Stoltar af því að sameina krafta sína Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. september 2020 20:50 Sigurlaug Dröfn, Ingunn Sig, Heiður Ósk og Sara Dögg hafa allar mikinn áhuga á öllu sem við kemur förðun og hafa kennt hundruðum förðunarfræðinga hér á landi. Aðsend mynd Förðunarskólinn Reykjavík Makeup School tilkynnti í kvöld breytingar, þar sem þær Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir hafa bæst við eigendahópinn. Reykjavik Makeup School er elsti förðunarskólinn á Íslandi, stofnaður í október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg Johansen og Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur sem báðar hafa starfað við fagið í áratug. Sara Dögg segir að þær séu ánægðar að taka þetta skref í stækkun skólans. „Með þessu náum við að sameina krafta okkar og vinna í allskonar framtíðarplönum sem við sjáum fyrir okkur með Reykjavík Makeup School. Við munum fókusera á styrkleika hverrar annarrar og erum við rosalega spenntar fyrir samstarfinu við Heiði og Ingunni, saman munum við halda áfram að byggja um “flottasta” makeup skólann á Íslandi,“ segir Sigurlaug Dröfn, betur þekkt sem Silla. Heiður Ósk og Ingunn hafa verið hluti af kennarahóp Söru og Sillu í Reykjavík Makeup School síðustu misseri og samhliða því haldið Snyrtinámskeið í samstarfi við skólann. Þær eru báðar lærðir förðunarfræðingar og viðskiptafræðingar og hafa starfað undir nafninu HI beauty og einnig bloggað undir sama nafni á síðunni Trendnet. Allar fjórar hafa mikla reynslu af förðun fyrir einstaklinga, myndatökur, auglýsingar, tískusýningar og fleira og eru spenntar fyrir verkefnunum fram undan. Heiða og Ingunn eru þakklátar fyrir tækifærið til að gerast meðeigendur Reykjavík Makeup School. „Það eru fyrst og fremst algjör forréttindi að fá́ að starfa við það sem þú́ elskar. Svona tækifæri fær maður ekki oft, og er búin að þurfa að klípa mig oft í́ höndina á́ síðustu dögum. Ég fyllist stolti að standa við hliðina á þessum frábæru konum og hlakka til að takast á́ við öll fjölbreyttu verkefnin sem okkur biða í́ framtíðinni saman,“ segir Heiður Ósk. „Þetta er draumi líkast. Að fá́ svona flott tækifæri og að starfa við það sem þú́ elskar,“ bætir Ingunn við. Förðun Skóla - og menntamál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Förðunarskólinn Reykjavík Makeup School tilkynnti í kvöld breytingar, þar sem þær Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir hafa bæst við eigendahópinn. Reykjavik Makeup School er elsti förðunarskólinn á Íslandi, stofnaður í október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg Johansen og Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur sem báðar hafa starfað við fagið í áratug. Sara Dögg segir að þær séu ánægðar að taka þetta skref í stækkun skólans. „Með þessu náum við að sameina krafta okkar og vinna í allskonar framtíðarplönum sem við sjáum fyrir okkur með Reykjavík Makeup School. Við munum fókusera á styrkleika hverrar annarrar og erum við rosalega spenntar fyrir samstarfinu við Heiði og Ingunni, saman munum við halda áfram að byggja um “flottasta” makeup skólann á Íslandi,“ segir Sigurlaug Dröfn, betur þekkt sem Silla. Heiður Ósk og Ingunn hafa verið hluti af kennarahóp Söru og Sillu í Reykjavík Makeup School síðustu misseri og samhliða því haldið Snyrtinámskeið í samstarfi við skólann. Þær eru báðar lærðir förðunarfræðingar og viðskiptafræðingar og hafa starfað undir nafninu HI beauty og einnig bloggað undir sama nafni á síðunni Trendnet. Allar fjórar hafa mikla reynslu af förðun fyrir einstaklinga, myndatökur, auglýsingar, tískusýningar og fleira og eru spenntar fyrir verkefnunum fram undan. Heiða og Ingunn eru þakklátar fyrir tækifærið til að gerast meðeigendur Reykjavík Makeup School. „Það eru fyrst og fremst algjör forréttindi að fá́ að starfa við það sem þú́ elskar. Svona tækifæri fær maður ekki oft, og er búin að þurfa að klípa mig oft í́ höndina á́ síðustu dögum. Ég fyllist stolti að standa við hliðina á þessum frábæru konum og hlakka til að takast á́ við öll fjölbreyttu verkefnin sem okkur biða í́ framtíðinni saman,“ segir Heiður Ósk. „Þetta er draumi líkast. Að fá́ svona flott tækifæri og að starfa við það sem þú́ elskar,“ bætir Ingunn við.
Förðun Skóla - og menntamál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira