Þingmaðurinn Helgi Hrafn með kórónuveiruna Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2020 12:02 Helgi Hrafn er ekki fyrsti þingmaðurinn til að smitast af kórónaveirunni. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy hefur einnig fengið Covid-19. visir/hanna Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því nú rétt í þessu að hann hefur smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Helgi Hrafn sendi frá sér á Facebook-síðu sinni. „Nú flyt ég ykkur þær fréttir að ég hef greinst með COVID-19,“ segir Helgi Hrafn í upphafi tilkynningar sinnar. Hann segir að af þeirri örstuttu reynslu sem hann hafi af þessum sjúkdómi sé honum ljóst að fólk verði „hratt óttaslegið og óþreyjufullt eftir upplýsingum“. Hann minnir því á að þetta sé ferli og smitrakning taki sinn tíma. „Greiningin kom í gærkvöldi og ég hef gert lítið annað en að tala við fólk, ýmist sérfræðinga eða nákomna, sinna smitrakningu og tilflutningi í einangrun.“ Helgi Hrafn segir heilsu sína ágæta, enn sem komið er. En auðvitað verði að sjá hvað setji í þeim efnum. Helgi Hrafn segist fá heilræði frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem hann hafi smitast í upphafi viku því hann segir: „Ef þið hittuð mig á mánudag eða þriðjudag og við umgengumst hvort annað í meira en 15 mínútur, og ekki hefur verið haft samband við ykkur frá smitrakningu nú þegar, getið þið haft samband við mig og ég svara eftir bestu getu. Helgi Hrafn er ekki fyrstur þingmanna til að fá kórónuveiruna. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy er einn þeirra sem hafa fengið veiruna. Eftir því sem næst verður komist mun þetta ekki hafa teljandi áhrif á störf þingflokksins og Pírata. Þingið kemur ekki saman fyrr en 1. október, það er eftir tvær vikur og er gert ráð fyrir því að Helgi Hrafn verði kominn til heilsu þá. Eftir sem áður mun hann geta tekið þátt í fjarfundum sem einkennt hafa störf þingmanna að undanförnu. Helgi Hrafn víkur að þessu í pistli sínum. „Hvað varðar þingstörf, þá bendi ég á að þingið hefur ekki verið starfandi síðan 4. september, og tekur ekki til starfa aftur fyrr en 1. október. Þannig að þótt COVID-19 smit sé alltaf óheppilegt, þá er tímasetningin gagnvart þingstörfum ekki sú versta upp á smitleiðir og þingstörf að gera. Að sjálfsögðu er þó farið í einu og öllu eftir tilmælum og ráðgjöf sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að þinglokknum og starfsfólki hans, t.d. hvað varðar sóttkví. Þá er Alþingi að sjálfsögðu meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því nú rétt í þessu að hann hefur smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Helgi Hrafn sendi frá sér á Facebook-síðu sinni. „Nú flyt ég ykkur þær fréttir að ég hef greinst með COVID-19,“ segir Helgi Hrafn í upphafi tilkynningar sinnar. Hann segir að af þeirri örstuttu reynslu sem hann hafi af þessum sjúkdómi sé honum ljóst að fólk verði „hratt óttaslegið og óþreyjufullt eftir upplýsingum“. Hann minnir því á að þetta sé ferli og smitrakning taki sinn tíma. „Greiningin kom í gærkvöldi og ég hef gert lítið annað en að tala við fólk, ýmist sérfræðinga eða nákomna, sinna smitrakningu og tilflutningi í einangrun.“ Helgi Hrafn segir heilsu sína ágæta, enn sem komið er. En auðvitað verði að sjá hvað setji í þeim efnum. Helgi Hrafn segist fá heilræði frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem hann hafi smitast í upphafi viku því hann segir: „Ef þið hittuð mig á mánudag eða þriðjudag og við umgengumst hvort annað í meira en 15 mínútur, og ekki hefur verið haft samband við ykkur frá smitrakningu nú þegar, getið þið haft samband við mig og ég svara eftir bestu getu. Helgi Hrafn er ekki fyrstur þingmanna til að fá kórónuveiruna. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy er einn þeirra sem hafa fengið veiruna. Eftir því sem næst verður komist mun þetta ekki hafa teljandi áhrif á störf þingflokksins og Pírata. Þingið kemur ekki saman fyrr en 1. október, það er eftir tvær vikur og er gert ráð fyrir því að Helgi Hrafn verði kominn til heilsu þá. Eftir sem áður mun hann geta tekið þátt í fjarfundum sem einkennt hafa störf þingmanna að undanförnu. Helgi Hrafn víkur að þessu í pistli sínum. „Hvað varðar þingstörf, þá bendi ég á að þingið hefur ekki verið starfandi síðan 4. september, og tekur ekki til starfa aftur fyrr en 1. október. Þannig að þótt COVID-19 smit sé alltaf óheppilegt, þá er tímasetningin gagnvart þingstörfum ekki sú versta upp á smitleiðir og þingstörf að gera. Að sjálfsögðu er þó farið í einu og öllu eftir tilmælum og ráðgjöf sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að þinglokknum og starfsfólki hans, t.d. hvað varðar sóttkví. Þá er Alþingi að sjálfsögðu meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18