Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 08:35 Auglýsing Bolla í heild sinni. Skjáskot Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Þar segir hann Dag B. Eggertsson vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur máli sínu til stuðnings. Bolli segir í auglýsingunni að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé „ískyggileg“. Laugavegurinn sé orðinn að „draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda“, þar sem mestu ráði heft aðgengi með lokun gatna og fækkun bílastæða. Bolli vísar þar líklega til göngugatna í miðbænum, sem Reykvíkingar eru almennt ánægðir með samkvæmt könnunum. Þá setur Bolli fram nítján atriði sem honum þykir hafa miður farið undir stjórn Dags og meirihlutans í Reykjavík. Þar á meðal séu „skólamálin hneysa [sic] hvarvetna“ og kostnaður við Mathöll á Hlemmi hafi farið 79 prósent fram úr áætlun. Bolli segir Borgarlínuna jafnframt eina af mörgum mistökum borgarstjórnar. „Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir.“ Það liggur þó nokkuð skýrt fyrir hvað hin umdeilda Borgarlína er í raun og veru. Á heimasíðu verkefnisins segir: „Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum.“ Þá hafa kannanir sýnt að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings meðal Reykvíkinga. Meiri andstaða hefur hins vegar mælst meðal Seltirninga og Garðbæinga. „Þannig mætti halda lengi áfram að telja og þarf enginn að velkjast í vafa um að Dagur B. Eggertsson er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Sammælumst um að kjósa hann aldrei aftur! Endurreisn borgarinnar getur ekki hafist fyrr en niðurrifsöflin hafa verið brotin á bak aftur,“ segir að endingu í auglýsingu Bolla. Bolli var lengi kaupmaður í Miðbænum og hefur jafnframt gegnt trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum. Hann greindi þó frá því í fyrra að hann hefði sagt sig úr flokknum vegna óánægju með forystuna. Borgarlína Göngugötur Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Þar segir hann Dag B. Eggertsson vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur máli sínu til stuðnings. Bolli segir í auglýsingunni að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé „ískyggileg“. Laugavegurinn sé orðinn að „draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda“, þar sem mestu ráði heft aðgengi með lokun gatna og fækkun bílastæða. Bolli vísar þar líklega til göngugatna í miðbænum, sem Reykvíkingar eru almennt ánægðir með samkvæmt könnunum. Þá setur Bolli fram nítján atriði sem honum þykir hafa miður farið undir stjórn Dags og meirihlutans í Reykjavík. Þar á meðal séu „skólamálin hneysa [sic] hvarvetna“ og kostnaður við Mathöll á Hlemmi hafi farið 79 prósent fram úr áætlun. Bolli segir Borgarlínuna jafnframt eina af mörgum mistökum borgarstjórnar. „Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir.“ Það liggur þó nokkuð skýrt fyrir hvað hin umdeilda Borgarlína er í raun og veru. Á heimasíðu verkefnisins segir: „Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum.“ Þá hafa kannanir sýnt að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings meðal Reykvíkinga. Meiri andstaða hefur hins vegar mælst meðal Seltirninga og Garðbæinga. „Þannig mætti halda lengi áfram að telja og þarf enginn að velkjast í vafa um að Dagur B. Eggertsson er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Sammælumst um að kjósa hann aldrei aftur! Endurreisn borgarinnar getur ekki hafist fyrr en niðurrifsöflin hafa verið brotin á bak aftur,“ segir að endingu í auglýsingu Bolla. Bolli var lengi kaupmaður í Miðbænum og hefur jafnframt gegnt trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum. Hann greindi þó frá því í fyrra að hann hefði sagt sig úr flokknum vegna óánægju með forystuna.
Borgarlína Göngugötur Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira