Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 06:24 Alls voru 52 mál skráð hjá lögreglu á frá fimm í gær til fimm í morgun.. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. Vitni að innbrotinu gat gefið lögregluþjónum góða lýsingu á innbrotsþjófnum og var hann gómaður á hlaupum þar nærri. Hann var með poka fullan af skartgripum sem metnir eru á nokkrar milljónir króna. Alls voru 52 mál skráð hjá lögreglu á frá fimm í gær til fimm í morgun. Í einu þeirra barst tilkynning frá starfsfólki kaffihúss í miðbænum. Þar hafði æst kona gengið inn á meðan verið var að loka staðnum, upp úr klukkan sex, og krafðist hún þjónustu. Þegar henni var neitað greip hún veitingar ófrjálsri hendi og neytti þeirra fyrir framan starfsfólki, samkvæmt dagbók lögreglu. Því næst rauk hún á brott og bar leit að henni ekki árangur. Maður óskaði eftir aðstoð lögreglu í gærkvöldi vegna hótana sem hann varð fyrir og tilraunar til fjárkúgunar. Tveir ungir menn höfðu sakað hann um að reyna að setja sig í samband við stúlku undir lögaldri og heimtuðu af honum peninga. Þá óskuðu starfsmenn matvöruverslunar í austurbænum eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja manna sem hótuðu fólki ofbeldi. Þeir voru farnir af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði og fundust ekki. Í gær var svo tilkynnt um lausan eld í timburhúsi í Garðabæ og var einn talinn lokaður inni. Betur fór þó á en horfðist og hafði eldur komið upp í potti. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðila bar að garði. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. Vitni að innbrotinu gat gefið lögregluþjónum góða lýsingu á innbrotsþjófnum og var hann gómaður á hlaupum þar nærri. Hann var með poka fullan af skartgripum sem metnir eru á nokkrar milljónir króna. Alls voru 52 mál skráð hjá lögreglu á frá fimm í gær til fimm í morgun. Í einu þeirra barst tilkynning frá starfsfólki kaffihúss í miðbænum. Þar hafði æst kona gengið inn á meðan verið var að loka staðnum, upp úr klukkan sex, og krafðist hún þjónustu. Þegar henni var neitað greip hún veitingar ófrjálsri hendi og neytti þeirra fyrir framan starfsfólki, samkvæmt dagbók lögreglu. Því næst rauk hún á brott og bar leit að henni ekki árangur. Maður óskaði eftir aðstoð lögreglu í gærkvöldi vegna hótana sem hann varð fyrir og tilraunar til fjárkúgunar. Tveir ungir menn höfðu sakað hann um að reyna að setja sig í samband við stúlku undir lögaldri og heimtuðu af honum peninga. Þá óskuðu starfsmenn matvöruverslunar í austurbænum eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja manna sem hótuðu fólki ofbeldi. Þeir voru farnir af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði og fundust ekki. Í gær var svo tilkynnt um lausan eld í timburhúsi í Garðabæ og var einn talinn lokaður inni. Betur fór þó á en horfðist og hafði eldur komið upp í potti. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðila bar að garði.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira