Tvö neðstu lið Pepsi Max deildar karla mætast í síðasta leik fjórtándu umferðar þegar Grótta og Fjölnir mætast á Seltjarnarnesi.
Liðin eru nýliðar í deildinni og stefnir allt í að þau muni fara strax aftur niður úr deild þeirra bestu en Fjölnir er enn án sigurs og hefur aðeins fjögur stig í neðsta sæti deildarinnar en Grótta er með tveimur stigum meira í 11.sæti.
Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:05.
Strax í kjölfarið verður öll umferðin gerð upp af Gumma Ben og félögum í Pepsi Max stúkunni.