Innlent

Eyði­lögðu ærsla­belg við 88 húsið í Reykja­nes­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkuð hefur verið um skemmdarverk og þjófnaði á Suðurnesjum síðustu daga.
Nokkuð hefur verið um skemmdarverk og þjófnaði á Suðurnesjum síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Ærslabelgur í félagsmiðstöðinni 88 húsinu í Reykjanesbæ er ónýtur eftir að skemmdir voru unnar á honum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Belgurinn er metinn ónýtur eftir athæfið og er tjónið metið á tvær milljónir króna.

Í tilkynningunni segir að nokkuð hafi verið um skemmdarverk og þjófnaði í umdæminu á síðustu dögum.

Segir að tveir byggingakranar í Ásbrú hafi orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum, sem hafi brotið fjögur ljós á þeim og fjarlægt þrjú öryggi úr rafmagnstöflum.

„Auk þessa rannsakar lögregla innbrot og þjófnað úr Vallarhúsinu. Öryggismyndavélar sýndu þrjá aðila ganga á allar dyr og glugga sem endaði með því að þeir brutu sér leið inn með því að sparka upp hurðina út á völl. Þeir höfðu á brott með sér fartölvu,vallarhátalara, soundbar, myndvarp, PS4 og fleira.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×