HSÍ í átak til að „breyta leiknum“ fyrir íslenskar handboltastelpur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 17:00 Framkonur eru deildarmeistarar og bikarmeistarar síðan á síðasta tímabili en fengu ekki tækifæri til að klára þrennuna því úrslitakeppnin var flautuð af. Vísir/Daníel Þór Handknattleikssamband Íslands hefur kynnt nýtt átak hjá sér þar sem á að styðja betur við bakið á handboltakonum landsins. HSÍ fór af stað með átakið #BreytumLeiknum til þess að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. Markmiðið með átakinu er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir. Með þessu vill HSÍ ýta undir iðkun ungra stúlka bæði með meiri umfjöllun og betri umgjörð. Það er hægt að kynna sér verkefnið nánar hér www.breytumleiknum.is auk þess sem HSÍ setti inn myndbandið hér fyrir neðan inn á Youtube síðu sína. watch on YouTube Um verkefnið Ef við veltum upp spurningunni um það hvers vegna einungis 4% af allri íþróttaumfjöllun í heiminum er um konur þá vakna óneitanlega upp margar mikilvægar vangaveltur. Þessar vangaveltur einskorðast ekki einungis við íþróttavöllinn, heldur eiga rætur að rekja til stærra samfélagslegs samhengis og rótgróinna venja. HSÍ fór því af stað með átakið #BreytumLeiknum til þess að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. Markmiðið með átakinu er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir. Með þessu vill HSÍ ýta undir iðkun ungra stúlka bæði með meiri umfjöllun og betri umgjörð. Markmið okkar felur einnig í sér að bæta ímynd kvennahandboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til þess að byrja að æfa handbolta, og stunda íþróttir lengur. Tölfræðin sýnir að strax á 14 ára aldri eru stelpur tvisvar sinnum líklegri til að hætta í íþróttum en strákar og 17 ára gamlar eru helmingur stelpna hættar að æfa íþróttir. Tími barna í íþróttum er talinn vera 10 ár og 78% þeirra stelpna sem hætta segjast ekki sjá fyrir sér neina framtíð í íþróttinni eða telja sig ekki hafa verið nógu góðar. Þessu þurfum við að breyta. Samfélagslegur ávinningur af aukinni þátttöku stelpna í íþróttum er mikill. Rannsóknir sýna að íþróttir ýta undir sterkari sjálfsímynd krakka og eru mikilvæg forvörn gegn neyslu vímuefna. Jákvæð tengsl eru jafnframt á milli íþrótta og góðrar andlegrar heilsu, þær byggja upp aga og félagsfærni en nýlegar kannanir benda til þess að þar séu íslensk börn eftirbátar annarra. Við ætlum ekki að sitja hjá. Við ætlum að leggja okkar að mörkum og breyta leiknum, hvað með þig? Olís-deild kvenna Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur kynnt nýtt átak hjá sér þar sem á að styðja betur við bakið á handboltakonum landsins. HSÍ fór af stað með átakið #BreytumLeiknum til þess að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. Markmiðið með átakinu er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir. Með þessu vill HSÍ ýta undir iðkun ungra stúlka bæði með meiri umfjöllun og betri umgjörð. Það er hægt að kynna sér verkefnið nánar hér www.breytumleiknum.is auk þess sem HSÍ setti inn myndbandið hér fyrir neðan inn á Youtube síðu sína. watch on YouTube Um verkefnið Ef við veltum upp spurningunni um það hvers vegna einungis 4% af allri íþróttaumfjöllun í heiminum er um konur þá vakna óneitanlega upp margar mikilvægar vangaveltur. Þessar vangaveltur einskorðast ekki einungis við íþróttavöllinn, heldur eiga rætur að rekja til stærra samfélagslegs samhengis og rótgróinna venja. HSÍ fór því af stað með átakið #BreytumLeiknum til þess að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. Markmiðið með átakinu er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir. Með þessu vill HSÍ ýta undir iðkun ungra stúlka bæði með meiri umfjöllun og betri umgjörð. Markmið okkar felur einnig í sér að bæta ímynd kvennahandboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til þess að byrja að æfa handbolta, og stunda íþróttir lengur. Tölfræðin sýnir að strax á 14 ára aldri eru stelpur tvisvar sinnum líklegri til að hætta í íþróttum en strákar og 17 ára gamlar eru helmingur stelpna hættar að æfa íþróttir. Tími barna í íþróttum er talinn vera 10 ár og 78% þeirra stelpna sem hætta segjast ekki sjá fyrir sér neina framtíð í íþróttinni eða telja sig ekki hafa verið nógu góðar. Þessu þurfum við að breyta. Samfélagslegur ávinningur af aukinni þátttöku stelpna í íþróttum er mikill. Rannsóknir sýna að íþróttir ýta undir sterkari sjálfsímynd krakka og eru mikilvæg forvörn gegn neyslu vímuefna. Jákvæð tengsl eru jafnframt á milli íþrótta og góðrar andlegrar heilsu, þær byggja upp aga og félagsfærni en nýlegar kannanir benda til þess að þar séu íslensk börn eftirbátar annarra. Við ætlum ekki að sitja hjá. Við ætlum að leggja okkar að mörkum og breyta leiknum, hvað með þig?
Olís-deild kvenna Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira