Milljarðamæringurinn Mahomes magnaður í sigri meistaranna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 12:30 Patrick Mahomes stendur hér með öðrum leikmönnum Kansas City Chiefs fyrir leikinn. AP/Charlie Riedel Kansas City Chiefs hélt áfram þar sem frá var horfið í úrslitakeppninni í byrjun ársins þegar liðið vann sannfærandi sigur á Houston Texans, 34-20, í opnunarleik NFL-deildarinnar í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fékk risasamning í sumar og fær ekki alla þessa milljarða af ástæðulausu. Hann virtist hafa öll svörin á hreinu gegn Houston Texans vörninni í þessum leik og er án efa besti leikmaður NFL-deildarinnar í dag. Patrick Mahomes gaf þrjár snertimarkssendingar og stýrði sóknarleik Kansas City Chiefs liðsins af öryggi þrátt fyrir að gestirnir frá Texas hafi verið að reyna að rugla hann í ríminu með breyttum varnarleik. "We wanted to show that we're unified as a league and we're not going to let playing football distract us from what we're doing and making change in this world." @PatrickMahomes explains the Moment of Unity between the Chiefs and Texans before the game. pic.twitter.com/U2fhbMBrrE— Sunday Night Football (@SNFonNBC) September 11, 2020 Travis Kelce, Sammy Watkins og Tyreek Hill skoruðu allir snertimark í leiknum og nýliðinn Clyde Edwards-Helaire stimplaði sig inn með stórleik. Edwards-Helaire hljóp alls 138 jarda og skoraði eitt snertimark í sínum fyrsta NFL-leik. Sautján þúsund áhorfendur fengu að mæta á leikinn sem setti vissulega sinn svip á hann. Þeir voru kannski á víð og dreif um stúkuna en létu heyra vel í sér. „Ég er mjög stoltur af leikmönnunum okkar en ég líka stoltur af stuðningsmönnunum okkar. Þeir mættu og þeir létu heyra í sér,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs. Deshaun Watson er líka búinn að fá nýjan milljarðasamning en féll enn á ný í skuggann af Patrick Mahomes. Watson átti eina snertimarkssendingu og skoraði líka sjálfur snertimark en fyrir utan fyrsta leikhlutann sem Houston Texans vann 7-0 þá var leikurinn í höndum Mahomes og félaga. Kansas City Chiefs vann níu síðustu leiki sína á síðasta tímabili og það var ekkert í þessum leik sem bendir til þess að sú sigurganga sér að fara að enda á næstunni. watch on YouTube NFL Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Kansas City Chiefs hélt áfram þar sem frá var horfið í úrslitakeppninni í byrjun ársins þegar liðið vann sannfærandi sigur á Houston Texans, 34-20, í opnunarleik NFL-deildarinnar í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fékk risasamning í sumar og fær ekki alla þessa milljarða af ástæðulausu. Hann virtist hafa öll svörin á hreinu gegn Houston Texans vörninni í þessum leik og er án efa besti leikmaður NFL-deildarinnar í dag. Patrick Mahomes gaf þrjár snertimarkssendingar og stýrði sóknarleik Kansas City Chiefs liðsins af öryggi þrátt fyrir að gestirnir frá Texas hafi verið að reyna að rugla hann í ríminu með breyttum varnarleik. "We wanted to show that we're unified as a league and we're not going to let playing football distract us from what we're doing and making change in this world." @PatrickMahomes explains the Moment of Unity between the Chiefs and Texans before the game. pic.twitter.com/U2fhbMBrrE— Sunday Night Football (@SNFonNBC) September 11, 2020 Travis Kelce, Sammy Watkins og Tyreek Hill skoruðu allir snertimark í leiknum og nýliðinn Clyde Edwards-Helaire stimplaði sig inn með stórleik. Edwards-Helaire hljóp alls 138 jarda og skoraði eitt snertimark í sínum fyrsta NFL-leik. Sautján þúsund áhorfendur fengu að mæta á leikinn sem setti vissulega sinn svip á hann. Þeir voru kannski á víð og dreif um stúkuna en létu heyra vel í sér. „Ég er mjög stoltur af leikmönnunum okkar en ég líka stoltur af stuðningsmönnunum okkar. Þeir mættu og þeir létu heyra í sér,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs. Deshaun Watson er líka búinn að fá nýjan milljarðasamning en féll enn á ný í skuggann af Patrick Mahomes. Watson átti eina snertimarkssendingu og skoraði líka sjálfur snertimark en fyrir utan fyrsta leikhlutann sem Houston Texans vann 7-0 þá var leikurinn í höndum Mahomes og félaga. Kansas City Chiefs vann níu síðustu leiki sína á síðasta tímabili og það var ekkert í þessum leik sem bendir til þess að sú sigurganga sér að fara að enda á næstunni. watch on YouTube
NFL Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira