Farseðillinn til Ítalíu tæklaður af Hólmberti? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 17:45 Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar eftir að hafa komið Íslandi yfir gegn Belgíu í síðustu viku. vísir/getty Hólmbert Aron Friðjónsson meiddist, var svikinn um vítaspyrnu og gæti hafa misst af tækifæri til að fara til ítalska knattspyrnufélagsins Brescia, alla vega um tíma. Hólmbert, sem skoraði mark Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á dögunum, fór meiddur af velli á 28. mínútu í leik með Aalesund gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í gær. Óttast var að meiðslin gætu verið alvarleg en norski miðillinn VG hefur eftir manni úr sjúkrateymi Aalesund að við myndatöku í dag hafi komið í ljós að ökkli Hólmberts væri óbrotinn, og að vonir stæðu til að hann gæti jafnvel spilað í næsta leik. Hólmbert hefði átt að fá vítaspyrnu vegna tæklingarinnar en ekkert var dæmt og raunir Aalesund jukust. Liðið er langneðst í deildinni með sjö stig eftir sautján leiki. Tæklinguna má sjá eftir 25 sekúndur af myndskeiðinu hér að neðan. Hólmbert hefur verið orðaður við ítalska B-deildarliðið Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, og Sunnmörsposten segir í dag að Aalesund hafi hafnað tilboði frá Ítalíu í framherjann. Joacim Jonsson, sérfræðingur Eurosport í Noregi, sagði í gær að meiðsli Hólmberts gætu sett stórt strik í reikninginn varðandi vonir hans um að komast til Ítalíu. Nú er þó komið í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg. „Strákurinn er á leiðinni út. Það var meira og minna frágengið. Ég hefði giskað á að þetta yrði hans síðasti leikur hérna, en nú gæti allt frestast varðandi samning. Fótbolti er ferskvara. Það gæti farið svo að þessi möguleiki bjóðist ekki aftur,“ sagði Jonsson. Norski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
Hólmbert Aron Friðjónsson meiddist, var svikinn um vítaspyrnu og gæti hafa misst af tækifæri til að fara til ítalska knattspyrnufélagsins Brescia, alla vega um tíma. Hólmbert, sem skoraði mark Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á dögunum, fór meiddur af velli á 28. mínútu í leik með Aalesund gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í gær. Óttast var að meiðslin gætu verið alvarleg en norski miðillinn VG hefur eftir manni úr sjúkrateymi Aalesund að við myndatöku í dag hafi komið í ljós að ökkli Hólmberts væri óbrotinn, og að vonir stæðu til að hann gæti jafnvel spilað í næsta leik. Hólmbert hefði átt að fá vítaspyrnu vegna tæklingarinnar en ekkert var dæmt og raunir Aalesund jukust. Liðið er langneðst í deildinni með sjö stig eftir sautján leiki. Tæklinguna má sjá eftir 25 sekúndur af myndskeiðinu hér að neðan. Hólmbert hefur verið orðaður við ítalska B-deildarliðið Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, og Sunnmörsposten segir í dag að Aalesund hafi hafnað tilboði frá Ítalíu í framherjann. Joacim Jonsson, sérfræðingur Eurosport í Noregi, sagði í gær að meiðsli Hólmberts gætu sett stórt strik í reikninginn varðandi vonir hans um að komast til Ítalíu. Nú er þó komið í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg. „Strákurinn er á leiðinni út. Það var meira og minna frágengið. Ég hefði giskað á að þetta yrði hans síðasti leikur hérna, en nú gæti allt frestast varðandi samning. Fótbolti er ferskvara. Það gæti farið svo að þessi möguleiki bjóðist ekki aftur,“ sagði Jonsson.
Norski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59
Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53