÍBV Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann