Þorgerður Katrín vill áfram leiða Viðreisn í Suðvesturkjördæmi Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2020 19:20 Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ætlar áfram að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi. En fyrrverandi formaður flokksins sækist eftir því að leiða lista Viðreisnar í einhverju þriggja kjördæma á suðvesturhorninu í næstu kosningum. Fyrri hluti landþings Viðreisnar fer fram á föstudag í næstu viku þar sem kosið verður í embætti formanns og varaformanns og önnur embætti. Þá verður stjórnmáaályktun afgreidd á fundinum en síðari hluti fundarins verður haldinn þegar nær dregur kosningum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formennsku. En Benedikt Jóhannesson sem sagði af sér formennsku skömmu fyrir þingkosingar í október 2017 hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til Alþingis í einu þriggja kjördæma á suðvesturhorninu. Hann var áður þingmaður Norðausturkjördæmis en náði ekki endurkjöri árið 2017. Heldur þú að hann fari að keppa um sætið þitt hér í suðvesturkjördæmi? Benedikt Jóhannesson er eins konar guðfaðir Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins. Hann sagði óvænt af sér formennsku skömmu fyrir alþingiskosningar í október 2017 eftir að hafa orðið fótaskortur á tungunni um ástæður þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk.Mynd/Viðreisn „Það kemur bara í ljós. Það á enginn neitt í flokknum. Ekki ég, ekki hann eða einhver annar ákveðið tilkall til einhvers eins. Við þurfum bara að gera þetta faglega. Vinna þetta í gegnum okkar flokksstofnanir. En fyrst og fremst er ég glöð yfir því að við höfum úr miklu mannvali að ráða þannig að við getum stillt upp sterku liði fyrir næstu kosningar,“ segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín Friðriksson leiðir Viðreisn í Reykjavík suður og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók forystusæti Þorsteins Víglundssonar þegar hann hætti þingmennsku í Reykjavík norður. Benedikt minnir á í Facebook færslu að hann sem formaður hafi boðið fram í erfiðasta kjördæmi flokksins, norðausturkjördæmi í kosningunum 2016 og náð kjöri og það hafi þáverandi varaformaður Jóna Sólveig Elínardóttir einnig gert í Suðurkjördæmi. Þorgerður Katrín hugsar sig hins vegar ekki til hreyfings úr Kraganum. „Það er alltaf gott að vera hérna í Hafnarfirðinum,“ segir formaðurinn þegar hún er spurð hvort hún líti á þetta sem áskorun frá Bendikti. Og hér ætlar þú að vera áfram? „Já ég stefni á það. Við erum með tvo þingmenn hér og ég ætla mér frekar að bæta við í þessu mikilvæga kjördæmi. Fjölmennasta kjördæmi landsins. Við sjáum bara til. Við förum með þetta í gegnum flokkinn,“ segir formaðurinn. Viðreisn hefur hingað til ekki viðhaft prófkjör heldur stillt upp á fléttulista til að tryggja jafnan framgang kynjanna. Rætt var við Benedikt Jóhannesson í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort í skrifum hans á Facebook hafi falist áskorun til núverandi forystu flokksins að bjóða fram í landsbyggðarkjördæmunum sagði hann þetta vera áskorun til allra innan flokksins. „Þetta er bara áskorun til okkar allra að við reynum að standa okkur sem allra best og að við séum með sem sterkastan lista í öllum kjördæmum, þar með talið landsbyggðarkjördæmunum,“ sagði Benedikt. Þá var hann einnig spurður út í það hvort að suðvesturkjördæmi, kjördæmið sem núverandi formaður flokksins leiðir, komi alveg eins til greina eins og Reykjavíkurkjördæmin tvö. „Við verðum bara að sjá til hvernig aðstæður verða næsta haust þegar kosningarnar verða. Það sem ég sagði var það að ég ætla ekki að vera í einu af dreifbýliskjördæmunum, það er það sem er öruggt en ég held að við séum öll sammála um það að við ætlum að gera það sem styrkir okkar lista og málstað sem best og erum samstíga í því.“ Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ætlar áfram að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi. En fyrrverandi formaður flokksins sækist eftir því að leiða lista Viðreisnar í einhverju þriggja kjördæma á suðvesturhorninu í næstu kosningum. Fyrri hluti landþings Viðreisnar fer fram á föstudag í næstu viku þar sem kosið verður í embætti formanns og varaformanns og önnur embætti. Þá verður stjórnmáaályktun afgreidd á fundinum en síðari hluti fundarins verður haldinn þegar nær dregur kosningum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formennsku. En Benedikt Jóhannesson sem sagði af sér formennsku skömmu fyrir þingkosingar í október 2017 hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til Alþingis í einu þriggja kjördæma á suðvesturhorninu. Hann var áður þingmaður Norðausturkjördæmis en náði ekki endurkjöri árið 2017. Heldur þú að hann fari að keppa um sætið þitt hér í suðvesturkjördæmi? Benedikt Jóhannesson er eins konar guðfaðir Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins. Hann sagði óvænt af sér formennsku skömmu fyrir alþingiskosningar í október 2017 eftir að hafa orðið fótaskortur á tungunni um ástæður þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk.Mynd/Viðreisn „Það kemur bara í ljós. Það á enginn neitt í flokknum. Ekki ég, ekki hann eða einhver annar ákveðið tilkall til einhvers eins. Við þurfum bara að gera þetta faglega. Vinna þetta í gegnum okkar flokksstofnanir. En fyrst og fremst er ég glöð yfir því að við höfum úr miklu mannvali að ráða þannig að við getum stillt upp sterku liði fyrir næstu kosningar,“ segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín Friðriksson leiðir Viðreisn í Reykjavík suður og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók forystusæti Þorsteins Víglundssonar þegar hann hætti þingmennsku í Reykjavík norður. Benedikt minnir á í Facebook færslu að hann sem formaður hafi boðið fram í erfiðasta kjördæmi flokksins, norðausturkjördæmi í kosningunum 2016 og náð kjöri og það hafi þáverandi varaformaður Jóna Sólveig Elínardóttir einnig gert í Suðurkjördæmi. Þorgerður Katrín hugsar sig hins vegar ekki til hreyfings úr Kraganum. „Það er alltaf gott að vera hérna í Hafnarfirðinum,“ segir formaðurinn þegar hún er spurð hvort hún líti á þetta sem áskorun frá Bendikti. Og hér ætlar þú að vera áfram? „Já ég stefni á það. Við erum með tvo þingmenn hér og ég ætla mér frekar að bæta við í þessu mikilvæga kjördæmi. Fjölmennasta kjördæmi landsins. Við sjáum bara til. Við förum með þetta í gegnum flokkinn,“ segir formaðurinn. Viðreisn hefur hingað til ekki viðhaft prófkjör heldur stillt upp á fléttulista til að tryggja jafnan framgang kynjanna. Rætt var við Benedikt Jóhannesson í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort í skrifum hans á Facebook hafi falist áskorun til núverandi forystu flokksins að bjóða fram í landsbyggðarkjördæmunum sagði hann þetta vera áskorun til allra innan flokksins. „Þetta er bara áskorun til okkar allra að við reynum að standa okkur sem allra best og að við séum með sem sterkastan lista í öllum kjördæmum, þar með talið landsbyggðarkjördæmunum,“ sagði Benedikt. Þá var hann einnig spurður út í það hvort að suðvesturkjördæmi, kjördæmið sem núverandi formaður flokksins leiðir, komi alveg eins til greina eins og Reykjavíkurkjördæmin tvö. „Við verðum bara að sjá til hvernig aðstæður verða næsta haust þegar kosningarnar verða. Það sem ég sagði var það að ég ætla ekki að vera í einu af dreifbýliskjördæmunum, það er það sem er öruggt en ég held að við séum öll sammála um það að við ætlum að gera það sem styrkir okkar lista og málstað sem best og erum samstíga í því.“
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira