Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 14:49 Ferðamönnum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað verulega undanfarnar vikur eftir að seinni bylgja kórónuveirufaraldursins fór í gang með fylgjandi takmörkunum. Vísir/Vilhelm Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi Embætti landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur greindi frá því að hlutfall smitaðra á landamærunum væri nú um 0,3% sem svarar til um eins farþega af hverjum rúmlega þrjú hundruð. Hlutfallið var hins vegar 0,03% í júní og júlí. Þá sagði Þórólfur að rúmlega 60% þeirra sem greinast á landamærunum eigi lögheimili hér á landi. 24% þeirra sem greinast á landamærum séu íslenskir ríkisborgarar en restin mjög dreifð eftir ríkisföngum. Hann hyggst í dag senda ráðherra tillögur um hvernig aðgerðum á landamærum skuli háttað. Hann vildi ekki fara nánar út í tillögur sínar á fundinum í dag og taldi réttara að ráðherra fengi að lesa þær fyrst. Farþegar sem koma til Íslands erlendis frá geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku. Núverandi fyrirkomulag á landamærum gildir til 15. september. Þórólfur minnti á að hann teldi ekki ráðlagt að ráðast í tilslakanir innanlands og á landamærum á sama tíma. Breytingar innanlands er varða eins metra reglu og 200 manna samkomur tóku gildi á mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi Embætti landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur greindi frá því að hlutfall smitaðra á landamærunum væri nú um 0,3% sem svarar til um eins farþega af hverjum rúmlega þrjú hundruð. Hlutfallið var hins vegar 0,03% í júní og júlí. Þá sagði Þórólfur að rúmlega 60% þeirra sem greinast á landamærunum eigi lögheimili hér á landi. 24% þeirra sem greinast á landamærum séu íslenskir ríkisborgarar en restin mjög dreifð eftir ríkisföngum. Hann hyggst í dag senda ráðherra tillögur um hvernig aðgerðum á landamærum skuli háttað. Hann vildi ekki fara nánar út í tillögur sínar á fundinum í dag og taldi réttara að ráðherra fengi að lesa þær fyrst. Farþegar sem koma til Íslands erlendis frá geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku. Núverandi fyrirkomulag á landamærum gildir til 15. september. Þórólfur minnti á að hann teldi ekki ráðlagt að ráðast í tilslakanir innanlands og á landamærum á sama tíma. Breytingar innanlands er varða eins metra reglu og 200 manna samkomur tóku gildi á mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira