Þurfti að taka börn úr skólunum vegna mygluveikinda: Búið að loka einni byggingu Barnaskólans í Reykjavík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. september 2020 19:00 Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt. Gréta Ósk Óskarsdóttir og fjölskylda höfðu náð bata eftir mygluveikindi en eftir að börnin hennar tvö byrjuðu á leikskóla Hjallastefnunnar Öskju í Öskjuhlíð, fóru einkenninn að gera vart við sig á ný. „Það var erfitt fyrir þau að vera í fötum, börnin voru að væla, það er roði í kynnum, þreyta og illt í maganaum," segir Gréta Ósk. Einkenni eldra barnsins hafi snarversnað þegar það fór yfir í Barnaskólann í fyrra, en skólinn er við hlið leikskólans. Leikskólinn Askja og Barnaskólinn í Reykjavík eru í ÖskjuhlíðVÍSIR „Það eru þrenn önnur hjón sem hafa haft miklar áhyggjur og tveir starfsmenn sem hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda,“ segir Gréta sem hefur verið í sambandi við aðra foreldra vegna málsins. „Við upplifðum marga leka bara á tveimur og hálfu ári , þá lak trekk í trekk og margar viðgerðir sem þurfti að gera. Þá var viðurinn orðinn svartur af rakaskemmdum," segir Gréta Ósk. Eftir ítrekaðar óskir um úrbætur og aðkomu sérfræðinga segist Gréta hafa verið tilneydd til að taka börnin sín úr skólunum í vor og íhugar nú málsókn. Fleiri foreldrar hafa tekið börn sín úr skólanum. Lítið hafi verið hlustað á áhyggjuraddir. „Þau hafa verið í afneitun og að fela. Gerðu það minnsta sem hægt var að gera og komast upp með og ég tók saman allar sögur og allar frásagnir og sendi til framkvæmdastýru,“ segir Gréta. Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldraVISIR Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldra. „Þegar það kom upp grunur þá var ég í sambandi við foreldra og við sammæltust um það að fá fyrirtæki til að taka út loftgæði í húsunum og það kemur niðurstaða í mars um að loftgæðin hafi verið í lagi. Þau voru ekki sátt við þá niðurstöðu þannig eftir að Covid lauk þá ákváðum við að opna skólann og opnuðum miðrýmið í sumar og sáum að þetta var ekki í lagi,“ segir Þórdís. Þar sem ástandið hafi verið slæmt var byggingunni um leið lokað. Þá hafi verkfræðistofan Efla verið fengin til að gera úttekt á skólanum nú í haust. Sú úttekt er nú hafin samkvæmt upplýsingum frá Eflu. „Það er einlæg ósk mín og von að foreldrar upplifi það við séum að taka þetta gríðarlega alvarlega því mygla er gríðarlega alvarleg,“ segir Þórdís Inga. Gréta segir að foreldrar barna í skólanum hafi aldrei verið látnir vita af vandamálinu. „Þarna var aldrei talað við foreldra eða aldrei talað við starfsfólkið og það er ekki ennþá búið að gera það. Þetta er langt og ljótt mál og við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa frábæru stefnu,“ segir Gréta. „Það að þegar við fáum niðurstöðu frá fyrirtæki um að þetta sé í lagi og svo kemur í ljós að þetta var kannski ekki alveg í lagi að þá skil ég vel foreldra að líða ekki vel með stöðuna og mér finnst það bara hræðilega leiðinlegt,“ segir Þórdís Inga. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt. Gréta Ósk Óskarsdóttir og fjölskylda höfðu náð bata eftir mygluveikindi en eftir að börnin hennar tvö byrjuðu á leikskóla Hjallastefnunnar Öskju í Öskjuhlíð, fóru einkenninn að gera vart við sig á ný. „Það var erfitt fyrir þau að vera í fötum, börnin voru að væla, það er roði í kynnum, þreyta og illt í maganaum," segir Gréta Ósk. Einkenni eldra barnsins hafi snarversnað þegar það fór yfir í Barnaskólann í fyrra, en skólinn er við hlið leikskólans. Leikskólinn Askja og Barnaskólinn í Reykjavík eru í ÖskjuhlíðVÍSIR „Það eru þrenn önnur hjón sem hafa haft miklar áhyggjur og tveir starfsmenn sem hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda,“ segir Gréta sem hefur verið í sambandi við aðra foreldra vegna málsins. „Við upplifðum marga leka bara á tveimur og hálfu ári , þá lak trekk í trekk og margar viðgerðir sem þurfti að gera. Þá var viðurinn orðinn svartur af rakaskemmdum," segir Gréta Ósk. Eftir ítrekaðar óskir um úrbætur og aðkomu sérfræðinga segist Gréta hafa verið tilneydd til að taka börnin sín úr skólunum í vor og íhugar nú málsókn. Fleiri foreldrar hafa tekið börn sín úr skólanum. Lítið hafi verið hlustað á áhyggjuraddir. „Þau hafa verið í afneitun og að fela. Gerðu það minnsta sem hægt var að gera og komast upp með og ég tók saman allar sögur og allar frásagnir og sendi til framkvæmdastýru,“ segir Gréta. Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldraVISIR Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldra. „Þegar það kom upp grunur þá var ég í sambandi við foreldra og við sammæltust um það að fá fyrirtæki til að taka út loftgæði í húsunum og það kemur niðurstaða í mars um að loftgæðin hafi verið í lagi. Þau voru ekki sátt við þá niðurstöðu þannig eftir að Covid lauk þá ákváðum við að opna skólann og opnuðum miðrýmið í sumar og sáum að þetta var ekki í lagi,“ segir Þórdís. Þar sem ástandið hafi verið slæmt var byggingunni um leið lokað. Þá hafi verkfræðistofan Efla verið fengin til að gera úttekt á skólanum nú í haust. Sú úttekt er nú hafin samkvæmt upplýsingum frá Eflu. „Það er einlæg ósk mín og von að foreldrar upplifi það við séum að taka þetta gríðarlega alvarlega því mygla er gríðarlega alvarleg,“ segir Þórdís Inga. Gréta segir að foreldrar barna í skólanum hafi aldrei verið látnir vita af vandamálinu. „Þarna var aldrei talað við foreldra eða aldrei talað við starfsfólkið og það er ekki ennþá búið að gera það. Þetta er langt og ljótt mál og við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa frábæru stefnu,“ segir Gréta. „Það að þegar við fáum niðurstöðu frá fyrirtæki um að þetta sé í lagi og svo kemur í ljós að þetta var kannski ekki alveg í lagi að þá skil ég vel foreldra að líða ekki vel með stöðuna og mér finnst það bara hræðilega leiðinlegt,“ segir Þórdís Inga.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira