Serena tapaði uppgjörinu hjá mömmunum og missti af úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 10:00 Victoria Azarenka og Serena Williams voru báðar að keppast við að vinna fyrsta risatitil sinn sem mæður. Samsett/AP/Seth Wenig Það verða þær Victoria Azarenka og Naomi Osaka sem spila til úrslita í kvennaflokki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Hvít-Rússinn Victoria Azarenka tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að slá út hina bandarísku Serenu Willams. Serena Williams byrjaði frábærlega og vann fyrsta settið 6-1 en Azarenka svaraði með því að vinna tvö hin seinni 6-3 og 6-3. Hin japanska Naomi Osaka vann sinn undanúrslitaleik á móti Jennifer Brady 7-6 (7-1), 3-6 og 6-3. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun laugardag en Bandaríkjamenn eiga þar ekki fulltrúa því þeirra konur töpuðu báðar í undanúrslitunum. VICTORIA AZARENKA HAS DONE IT!She comes back to defeat Serena Williams for the final spot in the #USOpen championship match.This will be Azarenka's first major final in seven years. pic.twitter.com/T8depXUMLO— ESPN (@espn) September 11, 2020 Augu margra voru á uppgjörinu hjá mömmunum tveimur. Báðar eiga þær Victoria Azarenka og Serena Willams það nefnilega sameiginlegt að eiga ungt barn og eru að elta fyrsta risamótstitil sinn eftir barnaeignafrí. Tíminn er ekki að vinna með Serenu Williams sem ætlar sér að vinna risatitil sem móðir en hún orðin 38 ára gömul. Henni ekki tekist ennþá að vinna risatitil á síðustu árum þrátt fyrir að komast í úrslitaleikinn á fjórum risamótum og nú í undanúrslitin á því fimmta. Serena eignaðist dótturina Olympia í september árið 2017. Serena Williams lenti í vandræðum með hásina sína snemma í þriðja settinu á móti Victoriu Azarenka í nótt og var ekki líkleg til afreka eftir það. Williams þarf því að bíða enn lengur eftir því að vinna sinn 24. risatitil á ferlinum. Serena Williams falls to Victoria Azarenka in the US Open semifinals This is Azarenka s first win in a major against Serena pic.twitter.com/de4KNgT35O— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2020 Victoria Azarenka er aftur á móti kominn aftur í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu eftir sjö ára fjarveru. Þetta var líka tímamótasigur fyrir hana því hún hafði aldrei áður unnið Serenu á risamóti. Azarenka eignaðist soninn Leó í lok desember árið 2016 en þetta var í fyrsta sinn síðan hún komst í undanúrslit risamóts síðan þá. Reyndar var hún að komast svo langt í fyrsta sinn síðan árið 2013 þegar Azarenka var í úrslitum á tveimur risamótum og vann Opna ástralska. Hún hefur staðið í sambandsslitum og forræðisdeilu en virðist loksins vera búin að finna taktinn aftur sem á sínum tíma skilaði henni í efsta sæti heimslistans. .@NaomiOsaka in the stands wearing a Kobe jersey after advancing to the #USOpen final pic.twitter.com/SZmUoXfyYt— ESPN (@espn) September 11, 2020 Mótherji Victoriu Azarenka í úrslitaleiknum á laugardaginn er hin Japanska Naomi Osaka. Naomi Osaka er bara 22 ára gömul en er að komast í annað skiptið í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Mótherjinn er níu árum eldri en hún. Naomi Osaka vann Opna bandaríska mjög óvænt árið 2018 og fylgdi því eftir með sigri á opna ástralska. Hún náði ekki að fylgja því alveg eftir og þetta er fyrsti úrslitaleikur hennar á risamóti síðan í janúar 2019. Tennis Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Það verða þær Victoria Azarenka og Naomi Osaka sem spila til úrslita í kvennaflokki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Hvít-Rússinn Victoria Azarenka tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að slá út hina bandarísku Serenu Willams. Serena Williams byrjaði frábærlega og vann fyrsta settið 6-1 en Azarenka svaraði með því að vinna tvö hin seinni 6-3 og 6-3. Hin japanska Naomi Osaka vann sinn undanúrslitaleik á móti Jennifer Brady 7-6 (7-1), 3-6 og 6-3. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun laugardag en Bandaríkjamenn eiga þar ekki fulltrúa því þeirra konur töpuðu báðar í undanúrslitunum. VICTORIA AZARENKA HAS DONE IT!She comes back to defeat Serena Williams for the final spot in the #USOpen championship match.This will be Azarenka's first major final in seven years. pic.twitter.com/T8depXUMLO— ESPN (@espn) September 11, 2020 Augu margra voru á uppgjörinu hjá mömmunum tveimur. Báðar eiga þær Victoria Azarenka og Serena Willams það nefnilega sameiginlegt að eiga ungt barn og eru að elta fyrsta risamótstitil sinn eftir barnaeignafrí. Tíminn er ekki að vinna með Serenu Williams sem ætlar sér að vinna risatitil sem móðir en hún orðin 38 ára gömul. Henni ekki tekist ennþá að vinna risatitil á síðustu árum þrátt fyrir að komast í úrslitaleikinn á fjórum risamótum og nú í undanúrslitin á því fimmta. Serena eignaðist dótturina Olympia í september árið 2017. Serena Williams lenti í vandræðum með hásina sína snemma í þriðja settinu á móti Victoriu Azarenka í nótt og var ekki líkleg til afreka eftir það. Williams þarf því að bíða enn lengur eftir því að vinna sinn 24. risatitil á ferlinum. Serena Williams falls to Victoria Azarenka in the US Open semifinals This is Azarenka s first win in a major against Serena pic.twitter.com/de4KNgT35O— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2020 Victoria Azarenka er aftur á móti kominn aftur í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu eftir sjö ára fjarveru. Þetta var líka tímamótasigur fyrir hana því hún hafði aldrei áður unnið Serenu á risamóti. Azarenka eignaðist soninn Leó í lok desember árið 2016 en þetta var í fyrsta sinn síðan hún komst í undanúrslit risamóts síðan þá. Reyndar var hún að komast svo langt í fyrsta sinn síðan árið 2013 þegar Azarenka var í úrslitum á tveimur risamótum og vann Opna ástralska. Hún hefur staðið í sambandsslitum og forræðisdeilu en virðist loksins vera búin að finna taktinn aftur sem á sínum tíma skilaði henni í efsta sæti heimslistans. .@NaomiOsaka in the stands wearing a Kobe jersey after advancing to the #USOpen final pic.twitter.com/SZmUoXfyYt— ESPN (@espn) September 11, 2020 Mótherji Victoriu Azarenka í úrslitaleiknum á laugardaginn er hin Japanska Naomi Osaka. Naomi Osaka er bara 22 ára gömul en er að komast í annað skiptið í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Mótherjinn er níu árum eldri en hún. Naomi Osaka vann Opna bandaríska mjög óvænt árið 2018 og fylgdi því eftir með sigri á opna ástralska. Hún náði ekki að fylgja því alveg eftir og þetta er fyrsti úrslitaleikur hennar á risamóti síðan í janúar 2019.
Tennis Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira