Opnunartími leikskóla í Reykjavík – kyn og kóróna Sóley Tómasdóttir og Sunna Símonardóttir skrifa 11. september 2020 13:00 Nú liggur fyrir jafnréttismat á áformum meirihluta borgarstjórnar um styttingu opnunartíma leikskólanna. Matið staðfestir réttmæti þeirrar gagnrýni sem áformin sættu á sínum tíma, enda myndu breytingarnar lenda á herðum kvenna í ríkari mæli en karla, þær kæmu verst niður á fólki með ósveigjanlegan vinnutíma og lítið félagslegt bakland; láglaunafólki og fólki af erlendu bergi brotið. Matið er mjög vel unnið, þar sem eigindleg og megindleg gögn eru sett í kynjafræðilegt og sögulegt samhengi. Niðurstaða jafnréttismatsins kemur ekki á óvart en það er umhugsunarefni að ekki sé almennari vitneskja um það sem þar kemur fram. Það er verulegt áhyggjuefni að heilt fagráð skuli taka ákvörðun um styttingu opnunartíma á leikskólum án þess að velta fyrir sér þeim skaðlegu áhrifum sem það myndi hafa fyrir konur og jaðarsetta hópa og þar með samfélagið allt. Þá má þakka fyrir verkferla um jafnréttismat, sem hafa aldeilis sannað tilgang sinn. Eða hvað? Jafnréttismatið sem nú liggur fyrir var ekki sjálfkrafa framkvæmt, heldur var ákvörðuninni beint í þann farveg eftir að hafa mætt gríðarlegri gagnrýni, m.a. af hálfu sérfræðinga á sviði kynja- og fjölbreytileika og foreldra. Framkvæmd jafnréttismatsins var nauðvörn meirihlutans sem þó tekur skýrt fram í sáttmála sínum að þau hyggist þróa áfram kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir og stuðla þannig að jafnrétti og réttlátari nýtingu fjármuna. Undir eðlilegum kringumstæðum væri málinu nú lokið, enda ákvað meirihlutinn að ekkert yrði aðhafst fyrr en jafnréttismat lægi fyrir. Því mætti ætla að niðurstöðurnar yrðu teknar alvarlega og opnunartíminn héldist óbreyttur. En raunveruleikinn er allt annar. „Hér varð hrun“ Eftir allt sem á undan var gengið ákvað meirihlutinn samt að stytta opnunartíma leikskólanna, ekki af þeim meintu faglegu ástæðum sem áður höfðu verið gefnar upp, heldur vegna kórónaveirufaraldursins. Sóttvarnaraðgerðir eru vissulega mikilvægar og eðlilegt að starfsemi Reykjavíkurborgar hafi tekið einhverjum breytingum eins og samfélagið allt þegar faraldurinn skall á. Umtalsverðar breytingar urðu tímabundið á leikskólaþjónustu sem nú hefur verið aflétt að mestu leyti, þó ekki öllu. Frá því í mars hefur opnunartími leikskólanna verið til 16.30 og meirihlutinn hyggst halda því óbreyttu til áramóta ef marka má fundargerðir skóla- og frístundaráðs. Þessi aðferðafræði er kunnugleg, enda skemmst að minnast allra þeirra afleiðinga sem bankahrunið hafði, þar sem öryrkjar og lágtekjufólk tók á sig mun þyngri byrðar en hátekjufólk, þar sem konum var gert að sætta sig við meira langtímaatvinnuleysi en karlar, þar sem niðurskurður bitnaði á grunninnviðum og takmarkaði þar með þátttöku kvenna á vinnumarkaði – af því „hér varð hrun!“ Jafnréttismat er alltaf mikilvægt Í kynjuðu valdakerfi er mikilvægt að greina allar ákvarðanir út frá jafnréttissjónarmiðum, hvort sem um nýjar ákvarðanir er að ræða eða breytingar á eldra fyrirkomulagi. Við eigum að vera komin miklu lengra en svo að það sé hægt að sleppa jafnréttisvinkli af því eitthvað annað sé mikilvægara. Sóttvarnaraðgerðir hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna og jaðarsettra hópa, heimilisofbeldi hefur aukist og ábyrgðardreifing á heimilum hefur skekkst. Þetta staðfesta allar nýlegar greiningar og rannsóknir. Það liggur fyrir jafnréttismat sem mælir eindregið gegn styttingu opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Við slíkar aðstæður er engin leið að réttlæta ákvörðun meirihlutans. Kreppan sem kúgunartæki? Hvernig getur það gerst að meirihluti sem kennir sig við jöfnuð og kvenfrelsi leggi fram tillögu sem vitað er að mun bitna á konum og jaðarsettu fólki í Reykjavík, bakki svo smá vegna gagnrýni, láti jafnréttismeta hana en fari samt sínu fram þrátt fyrir allt í skjóli heimsfaraldurs? Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um þá sannfæringu sem liggur að baki heilum kafla um kynjajafnrétti og kjaramál í meirihlutasáttmála Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík og þá pólítík sem meirihluti borgarstjórnar er raunverulega að reka. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Sunna Símonardóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir jafnréttismat á áformum meirihluta borgarstjórnar um styttingu opnunartíma leikskólanna. Matið staðfestir réttmæti þeirrar gagnrýni sem áformin sættu á sínum tíma, enda myndu breytingarnar lenda á herðum kvenna í ríkari mæli en karla, þær kæmu verst niður á fólki með ósveigjanlegan vinnutíma og lítið félagslegt bakland; láglaunafólki og fólki af erlendu bergi brotið. Matið er mjög vel unnið, þar sem eigindleg og megindleg gögn eru sett í kynjafræðilegt og sögulegt samhengi. Niðurstaða jafnréttismatsins kemur ekki á óvart en það er umhugsunarefni að ekki sé almennari vitneskja um það sem þar kemur fram. Það er verulegt áhyggjuefni að heilt fagráð skuli taka ákvörðun um styttingu opnunartíma á leikskólum án þess að velta fyrir sér þeim skaðlegu áhrifum sem það myndi hafa fyrir konur og jaðarsetta hópa og þar með samfélagið allt. Þá má þakka fyrir verkferla um jafnréttismat, sem hafa aldeilis sannað tilgang sinn. Eða hvað? Jafnréttismatið sem nú liggur fyrir var ekki sjálfkrafa framkvæmt, heldur var ákvörðuninni beint í þann farveg eftir að hafa mætt gríðarlegri gagnrýni, m.a. af hálfu sérfræðinga á sviði kynja- og fjölbreytileika og foreldra. Framkvæmd jafnréttismatsins var nauðvörn meirihlutans sem þó tekur skýrt fram í sáttmála sínum að þau hyggist þróa áfram kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir og stuðla þannig að jafnrétti og réttlátari nýtingu fjármuna. Undir eðlilegum kringumstæðum væri málinu nú lokið, enda ákvað meirihlutinn að ekkert yrði aðhafst fyrr en jafnréttismat lægi fyrir. Því mætti ætla að niðurstöðurnar yrðu teknar alvarlega og opnunartíminn héldist óbreyttur. En raunveruleikinn er allt annar. „Hér varð hrun“ Eftir allt sem á undan var gengið ákvað meirihlutinn samt að stytta opnunartíma leikskólanna, ekki af þeim meintu faglegu ástæðum sem áður höfðu verið gefnar upp, heldur vegna kórónaveirufaraldursins. Sóttvarnaraðgerðir eru vissulega mikilvægar og eðlilegt að starfsemi Reykjavíkurborgar hafi tekið einhverjum breytingum eins og samfélagið allt þegar faraldurinn skall á. Umtalsverðar breytingar urðu tímabundið á leikskólaþjónustu sem nú hefur verið aflétt að mestu leyti, þó ekki öllu. Frá því í mars hefur opnunartími leikskólanna verið til 16.30 og meirihlutinn hyggst halda því óbreyttu til áramóta ef marka má fundargerðir skóla- og frístundaráðs. Þessi aðferðafræði er kunnugleg, enda skemmst að minnast allra þeirra afleiðinga sem bankahrunið hafði, þar sem öryrkjar og lágtekjufólk tók á sig mun þyngri byrðar en hátekjufólk, þar sem konum var gert að sætta sig við meira langtímaatvinnuleysi en karlar, þar sem niðurskurður bitnaði á grunninnviðum og takmarkaði þar með þátttöku kvenna á vinnumarkaði – af því „hér varð hrun!“ Jafnréttismat er alltaf mikilvægt Í kynjuðu valdakerfi er mikilvægt að greina allar ákvarðanir út frá jafnréttissjónarmiðum, hvort sem um nýjar ákvarðanir er að ræða eða breytingar á eldra fyrirkomulagi. Við eigum að vera komin miklu lengra en svo að það sé hægt að sleppa jafnréttisvinkli af því eitthvað annað sé mikilvægara. Sóttvarnaraðgerðir hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna og jaðarsettra hópa, heimilisofbeldi hefur aukist og ábyrgðardreifing á heimilum hefur skekkst. Þetta staðfesta allar nýlegar greiningar og rannsóknir. Það liggur fyrir jafnréttismat sem mælir eindregið gegn styttingu opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Við slíkar aðstæður er engin leið að réttlæta ákvörðun meirihlutans. Kreppan sem kúgunartæki? Hvernig getur það gerst að meirihluti sem kennir sig við jöfnuð og kvenfrelsi leggi fram tillögu sem vitað er að mun bitna á konum og jaðarsettu fólki í Reykjavík, bakki svo smá vegna gagnrýni, láti jafnréttismeta hana en fari samt sínu fram þrátt fyrir allt í skjóli heimsfaraldurs? Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um þá sannfæringu sem liggur að baki heilum kafla um kynjajafnrétti og kjaramál í meirihlutasáttmála Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík og þá pólítík sem meirihluti borgarstjórnar er raunverulega að reka. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun