Tom Brady tapaði og New England Patriots vann án Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 11:30 Þetta var ekki góður sunnudagur fyrir Tom Brady. AP/Brett Duke Mörg augu voru á Tom Brady í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær, bæði honum sjálfum með hans nýja liði Tampa Bay Buccaneers en líka á hans gamla liði New England Patriots. NFL-deildin er farin aftur á stað en í gær og nótt fór fram fjöldi leikja í fyrstu umferð á nýju tímabili sem fór klakklaust af stað þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Tom Brady spilaði sinn fyrsta leik í NFL-deildinni með öðru liði en New England Patriots sem þurfti á sama tíma að spjara sig án hans. Úrslitin í gær voru hinum 43 ára gamla Tom Brady ekki hagstæð. CAAAAAAAAAAAM!@CameronNewton scores his first touchdown with the @Patriots! #GoPats : #MIAvsNE on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/DTlgEUZamw pic.twitter.com/Iy67tjNvO6— NFL (@NFL) September 13, 2020 Cam Newton, nýr leikstjórnandi New England Patriots, leiddi sitt lið til 21-11 sigurs á Miami Dolphins en Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers þurftu að sætta sig við 34-23 tap á móti New Orleans Saints. Cam Newton sýndi gamla takta og skoraði meðal annars tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Tom Brady minnti aftur á móti frekar á fyrirrennara sinn Jameis Winston sem Tampa Bay Buccaneers fórnaði af því að hann var alltaf að henda boltanum frá sér. Tom Brady kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem hann tapar tveimur boltum í fyrsta leik tímabilsins. Janoris Jenkins jumps in front for the pick-6! #Saints : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/5o8cWoN1yf pic.twitter.com/59dxseKWNC— NFL (@NFL) September 13, 2020 Hlauparinn Alvin Kamara skoraði tvö snertimörk fyrir New Orleans Saints og hinn 41 árs gamli Drew Brees leiddi lið sitt til sigurs. Þarna voru því að mætast tveir leikstjórnendur á fimmtugsaldri en það hafði aldrei gerst áður. Leikstjórnendurnir Lamar Jackson, Russell Wilson og Aaron Rodgers átti allir flotta leik í sigrum sinna liða. Lamar Jackson átti þrjár snertimarkssendingar í 38-6 stórsigri Baltimore Ravens á Cleveland Browns, 31 af 35 sendingum Russell Wilson heppnuðust og hann gaf fjórar snertimarkssendingar í 38-25 sigri Seattle Seahawks á Atlanta Falcons og þá gaf Aaron Rodgers þrjár af fjórum snertimarksendingum sínum á Davante Adams þegar Green Bay Packers vann 43-34 sigur á Minnesota Vikings. Það voru líka óvænt úrslit því Jacksonville Jaguars og Washington Football Team unnu bæði sína leiki en flestir höfðu búist við mjög erfiðum tímabilum hjá þeim. Þau lenti bæði undir í sínum leikjum en komu til baka og unnu stemmningssigra. Los Angeles Rams vígði líka nýja leikvanginn sinn með sigri á bitlausu liði Dallas Cowboys. FINAL: The @RamsNFL win their home opener! #DALvsLAR #RamsHouse (by @Lexus) pic.twitter.com/y5p9dNd01E— NFL (@NFL) September 14, 2020 History. pic.twitter.com/ytAMjtNKUc— Las Vegas Raiders (@Raiders) September 13, 2020 Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24 NFL Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Mörg augu voru á Tom Brady í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær, bæði honum sjálfum með hans nýja liði Tampa Bay Buccaneers en líka á hans gamla liði New England Patriots. NFL-deildin er farin aftur á stað en í gær og nótt fór fram fjöldi leikja í fyrstu umferð á nýju tímabili sem fór klakklaust af stað þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Tom Brady spilaði sinn fyrsta leik í NFL-deildinni með öðru liði en New England Patriots sem þurfti á sama tíma að spjara sig án hans. Úrslitin í gær voru hinum 43 ára gamla Tom Brady ekki hagstæð. CAAAAAAAAAAAM!@CameronNewton scores his first touchdown with the @Patriots! #GoPats : #MIAvsNE on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/DTlgEUZamw pic.twitter.com/Iy67tjNvO6— NFL (@NFL) September 13, 2020 Cam Newton, nýr leikstjórnandi New England Patriots, leiddi sitt lið til 21-11 sigurs á Miami Dolphins en Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers þurftu að sætta sig við 34-23 tap á móti New Orleans Saints. Cam Newton sýndi gamla takta og skoraði meðal annars tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Tom Brady minnti aftur á móti frekar á fyrirrennara sinn Jameis Winston sem Tampa Bay Buccaneers fórnaði af því að hann var alltaf að henda boltanum frá sér. Tom Brady kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem hann tapar tveimur boltum í fyrsta leik tímabilsins. Janoris Jenkins jumps in front for the pick-6! #Saints : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/5o8cWoN1yf pic.twitter.com/59dxseKWNC— NFL (@NFL) September 13, 2020 Hlauparinn Alvin Kamara skoraði tvö snertimörk fyrir New Orleans Saints og hinn 41 árs gamli Drew Brees leiddi lið sitt til sigurs. Þarna voru því að mætast tveir leikstjórnendur á fimmtugsaldri en það hafði aldrei gerst áður. Leikstjórnendurnir Lamar Jackson, Russell Wilson og Aaron Rodgers átti allir flotta leik í sigrum sinna liða. Lamar Jackson átti þrjár snertimarkssendingar í 38-6 stórsigri Baltimore Ravens á Cleveland Browns, 31 af 35 sendingum Russell Wilson heppnuðust og hann gaf fjórar snertimarkssendingar í 38-25 sigri Seattle Seahawks á Atlanta Falcons og þá gaf Aaron Rodgers þrjár af fjórum snertimarksendingum sínum á Davante Adams þegar Green Bay Packers vann 43-34 sigur á Minnesota Vikings. Það voru líka óvænt úrslit því Jacksonville Jaguars og Washington Football Team unnu bæði sína leiki en flestir höfðu búist við mjög erfiðum tímabilum hjá þeim. Þau lenti bæði undir í sínum leikjum en komu til baka og unnu stemmningssigra. Los Angeles Rams vígði líka nýja leikvanginn sinn með sigri á bitlausu liði Dallas Cowboys. FINAL: The @RamsNFL win their home opener! #DALvsLAR #RamsHouse (by @Lexus) pic.twitter.com/y5p9dNd01E— NFL (@NFL) September 14, 2020 History. pic.twitter.com/ytAMjtNKUc— Las Vegas Raiders (@Raiders) September 13, 2020 Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24
Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24
NFL Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti