Júlían náði síðasta metinu af þjálfaranum | Sóley í metaham í Njarðvík Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 17:00 Júlían þurfti að æfa við ansi þröngar aðstæður á tímum samkomubanns á þessu ári. VÍSIR/VILHELM Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, nýtti langþráð tækifæri til að keppa um helgina þegar hann tók þátt í Íslandsmótinu í kraftlyftingum í Njarðvík. Júlían lyfti 415 kg í hnébeygju og bætti þar með Íslandsmet Auðuns Jónssonar um 2,5 kg. Júlían segir í samtali við RÚV að Auðunn hafi einmitt verið þjálfari hans á mótinu, og séð Júlían bæta síðasta metið sem Auðunn átti í +120 kg þyngdarflokknum. Júlían á nú öll Íslandsmetin í +120 kg flokki. Hann hefur mest lyft 330,5 kg í bekkpressu og 405,50 í réttstöðulyftu, sem er jafnframt heimsmet. Samanlagt hefur hann mest lyft 1.148 kg, en þá er horft til árangurs á einu og sama móti. Í Njarðvík lyfti Júlían 330,5 kg í bekkpressu og svo 390 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hann því 1.135 kg á Íslandsmótinu. Sóley lyfti samtals 665 kílóum Sóley Margrét Jónsdóttir, sem er frá Akureyri en flutti sig yfir í Breiðablik í vor, var í enn meiri metaham í Njarðvík. Þessi 19 ára heimsmeistari unglinga setti Íslands- og ungmennamet í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðu. Sóley, sem keppir í +84 kg flokki, lyfti mest 180 kg í bekkpressu og 220 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hún 665 kg. Þau Júlían og Sóley hafa ekki getað keppt á alþjóðlegum kraftlyftingamótum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en úrslitin um helgina gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skal þegar alþjóðlegt mótahald hefst að nýju. Kraftlyftingar Tengdar fréttir Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, nýtti langþráð tækifæri til að keppa um helgina þegar hann tók þátt í Íslandsmótinu í kraftlyftingum í Njarðvík. Júlían lyfti 415 kg í hnébeygju og bætti þar með Íslandsmet Auðuns Jónssonar um 2,5 kg. Júlían segir í samtali við RÚV að Auðunn hafi einmitt verið þjálfari hans á mótinu, og séð Júlían bæta síðasta metið sem Auðunn átti í +120 kg þyngdarflokknum. Júlían á nú öll Íslandsmetin í +120 kg flokki. Hann hefur mest lyft 330,5 kg í bekkpressu og 405,50 í réttstöðulyftu, sem er jafnframt heimsmet. Samanlagt hefur hann mest lyft 1.148 kg, en þá er horft til árangurs á einu og sama móti. Í Njarðvík lyfti Júlían 330,5 kg í bekkpressu og svo 390 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hann því 1.135 kg á Íslandsmótinu. Sóley lyfti samtals 665 kílóum Sóley Margrét Jónsdóttir, sem er frá Akureyri en flutti sig yfir í Breiðablik í vor, var í enn meiri metaham í Njarðvík. Þessi 19 ára heimsmeistari unglinga setti Íslands- og ungmennamet í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðu. Sóley, sem keppir í +84 kg flokki, lyfti mest 180 kg í bekkpressu og 220 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hún 665 kg. Þau Júlían og Sóley hafa ekki getað keppt á alþjóðlegum kraftlyftingamótum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en úrslitin um helgina gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skal þegar alþjóðlegt mótahald hefst að nýju.
Kraftlyftingar Tengdar fréttir Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03