Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2020 19:30 Ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands kom fram í fyrsta skipti í dag og spilaði þá á þrennum tónleikum fyrir grunnskólabörn í Árnessýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Merk tímamót voru á Suðurlandi í dag en þá kom ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fram í fyrsta sinn opinberlega og spilaði á þrennum tónleikum. Tilgangur hljómsveitarinnar er meðal annars að auðga menningarlíf á Suðurland. Börn úr Grunnskóla Þorlákshafnar steymtu í Þorlákskirkju í morgun þar sem fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar fóru fram. Síðan fór hljómsveitin og spilaði fyrir börn í Grunnskóla Hveragerðis og loks voru haldnir tónleikar í Aratungu fyrir börn úr uppsveitum Árnessýslu. Það þótti vel við hæfi að fyrsta lag hljómsveitarinnar væri James Bond lag. Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri sveitarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. 14 hljóðfæraleikarar eru í sveitinni, allt Sunnlendingar. Hljómsveitarstjórinn, Guðmundur Óli Gunnarsson býr á Selfossi en starfaði að uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar í 23 ár og byggir starfi nýju hljómsveitarinnar á þeirri reynslu sinni. „Nú svo eru náttúrulega áform um að halda fleiri tónleik, margvíslega tónleika og smala saman þeim hæfileikum og mannauði, sem er hér til staðar á Suðurlandi á meðal tónlistarmanna og sjá hvernig okkur gengur að byggja upp reglulega starfsemi klassískrar hljómsveitar hér á svæðinu,“ segir Guðmundur Óli. Krakkarnir fengu kynningu á einstökum hljóðfærum sveitarinnar, sem þeim fannst mjög gaman, ekki síst að heyra móturhjólahljóðin í básúnunni. En er ekki krefjandi að stjórna svona Sinfóníuhljómsveit? „Nei, iss, það geta allir gert þetta því þetta er bara eins og allt annað, ef þú kannt það þá er það ekki erfitt,“ segir Guðmundur Óli og hlær. Í lok tónleikanna spilaði hljómsveitin Á sprengisandi og skólakrakkarnir og kennararnir stóðu upp og sungu með. Ölfus Menning Tónlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Merk tímamót voru á Suðurlandi í dag en þá kom ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fram í fyrsta sinn opinberlega og spilaði á þrennum tónleikum. Tilgangur hljómsveitarinnar er meðal annars að auðga menningarlíf á Suðurland. Börn úr Grunnskóla Þorlákshafnar steymtu í Þorlákskirkju í morgun þar sem fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar fóru fram. Síðan fór hljómsveitin og spilaði fyrir börn í Grunnskóla Hveragerðis og loks voru haldnir tónleikar í Aratungu fyrir börn úr uppsveitum Árnessýslu. Það þótti vel við hæfi að fyrsta lag hljómsveitarinnar væri James Bond lag. Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri sveitarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. 14 hljóðfæraleikarar eru í sveitinni, allt Sunnlendingar. Hljómsveitarstjórinn, Guðmundur Óli Gunnarsson býr á Selfossi en starfaði að uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar í 23 ár og byggir starfi nýju hljómsveitarinnar á þeirri reynslu sinni. „Nú svo eru náttúrulega áform um að halda fleiri tónleik, margvíslega tónleika og smala saman þeim hæfileikum og mannauði, sem er hér til staðar á Suðurlandi á meðal tónlistarmanna og sjá hvernig okkur gengur að byggja upp reglulega starfsemi klassískrar hljómsveitar hér á svæðinu,“ segir Guðmundur Óli. Krakkarnir fengu kynningu á einstökum hljóðfærum sveitarinnar, sem þeim fannst mjög gaman, ekki síst að heyra móturhjólahljóðin í básúnunni. En er ekki krefjandi að stjórna svona Sinfóníuhljómsveit? „Nei, iss, það geta allir gert þetta því þetta er bara eins og allt annað, ef þú kannt það þá er það ekki erfitt,“ segir Guðmundur Óli og hlær. Í lok tónleikanna spilaði hljómsveitin Á sprengisandi og skólakrakkarnir og kennararnir stóðu upp og sungu með.
Ölfus Menning Tónlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira