Forstjóri Rio Tinto hættir eftir umdeildar hellasprengingar Kristín Ólafsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 11. september 2020 06:26 Jean-Sebastien Jacques, fráfarandi forstjóri Rio Tinto. Getty/Scott Barbour/Stringer Forstjóri námurisans Rio Tinto, sem meðal annars rekur álver ISAL í Straumsvík, mun láta af störfum ásamt nokkrum öðrum háttsettum starfsmönnum fyrirtækisins vegna framgöngu Rio Tinto í Ástralíu. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að eyðileggja heilaga staði frumbyggja Ástralíu en í maí síðastliðnum voru tveir hellar í Pilbara í Vestur-Ástralíu sprengdir í loft upp. Það var gert þrátt fyrir áköf mótmæli frumbyggjasamfélagsins en hellarnir voru taldir með merkilegri stöðum í landinu með tilliti til fornleifarannsókna. Mannvistarleifar hafa fundist í hellunum sem bentu til þess að fólk hafi haft þar búsetu fyrir 46 þúsund árum. Undir hellunum var hinsvegar verðmætt járngrýti sem Rio Tinto ásældist og því var ákveðið að sprengja þá. Í morgun kom loks yfirlýsing frá stjórn Rio Tinto þar sem sagði að í ljósi mótmæla almennings og hluthafa hafi forstjóranum, Jean-Sébastien Jacques, verið gefinn kostur á að láta af störfum. Hann mun þó gegna stöðu forstjóra fram í mars á næsta ári, eða uns nýr forstjóri kemur til starfa. Rekstur Rio Tinto á Íslandi hefur verið þungur undanfarin ár. Endurskoðun hefur staðið yfir á starfseminni í Straumsvík og hefur ISAL sagst hafa lokun álversins til skoðunar. Þá er kjaradeila starfsmanna álversins við fyrirtækið komin á borð ríkissáttasemjara. Ástralía Stóriðja Tengdar fréttir Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. 20. ágúst 2020 07:27 Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Forstjóri námurisans Rio Tinto, sem meðal annars rekur álver ISAL í Straumsvík, mun láta af störfum ásamt nokkrum öðrum háttsettum starfsmönnum fyrirtækisins vegna framgöngu Rio Tinto í Ástralíu. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að eyðileggja heilaga staði frumbyggja Ástralíu en í maí síðastliðnum voru tveir hellar í Pilbara í Vestur-Ástralíu sprengdir í loft upp. Það var gert þrátt fyrir áköf mótmæli frumbyggjasamfélagsins en hellarnir voru taldir með merkilegri stöðum í landinu með tilliti til fornleifarannsókna. Mannvistarleifar hafa fundist í hellunum sem bentu til þess að fólk hafi haft þar búsetu fyrir 46 þúsund árum. Undir hellunum var hinsvegar verðmætt járngrýti sem Rio Tinto ásældist og því var ákveðið að sprengja þá. Í morgun kom loks yfirlýsing frá stjórn Rio Tinto þar sem sagði að í ljósi mótmæla almennings og hluthafa hafi forstjóranum, Jean-Sébastien Jacques, verið gefinn kostur á að láta af störfum. Hann mun þó gegna stöðu forstjóra fram í mars á næsta ári, eða uns nýr forstjóri kemur til starfa. Rekstur Rio Tinto á Íslandi hefur verið þungur undanfarin ár. Endurskoðun hefur staðið yfir á starfseminni í Straumsvík og hefur ISAL sagst hafa lokun álversins til skoðunar. Þá er kjaradeila starfsmanna álversins við fyrirtækið komin á borð ríkissáttasemjara.
Ástralía Stóriðja Tengdar fréttir Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. 20. ágúst 2020 07:27 Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50
Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. 20. ágúst 2020 07:27
Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11