Unga landsliðskonan fékk að finna fyrir því: „Þú þarft að taka hana úr jafnvægi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 14:00 Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun ársins og hefur staðið sig mjög vel með Fylkisliðinu í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Vísir/Bára Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna, fór yfir leik Fylkis og Þór/KA í síðustu umferð með sérfræðingum sínum Mist Rúnarsdóttur og Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk heldur betur að finna fyrir því frá leikmönnum Þór/KA í þessum leik og Pepsi Max mörk kvenna ákváðu að skoða það nánar. „Þetta er áhugavert. Var uppleggið hjá Þór/KA að koma Cecilíu úr jafnvægi? Arna fær gult fyrir að þvælast fyrir henni, Margrét fær rautt fyrir að þvælast fyrir henni og svo er hún keyrð niður af Örnu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Annað mark Þór/KA átti aldrei að standa því Arna Sif Ásgrímsdóttir keyrði þá greinilega niður Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir aukaspyrnu. Margrét Árnadóttir fékk líka rautt spjald eftir samskipti sín við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en stelpurnar sáu Cecilíu Rán þá komast upp með það að hefna sín. „Átti að taka fast á henni,“ spurði Helena Ólafsdóttir og benti á fyrrnefnd dæmi. „Ég myndi alltaf gera það. Ég myndi alltaf hlaupa í hana en vera bara kannski aðeins lúmskari en Arna. Auðvitað áttu að gera þetta. Hún er besti leikmaðurinn og þú þarft að taka hana úr jafnvægi. Þú þarf að gera eitthvað svo að hún hætti að verja,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem var vön því á sínum ferli að láta finna fyrir sér í teignum. „Ég heyrði líka í Fylkisbekknum og þau voru brjáluð og öskruðu: Dómari næst fylgist þú með markverðinum okkar í föstum leikatriðum. Hann virtist ekki gera það af því það er búið að gefa Örnu ‚soft' gult og rautt á Margréti. Svo leyfir hann þessu marki að standa. Mér finnst það ótrúlega skrýtið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Var uppleggið hjá Þór/KA að reyna að koma Cecilíu úr jafnvægi? FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Sjá meira
Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna, fór yfir leik Fylkis og Þór/KA í síðustu umferð með sérfræðingum sínum Mist Rúnarsdóttur og Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk heldur betur að finna fyrir því frá leikmönnum Þór/KA í þessum leik og Pepsi Max mörk kvenna ákváðu að skoða það nánar. „Þetta er áhugavert. Var uppleggið hjá Þór/KA að koma Cecilíu úr jafnvægi? Arna fær gult fyrir að þvælast fyrir henni, Margrét fær rautt fyrir að þvælast fyrir henni og svo er hún keyrð niður af Örnu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Annað mark Þór/KA átti aldrei að standa því Arna Sif Ásgrímsdóttir keyrði þá greinilega niður Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir aukaspyrnu. Margrét Árnadóttir fékk líka rautt spjald eftir samskipti sín við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en stelpurnar sáu Cecilíu Rán þá komast upp með það að hefna sín. „Átti að taka fast á henni,“ spurði Helena Ólafsdóttir og benti á fyrrnefnd dæmi. „Ég myndi alltaf gera það. Ég myndi alltaf hlaupa í hana en vera bara kannski aðeins lúmskari en Arna. Auðvitað áttu að gera þetta. Hún er besti leikmaðurinn og þú þarft að taka hana úr jafnvægi. Þú þarf að gera eitthvað svo að hún hætti að verja,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem var vön því á sínum ferli að láta finna fyrir sér í teignum. „Ég heyrði líka í Fylkisbekknum og þau voru brjáluð og öskruðu: Dómari næst fylgist þú með markverðinum okkar í föstum leikatriðum. Hann virtist ekki gera það af því það er búið að gefa Örnu ‚soft' gult og rautt á Margréti. Svo leyfir hann þessu marki að standa. Mér finnst það ótrúlega skrýtið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Var uppleggið hjá Þór/KA að reyna að koma Cecilíu úr jafnvægi? FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn