Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 21:14 Sveindís Jane Jónsdóttir skorar annað tveggja marka sinna gegn Lettlandi í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Ég fékk að vita það fyrir æfinguna í gær að ég yrði í byrjunarliðinu. Mér leið bara mjög vel inni á vellinum. Stelpurnar hafa tekið vel á móti manni og þær stýra liðinu vel, og þess vegna leið mér svona vel,“ sagði hin 19 ára Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Sveindís átti draumaleik því hún skoraði tvö marka Íslands í 9-0 sigri á Lettlandi, í undankeppni EM. „Ég átti bara að spila minn leik þó að við höfum lagt leikinn aðeins öðruvísi upp en við gerum í Breiðabliki. Ég spilaði bara minn leik með þeim áherslum sem þjálfararnir hafa sett. Það var mjög gaman að spila og ég fékk góða þjónustu – góða krossa. Það var gott að geta klárað þetta svona,“ sagði Sveindís. Hefði viljað hafa fjölskylduna í stúkunni Ísland var 6-0 yfir í hálfleik og fylgdi því eftir með þremur mörkum í seinni hálfleiknum: „Það gekk svo vel í fyrri hálfleik að við ákváðum að halda bara áfram því sama í seinni hálfleik. Tempóið datt þó aðeins niður en það er allt í góðu, við vorum með þetta í höndunum.“ Næst á dagskrá er leikur við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, á Laugardalsvelli næsta þriðjudag: „Þetta verða tveir mjög ólíkir leikir. Við erum ekki byrjuð að undirbúa okkur fyrir þann leik og byrjum á því á morgun,“ sagði Sveindís sem gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliðinu gegn Svíum með framimstöðu sinni í kvöld og í allt sumar: „Ég tek því alveg [sæti í byrjunarliðinu] en ég verð nú ekkert súr ef að hann [Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari] leyfir mér ekki að byrja þann leik líka. Ég vona bara það besta,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld en það gerði hún án þess að áhorfendur væru í stúkunni, vegna Covid-reglna UEFA. Hún viðurkennir að það hafi verið sérstakt: „Já, svolítið. Maður hefði viljað hafa áhorfendur og fjölskylduna sína í stúkunni. En þetta var allt í lagi og örugglega margir sem horfðu á leikinn í sjónvarpinu.“ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
„Ég fékk að vita það fyrir æfinguna í gær að ég yrði í byrjunarliðinu. Mér leið bara mjög vel inni á vellinum. Stelpurnar hafa tekið vel á móti manni og þær stýra liðinu vel, og þess vegna leið mér svona vel,“ sagði hin 19 ára Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Sveindís átti draumaleik því hún skoraði tvö marka Íslands í 9-0 sigri á Lettlandi, í undankeppni EM. „Ég átti bara að spila minn leik þó að við höfum lagt leikinn aðeins öðruvísi upp en við gerum í Breiðabliki. Ég spilaði bara minn leik með þeim áherslum sem þjálfararnir hafa sett. Það var mjög gaman að spila og ég fékk góða þjónustu – góða krossa. Það var gott að geta klárað þetta svona,“ sagði Sveindís. Hefði viljað hafa fjölskylduna í stúkunni Ísland var 6-0 yfir í hálfleik og fylgdi því eftir með þremur mörkum í seinni hálfleiknum: „Það gekk svo vel í fyrri hálfleik að við ákváðum að halda bara áfram því sama í seinni hálfleik. Tempóið datt þó aðeins niður en það er allt í góðu, við vorum með þetta í höndunum.“ Næst á dagskrá er leikur við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, á Laugardalsvelli næsta þriðjudag: „Þetta verða tveir mjög ólíkir leikir. Við erum ekki byrjuð að undirbúa okkur fyrir þann leik og byrjum á því á morgun,“ sagði Sveindís sem gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliðinu gegn Svíum með framimstöðu sinni í kvöld og í allt sumar: „Ég tek því alveg [sæti í byrjunarliðinu] en ég verð nú ekkert súr ef að hann [Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari] leyfir mér ekki að byrja þann leik líka. Ég vona bara það besta,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld en það gerði hún án þess að áhorfendur væru í stúkunni, vegna Covid-reglna UEFA. Hún viðurkennir að það hafi verið sérstakt: „Já, svolítið. Maður hefði viljað hafa áhorfendur og fjölskylduna sína í stúkunni. En þetta var allt í lagi og örugglega margir sem horfðu á leikinn í sjónvarpinu.“
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48