Júlían náði síðasta metinu af þjálfaranum | Sóley í metaham í Njarðvík Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 17:00 Júlían þurfti að æfa við ansi þröngar aðstæður á tímum samkomubanns á þessu ári. VÍSIR/VILHELM Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, nýtti langþráð tækifæri til að keppa um helgina þegar hann tók þátt í Íslandsmótinu í kraftlyftingum í Njarðvík. Júlían lyfti 415 kg í hnébeygju og bætti þar með Íslandsmet Auðuns Jónssonar um 2,5 kg. Júlían segir í samtali við RÚV að Auðunn hafi einmitt verið þjálfari hans á mótinu, og séð Júlían bæta síðasta metið sem Auðunn átti í +120 kg þyngdarflokknum. Júlían á nú öll Íslandsmetin í +120 kg flokki. Hann hefur mest lyft 330,5 kg í bekkpressu og 405,50 í réttstöðulyftu, sem er jafnframt heimsmet. Samanlagt hefur hann mest lyft 1.148 kg, en þá er horft til árangurs á einu og sama móti. Í Njarðvík lyfti Júlían 330,5 kg í bekkpressu og svo 390 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hann því 1.135 kg á Íslandsmótinu. Sóley lyfti samtals 665 kílóum Sóley Margrét Jónsdóttir, sem er frá Akureyri en flutti sig yfir í Breiðablik í vor, var í enn meiri metaham í Njarðvík. Þessi 19 ára heimsmeistari unglinga setti Íslands- og ungmennamet í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðu. Sóley, sem keppir í +84 kg flokki, lyfti mest 180 kg í bekkpressu og 220 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hún 665 kg. Þau Júlían og Sóley hafa ekki getað keppt á alþjóðlegum kraftlyftingamótum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en úrslitin um helgina gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skal þegar alþjóðlegt mótahald hefst að nýju. Kraftlyftingar Tengdar fréttir Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, nýtti langþráð tækifæri til að keppa um helgina þegar hann tók þátt í Íslandsmótinu í kraftlyftingum í Njarðvík. Júlían lyfti 415 kg í hnébeygju og bætti þar með Íslandsmet Auðuns Jónssonar um 2,5 kg. Júlían segir í samtali við RÚV að Auðunn hafi einmitt verið þjálfari hans á mótinu, og séð Júlían bæta síðasta metið sem Auðunn átti í +120 kg þyngdarflokknum. Júlían á nú öll Íslandsmetin í +120 kg flokki. Hann hefur mest lyft 330,5 kg í bekkpressu og 405,50 í réttstöðulyftu, sem er jafnframt heimsmet. Samanlagt hefur hann mest lyft 1.148 kg, en þá er horft til árangurs á einu og sama móti. Í Njarðvík lyfti Júlían 330,5 kg í bekkpressu og svo 390 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hann því 1.135 kg á Íslandsmótinu. Sóley lyfti samtals 665 kílóum Sóley Margrét Jónsdóttir, sem er frá Akureyri en flutti sig yfir í Breiðablik í vor, var í enn meiri metaham í Njarðvík. Þessi 19 ára heimsmeistari unglinga setti Íslands- og ungmennamet í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðu. Sóley, sem keppir í +84 kg flokki, lyfti mest 180 kg í bekkpressu og 220 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hún 665 kg. Þau Júlían og Sóley hafa ekki getað keppt á alþjóðlegum kraftlyftingamótum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en úrslitin um helgina gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skal þegar alþjóðlegt mótahald hefst að nýju.
Kraftlyftingar Tengdar fréttir Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03