Draxler tryggði PSG fyrsta sigurinn með marki á síðustu stundu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 21:45 Draxler reyndist hetja PSG í kvöld. Xavier Laine/Getty Images Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain voru tveimur mínútum frá því að spila þriðja leikinn í röð án sigurs og án þess að koma knettinum í netið. Þjóðverjinn Julian Draxler reyndist hetja liðsins í kvöld er liðið vann 1-0 heimasigur á Metz í frönsku úrvalsdeildinni. Believe and you will achieve #PSGFCM #ICICESTPARIS pic.twitter.com/isctLgk1NT— Paris Saint-Germain (@PSG_English) September 16, 2020 PSG hefur vægast sagt byrjað tímabilið herfilega en liðið var án stiga fyrir leik kvöldsins. Þá sauð allt upp úr í síðasta leik liðsins og fékk til að mynda brasilíska stórstjarnan Neymar rautt spjald og var því í banni er flautað var til leiks á Parc des Princes í kvöld. Það stefndi í enn eitt afhroðið en stjörnur Parísarliðsins átti í stökustu vandræðum með Metz. Staðan markalaus í hálfleik og verkefni lærisveina Thomas Tuchel varð enn erfiðara þegar miðvörðurinn Abdou Diallo fékk sitt annað gula spjald á 65. mínútu leiksins. PSG því manni færri síðustu 25 mínúturnar og stefndi í að martröðin myndi engan endi taka. Markalaust jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan allt þangað til á þriðju mínútu uppbótartíma þegar Julian Draxler skaut upp kollinum og skoraði eina mark leiksins. Lokatölur því 1-0 og fyrsti sigur PSG í frönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð staðreynd. Liðið nú með þrjú stig eftir þrjár umferðir en þetta var einnig fyrsta markið sem liðið skorar. PSG er sem stendur í 15. sæti deildarinnar. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain voru tveimur mínútum frá því að spila þriðja leikinn í röð án sigurs og án þess að koma knettinum í netið. Þjóðverjinn Julian Draxler reyndist hetja liðsins í kvöld er liðið vann 1-0 heimasigur á Metz í frönsku úrvalsdeildinni. Believe and you will achieve #PSGFCM #ICICESTPARIS pic.twitter.com/isctLgk1NT— Paris Saint-Germain (@PSG_English) September 16, 2020 PSG hefur vægast sagt byrjað tímabilið herfilega en liðið var án stiga fyrir leik kvöldsins. Þá sauð allt upp úr í síðasta leik liðsins og fékk til að mynda brasilíska stórstjarnan Neymar rautt spjald og var því í banni er flautað var til leiks á Parc des Princes í kvöld. Það stefndi í enn eitt afhroðið en stjörnur Parísarliðsins átti í stökustu vandræðum með Metz. Staðan markalaus í hálfleik og verkefni lærisveina Thomas Tuchel varð enn erfiðara þegar miðvörðurinn Abdou Diallo fékk sitt annað gula spjald á 65. mínútu leiksins. PSG því manni færri síðustu 25 mínúturnar og stefndi í að martröðin myndi engan endi taka. Markalaust jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan allt þangað til á þriðju mínútu uppbótartíma þegar Julian Draxler skaut upp kollinum og skoraði eina mark leiksins. Lokatölur því 1-0 og fyrsti sigur PSG í frönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð staðreynd. Liðið nú með þrjú stig eftir þrjár umferðir en þetta var einnig fyrsta markið sem liðið skorar. PSG er sem stendur í 15. sæti deildarinnar.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira