Fimm milljóna styrkur í rannsóknir samgönguslysa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2020 10:13 Frá undirrituninni í morgun. Frá vinstri, Oddur Árnason yfirlögregluþjónn, Þorkell Ágústsson forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt. Embættið tók við rannsóknunum 2009 sem hafa síðan farið fram á Selfossi. Með nýja samningnum, sem hljóðar upp á fimm milljóna króna styrk úr ráðuneytum samgöngumála og dómsmála, verður keyptur nauðsynlegur búnaður og verkfæri til rannsóknanna. Oddur Árnason og Sigurður Ingi spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Starfið á Selfossi er gríðarlega mikilvægt og hefur gefið okkur fullt af upplýsingum úr rannsóknum inn í rannsóknarnefnd umferðarslysa og líka inn í forgang og forgangsröðun framkvæmda í vegamálum,” segir Sigurður Ingi. Hann bætir við. „Við eigum að setja okkur það markmið eins og við gerðum á sjónum fyrir nokkrum árum með frábærum árangri að ekkert banaslys verði í umferðinni, svo kallaða núll sýn í samgöngum, samhliða því að við erum að bæta samgöngumannvirkin.” Skrifað undir samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er mjög góður dagur í dag og mikilvægt að fá þennan stuðning til að vinna þessar rannsóknir á ökutækjum úr slysum hér hjá okkur. Þetta þýðir að við förum núna í það að uppfæra búnaðinn, sem við höfum til rannsókna, til nútímans. Það eru kröfur um meiri tölvurannsóknir og þess háttar og í þá átt þurfum við að halla okkur,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 20 til 40 tæki á ári eru til rannsóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Öll ökutæki úr alvarlegum slysum alls staðar af landinu eru rannsökuð hjá hjá bíltæknirannsóknarsetrinu á Selfossi eða um tuttugu til fjörutíu tæki á ári. Rannsóknir ökutækja eru mikilvægur þáttur í að leiða í ljós orsakir slysa. Annars vegar sem hluti af opinberri rannsókn og hins vegar sem innlegg í úrvinnslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin hefur aðgang að allri vinnu sem unnin er í setrinu og getur unnið þar sjálfstætt, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys í framtíðinni. Árborg Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt. Embættið tók við rannsóknunum 2009 sem hafa síðan farið fram á Selfossi. Með nýja samningnum, sem hljóðar upp á fimm milljóna króna styrk úr ráðuneytum samgöngumála og dómsmála, verður keyptur nauðsynlegur búnaður og verkfæri til rannsóknanna. Oddur Árnason og Sigurður Ingi spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Starfið á Selfossi er gríðarlega mikilvægt og hefur gefið okkur fullt af upplýsingum úr rannsóknum inn í rannsóknarnefnd umferðarslysa og líka inn í forgang og forgangsröðun framkvæmda í vegamálum,” segir Sigurður Ingi. Hann bætir við. „Við eigum að setja okkur það markmið eins og við gerðum á sjónum fyrir nokkrum árum með frábærum árangri að ekkert banaslys verði í umferðinni, svo kallaða núll sýn í samgöngum, samhliða því að við erum að bæta samgöngumannvirkin.” Skrifað undir samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er mjög góður dagur í dag og mikilvægt að fá þennan stuðning til að vinna þessar rannsóknir á ökutækjum úr slysum hér hjá okkur. Þetta þýðir að við förum núna í það að uppfæra búnaðinn, sem við höfum til rannsókna, til nútímans. Það eru kröfur um meiri tölvurannsóknir og þess háttar og í þá átt þurfum við að halla okkur,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 20 til 40 tæki á ári eru til rannsóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Öll ökutæki úr alvarlegum slysum alls staðar af landinu eru rannsökuð hjá hjá bíltæknirannsóknarsetrinu á Selfossi eða um tuttugu til fjörutíu tæki á ári. Rannsóknir ökutækja eru mikilvægur þáttur í að leiða í ljós orsakir slysa. Annars vegar sem hluti af opinberri rannsókn og hins vegar sem innlegg í úrvinnslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin hefur aðgang að allri vinnu sem unnin er í setrinu og getur unnið þar sjálfstætt, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys í framtíðinni.
Árborg Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira